Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 70. tölublað 106. árgangur
ARKITEKT AF SKAG-
ANUM SAFNAR
REYNSLU ALLT FER ÚRSKEIÐIS
FJÖLBREYTT
UMFJÖLLUN
UM PÁSKAHALD
SÝNINGIN SEM KLIKKAR 38 SÉRBLAÐ 40 SÍÐURSTEINUNN EIK 12-13
Hjólastígar samræmdir
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin búa í haginn fyrir aukna
umferð reiðhjóla á næstu árum Hjólreiðafólk gagnrýnir ný umferðarlög
og þjónustu á þeim með vaxandi
umferð reiðhjóla, að sögn Páls Guð-
jónssonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH). Til viðbótar við
aukna umferð hefðbundinna reið-
hjóla er búist við mikilli aukningu
með fjölgun rafmagnsreiðhjóla á
næstu árum. Starfshópur sem SSH
og Vegagerðin settu á fót hefur nú
skilað tillögum að úrbótum.
Liður í aðgerðunum er að bæta
hjólreiðamenninguna. Ekki síst að
reyna að draga úr hraða og aðskilja
gangandi og hjólandi umferð. Í þeim
tilgangi liggja hjá samgönguráðu-
neytinu drög að nýjum umferðar-
lögum. Hjólreiðamenn gagnrýna
þau harðlega, að því er fram kemur
í athugasemdum. Meðal annars er
gagnrýnt hversu lítið er gert til að
auka öryggi hjólreiðafólks.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að samræmingu á hönnun
hjólastíga í öllum sveitarfélögunum
á höfuðborgarsvæðinu og endurbót-
um á stígakerfinu. Einnig á vetr-
arþjónusta að vera sú sama hvar
sem hjólað er. Þá er áhugi á að
draga úr hraða og bæta hjólamenn-
inguna.
Þörf er á samræmingu hjólastíga
Undirbúningur
» Sveitarfélögin eru að setja
upp hjólateljara á höfuðborg-
arsvæðinu, 20 teljara sem
einnig mæla hraða hjólanna.
» Til skoðunar er að bjóða út í
einu lagi vetrarþjónustu á
hjólastígum.
MHjólastígar og þjónusta … »14
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjólað og skokkað Veðurblíðan í höfuðborginni í gær gaf mönnum kærkomið tækifæri til útivistar. Sumir drógu fram hlaupaskóna, aðrir reiðhjólið.
Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í
tæp fjögur ár unnið að greiningu á
gögnum sem varða kröfusafn sem
Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og
ríkissjóði Íslands árið 2011. Telur
bankinn að hann hafi verið svikinn í
viðskiptunum og krefst bóta sem
nema hærri fjárhæð en kaupverðinu
á sínum tíma.
Enn sér ekki fyrir endann á vinnu
matsmannanna en í svari Íslands-
banka við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins kemur fram að gert sé ráð fyrir
verklokum á síðari hluta ársins.
Kostnaður vegna matsins er nú orð-
inn nærri 100 milljónir en allt stefnir
í að hann verði mun hærri.
Milljón á mánuði í 4 ár
Dómkvöddu matsmennirnir tveir
hafa nú kallað eftir frekari gögnum
frá Reiknistofu bankanna sem þeir
vinna nú að því að greina. Til þessa
hafa greiðslur til þeirra hvors um sig
numið um milljón krónum á mánuði í
fjögur ár. Gestur Jónsson, lögmaður
Gamla Byrs, segist aldrei hafa heyrt
af viðlíka kostnaði við matsgerð fyrir
íslenskum dómstólum. »16
Matsgerð
kostar yfir
100 milljónir
Íslandsbanki krefst
milljarða króna bóta
Morgunblaðið/Eggert
Dómsmál Hart er tekist á um virði
krafna sem áður voru í eigu Byrs.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Leifar flutningaskipsins Víkartinds
eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við
Þjórsárósa þar sem skipið strand-
aði fyrir tuttugu árum. Botn skips-
ins, kjölur og skrúfa eru nú komin
upp úr sandinum sem hefur falið
járnið í tuttugu ár.
„Það hefur stundum sést örlítið í
hæstu járnin í gegnum árin en það
hefur sést svona vel í tvo mánuði
eða svo,“ segir Karl Rúnar Ólafs-
son, einn af eigendum Háfsfjöru.
Nokkrir Sunnlendingar fengu
þessi tíðindi úr Háfsfjöru og fóru
þangað í skoðunarferð í fyrradag.
Fannst þeim áhugavert að sjá það
sem eftir er af þessu sögufræga
flaki. Myndir sem þeir tóku sýna að
töluvert járn úr botni skipsins og
kili hefur orðið eftir þegar skipið
var rifið og fjarlægt. Einnig skips-
skrúfan því eitt blað hennar stend-
ur upp úr sjónum á fjöru.
Flutningaskipið Víkartindur
strandaði 5. mars 1997. Skipið var
hlutað niður og fjarlægt ásamt öllu
rusli úr því sem þakti fjöruna. Talið
er að alls hafi um 4.600 tonn af
brotajárni verið flutt úr fjörunni og
yfir 1.000 tonn af annars konar úr-
gangi. »4
Ljósmynd/Kristinn Bergsson
Háfsfjara Breyttur straumur hefur skolað sandinum ofan af kili og botnbit-
um Víkartinds. Eitt blað skrúfunnar stendur upp úr sjónum, ljósbrúnt að lit.
Flak skipsins kemur upp úr sandi
Kjölur og skrúfa Víkartinds nú
sjáanleg í Háfsfjöru við Þjórsárósa
Landsmenn
hafa tekið upp
nýjan heilsu-
samlegan og
umhverfisvænan
sið sem á rætur
sínar að rekja til
Svíþjóðar. Að
plokka snýst um
að tína upp rusl á
förnum vegi á
meðan gengið er
eða skokkað. Einar Bárðarson
stofnaði nýverið Facebook-síðuna
Plokk á Íslandi. „Það er stórkost-
legt að sameina áhuga á útiveru og
umhverfismeðvitund, ánægjan af
því að fara út og hreyfa sig verður
margfalt meiri með því að gera það
með þessum hætti.“ »10
Íslendingar
byrjaðir að fara
út að plokka
Einar
Bárðarson