Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 01.03.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Glæsileg samfella B-FF skálar Verð 11.800 kr. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Varst þú á meðal þeirra 1.130 sem fengu Dalalíf Guð- rúnar frá Lundi að láni á Borgarbóka- safninu í fyrra? Ertu Lísibet eða Þóra? Jón eða Jak- ob? Efnt verður til spurningakeppni um líf og störf Guð- rúnar frá Lundi í Borgarbókasafninu Grófinni kl. 17-19 í dag, fimmtudaginn 1. mars, í tilefni af sýningu um höf- undinn sem nú stendur yfir á safninu. Fyrirkomulag keppninnar verður líkt og í pöbbkvisskeppnum sem víða eru haldnar eða liðakeppni með 2-4 í hverju liði. Bækur Guðrúnar voru í efsta sæti yfir útlánsbækur á Borgarbókasafn- inu árið 2017. Aðdáendur Guðrúnar frá Lundi eru hvattir til að koma og láta ljós sitt skína, sem og áhugafólk um bókmenntir almennt. Spyrill í keppninni verður Sunna Dís Másdóttir, en spurningahöfundar Marín Guðrún Hrafnsdóttir, lang- ömmubarn skáldkonunnar, og Þórður Sævar Jónsson. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun. Kíktu í kaffi og láttu ljós þitt skína í skemmtilegri spurningakeppni um fólkið í Hrútadal og skapara þess. Borgarbókasafnið - Menningarhús Grófinni Spurningakeppni um fólkið í Hrútadal og skapara þess Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún frá Lundi Bækur Guðrúnar voru í efsta sæti yfir útlánsbækur 2017. Guðrún frá Lundi on sumarið 2016.“ Að sögn Ara var erfiðast að fara frá fjölskyldu sinni og unnustu, en hann segist afar þakklátur fyrir stuðning þeirra. Þá heimsækir unn- usta hans, Vigdís Perla Maack, hann þegar tækifæri gefast. Námið leggst afar vel í Ara. „Ég er á leikarabraut sem nefnist Colla- borative and Devised Theatre Act- ing. Þar er lögð mikil áhersla á að geta skapað sína eigin leiklist bæði með spuna og í hópavinnu. Einnig lærum við þó öll gömlu trikkin sem hafa verið kennd í leiklist í mörg ár. Þessi braut er 10 ára gömul og fólkið sem hefur útskrifast er langflest meðal fremstu listamanna í áhuga- verðum leikhúsum á Englandi þessa dagana. Brautin var búin til í sam- starfi við leiklistarhópinn Complicite sem er í fremstu röð þegar kemur að leiklist í Evrópu. Við erum mikið að vinna með líkamann og hvernig þú notar hann, hvernig þú getur verið opinn fyrir öllum hugmyndum sem kvikna og búið til þína eigin list. Mér finnst þetta vera algjört snilldarnám af því að ekki bara er verið að und- irbúa okkur fyrir það að vera leikarar heldur getum við líka farið og skapað okkar eigin vinnu og list. Við erum að gera virkilega skemmtilega hluti núna, eins til dæmis að vinna í alls- konar hreimum sem maður er ekki vanur komandi úr íslenskunni og Animal Studies eða „dýrafræði“ þar sem við lærðum hvernig mismunandi dýr hreyfa sig og hugsa og hvernig maður getur búið til karakter úr hin- um ýmsu dýrum. Við fengum svo öll eitt dýr sem kennaranum fannst við vera og áttum að búa til stutta senu úr því. Ég fékk bjarndýr og gerði ég hann að gömlum, pirruðum djass- söngvara.“ Bara rétt að byrja Ari segist vonast til að geta kom- ið aftur til Íslands eftir nám og geta hafið störf sem leikari, ásamt því að halda uppi góðu tengslaneti í London. „Draumurinn er að geta í raun verið með annan fótinn í London á sama tíma og ég bý á Íslandi. Ég væri til í að reyna að gera allt sem leiklist hefur upp á að bjóða, leikhús, bíó, sjónvarp, útvarp og allt heila klabbið.“ En hvaða ráðleggingar skyldi hann hafa fyrir fólk sem ber draum- inn um leiklistina í brjósti sér? „Ekki hætta ef þú veist að þetta er það sem þú vilt gera. Hugsaðu út fyrir kassann og ekki vera hræddur að reyna eitthvað öðruvísi. Ég man þegar ég var að sækja um skóla og fékk öll þessi nei að þá byrjaði fólk að spyrja hvort ég vildi ekki bara hætta þessu. Leiklist var draumurinn svo ég hélt áfram þangað til ég komst inn. En auðvitað er þetta ekkert búið hjá mér, ég er bara rétt að byrja og ég á eftir að fá fullt af nei-um í gegn- um þennan feril en vonandi verða nokkur já inn á milli.“ Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Ari Freyr Ísfeld Óskarsson,26 ára gamall Reykvík-ingur, fæddur og uppalinní Laugardalnum, hefur brennandi ástríðu fyrir leiklist. Hann hefur líka ýmis önnur áhugamál, svo sem að skella sér í sund með góðu fólki og slaka á í pottinum eða guf- unni. Þá hefur hann einnig mikinn áhuga á fötum og eyðir að eigin sögn alltof miklum pening í það áhugamál. En ástríða hans liggur þó fyrst og fremst í leiklistinni. „Ég byrjaði svona í alvöru að hugsa um leiklist í menntaskóla. Þá fékk ég að vera með í Fúríu sem er leiklistarfélagið í Kvennó. Var með í leikritinu öll fjögur árin mín. Þar kynntist ég líka spuna sem hefur gert mér alveg ótrúlega gott á þessum stutta ferli. Kennir manni að hugsa hratt og út fyrir boxið og segja það sem manni dettur í hug. Eftir Kvennó var ég tvisvar með í Stúdentaleikhús- inu, í sýningunum Nashyrningarnir og Auka, sem voru sýndar í Norð- urpólnum sáluga. Einnig er ég ásamt þremur öðrum núverandi Reykjavík- urmeistari í leikhússporti sem er spunakeppni. Það hefur aðeins verið haldið ein keppni og það var árið 2014 þannig að við erum enn ríkjandi meistarar.“ En hvers vegna skyldi London hafa orðið fyrir valinu? „Ég sótti nokkrum sinnum um í Leiklistarháskóla Íslands en þeim leist ekkert á mig. Ég hafði heyrt um marga frábæra leiklistarskóla hérna í London og þar sem mig langaði að verða leikari þá var eina í stöðunni að sækja bara um. Svo ég sótti um nokkra skóla og komst inn í Royal Central. Í kjölfarið flutti ég til Lond- Neitaði að gefast upp á draumnum Leiklistarástríðan leiddi Ara Frey Ísfeld Óskars- son til Bretlands en sum- arið 2016 lagði hann land undir fót og fluttist búferlum til London, þar sem hann leggur nú stund á leiklist við leik- listarskólann Royal Cent- ral School of Speech and Drama í London. Ljósmynd/Vigdís Perla Maack London Ara Frey líkar vel í London og vonast til að geta byggt upp tengslanet í Bretlandi og unnið á Íslandi. Ljósmynd/Vigdís Perla Maack. Áhugamál Þótt ástríða Ara Freys liggi fyrst og fremst í leik- listinni hefur hann mikinn áhuga á fötum. „Við erum að gera virkilega skemmti- lega hluti núna, eins til dæmis að vinna í allskonar hreimum sem maður er ekki vanur komandi úr íslenskunni.“ Í ýmsum hlutverkum Ari Freyr, t.v., hefur tek- ið þátt í mörgum uppfærslum á vegum skólans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.