Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 2
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Íris Róbertsdóttir kemur til fundar óánægðra sjálfstæðismanna í gærkvöldi. Vilja breytingar í samfélaginu  Óánægðir sjálfstæðismenn í Eyjum á lokuðum stjórnmálafundi í gærkvöldi Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru Íris Róbertsdóttir og Elís Jónsson sem hvað oftast hafa verið nefnd í tengslum við mögulegt sérframboð. Morgun- blaðið náði tali af Elís eftir fundinn. „Það var bara verið að ræða breytingar sem fólk myndi vilja sjá í samfélaginu hérna.“ Aðspurður hvort fundurinn hefði snúist um mögulegt framboð við sveitarstjórnarkosning- arnar sagði hann umræður ekki vera komnar á þann stað á þessum tímapunkti. „Hvað sem verður í framtíðinni er svo sem ekki alveg ljóst.“ Hann sagði góðar umræður hafa skapast á fundinum og að líklega yrði haldinn annar fund- ur í framhaldinu. Fundargesti sagði hann hafa verið um fjörutíu og að um þverskurð af sam- félaginu hefði verið að ræða. Þarna hefði verið fólk í allskyns stöðum og með allskyns bak- grunn. Í frétt Eyjafrétta af framboðsmálum í Vest- mannaeyjum í gær er haft eftir Írisi Róberts- dóttur að henni hafi boðist 3. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hafi hún hafnað sætinu eftir sólarhrings umhugs- unarfrest. „Ég kýs að tjá mig ekkert frekar um það núna en mun gera það innan tíðar,“ sagði hún við blaðamann Eyjafrétta. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Fjölskyldan er komin upp á lag með að ferðast og njóta lífsins á fjarlægum slóðum. Þessi vinningur er því kærkominn,“ segir Hilmar Dagbjartur Ólafsson í Reykjavík. Nafn hans var annað tveggja sem dregið var úr pottinum í áskrifendaleik Ávakurs sem nú er að ljúka. Hinn vinningshafinn er Loftur Guðmunds- son og fá hann og Hilmar báðir gjafabréf fyrir tvo sem farmiða til eins af þeim tíu áfangastöðum WOW air sem hafa verið í boði í leiknum. Staðirnir eru Stokkhólmur í Svíþjóð, Tel Aviv í Ísrael, Bercelona á Spáni, Dublin á Írlandi og bandarísku borgirnar Cleveland, Dallas, Cincinnati, San Francisco, St. Lo- uis og Detroit. „Næst er að velja skemmtilegan áfangastað en óneitanlega er Ameríka mjög freistandi. Eftir lang- an og strangan vetur er frábært að komast í frí,“ segir Hilmar sem er verktaki og sinnir meðal ann- ars snjómokstri víða á höfuðborgarsvæðinu. „Ég held tryggð við Morgunblaðið. Krakkarnir mínir byrjuðu ungir að sinna blaðburði og vinna sér inn vasapeninga. Blaðið kom því alltaf inn á heim- ilið og varð ómissandi; enda er efni þess fjölbreytt og spannar flest sem gerist í samfélaginu.“ sbs@mbl.is Ferðavinningur er kærkominn  Tveir á leiðinni utan með WOW- air í áskrifendaleik Árvakurs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðalangur Hilmar Dagbjartur datt í lukkupottinn. Verkið Glitur hafsins eftir listakon- una Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafli Sjávarútvegshússins. Alls bárust 25 tillögur en niðurstaða dómnefndarinnar, sem skipuð var þeim Guðmundi Oddi Magnússyni formanni, Gunnari Lárusi Hjálm- arssyni, Veru Líndal Guðnadóttur, Elínu Hansdóttur og Unndóri Agli Jónssyni, var samhljóða. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að verkið hafi þann eiginleika að vaxa við nánari kynni og dansi á milli raunveruleika og ímyndunarafls. Málað var yfir sjómanninn sem áður prýddi húsið í júlí á síðasta ári. Nokkurrar óánægju gætti vegna þessa og deilt var um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Arftaki sjómanns- ins valinn Arftaki Listaverkið Glitur hafsins eftir Söru Riel mun prýða húsið.  Glitur hafsins eftir Söru Riel sigraði Neslistinn, sem Bæjarmálafélag Sel- tjarnarness hefur boðið fram frá árinu 1990, og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Nýtt Nes. Neslistinn var stofnaður árið 1990 sem sam- einað afl vinstriflokka. Í síðustu kosningum fékk hann einn bæjar- fulltrúa kjörinn, en þá buðu Sam- fylkingin og Framsóknarflokkur fram eigin lista og fékk Samfylk- ingin tvo menn kjörna. Nýtt Nes hefur í vikunni auglýst eftir frambjóðendum og mun upp- stillingarnefnd velja fólk á hinn sam- eiginlega lista sem kynntur verður í apríl. Viðreisn með Neslistanum Fjölmenni var í Egilshöll í Reykjavík í gærkvöldi þegar kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd. „Hér hefur verið gerð stórmynd úr lítilli sögu og leikstjórinn hefur að því leyti í rauninni unnið kraftaverk,“ segir Gunnar Helgason en myndin byggist á sögu hans sem kom út á bók fyrir nokkrum árum. Myndin, sem Bragi Þór Hinriksson leikstýrir, fjallar um drengi í fótboltaliðinu Fálkum sem fara á mót í Vestmannaeyjum og lenda þar í ýmsu óvæntu. Leikararnir, sem eru margir ungir að árum flykktust á frumsýninguna í Egilshöll þar sem söguhöfundurinn smellti af þeim mynd á símann sinn. „Það er alltaf þörf á kvikmyndum sem sýna veruleika og daglegt líf íslenskra barna,“ segir Gunnar Helgason. sbs@mbl.is »40 Víti í Vestmannaeyjum frumsýnt í Egilshöll Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í svari umhverfis- og auðlindaráð- herra, Guðmundar Inga Guðbrands- sonar, við fyrirspurn Birgis Þórar- inssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðast- liðinn kom fram að Umhverfisstofn- un gerir ekki ráð fyrir því að þjón- ustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Þó tel- ur stofnunin að gjaldið muni að mestu standa undir rekstrarkostn- aði. Áætlun hönnuða um kostnað við bygginguna var 27 milljónir króna, en raunkostnaður reyndist 49,5 milljónir. Salernið var sett upp í mars á síðasta ári en var þó ekki tek- ið í notkun fyrr en í september sama ár, m.a. vegna illviðra og stöðvunar framkvæmda á varptíma, að því er fram kom í svari ráðherra. Í andsvari sínu gerði Birgir at- hugasemd við að kostnaður hefði far- ið 100% fram úr áætlun, auk þess sem hann kvaðst hafa upplýsingar um það að heimamenn hefðu gert at- hugasemdir við staðarval. Mörgum fyndist mannvirkið vera lýti í um- hverfinu. Ráðherra svaraði því til að væri það álit heimamanna að staðsetning- in væri umhverfisslys, hvetti hann þá til að taka málið upp við Umhverf- isstofnun og reyna að leita lausna með stofnuninni. thorgerdur@mbl.is Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum  Óánægja með salerni í Dyrhólaey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.