Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 6

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Tilkynnt var í gær að ríflega 2,8 milljörðum króna yrði varið á næstu árum til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöð- um og öðrum ferðamannastöðum hér á landi. Guðmundur Ingi Guð- brandsson, umhverfis- og auðlind- aráðherra, og Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá þessu á blaðamanna- fundi. Annars vegar er um að ræða tæp- lega 2,1 milljarðs króna úthlutun vegna þriggja ára verkefnaáætlunar landsáætlunar um uppbyggingu inn- viða sem gildir fyrir árin 2018-2020 og hins vegar 722 milljóna króna út- hlutun úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða fyrir árið 2018. Blásið til sóknar í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum „Verkefnaáætlunin tekur m.a. til friðlýstra svæða og fjölsóttra staða í eigu íslenska ríkisins, valinna svæða sveitarfélaga auk landvörslu,“ segir í tilkynningu ráðuneytanna. Fjármagn er veitt á 71 stað og eina gönguleið til fjölbreyttra verkefna, með sér- staka áherslu á vernd náttúru, minjavernd, bætt öryggi og bætta aðstöðu fyrir gesti staðanna. Úthlutunin úr Framkvæmdasjóðn- um nær nú í fyrsta sinn til ferða- mannastaða sem eru ekki í eigu rík- isins og er það í samræmi við breytta löggjöf um sjóðinn. Gert er ráð fyrir að Framkvæmdasjóðurinn úthluti alls 2,2 milljörðum á árunum 2018 til 2020, en úthlutað er árlega. Alls hljóta 56 staðir styrk úr sjóðnum að þessu sinni og í tilkynn- ingu segir að sérstök áhersla sé lögð á að fjölga viðkomustöðum ferða- manna til að stuðla að því minnka álag á fjölsótta staði. Lýtur 21 verk- efni að þessu markmiði. Þá segir enn fremur að með úthlutuninni sé „blás- ið til sóknar í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum og öðrum ferða- mannastöðum í náttúru Íslands.“ Tæpir þrír milljarðar fara til innviða ferðamannastaða Morgunblaðið/RAX  Áhersla lögð á vernd náttúru, minjavernd og bætt öryggi Hæstu styrkþegarnir Borgarfjarðarhreppur. 76,8 milljónir til upp- byggingar aðstöðuhúss við Hafnarhólma þar sem boð- ið verður upp á þjónustu við ferðamenn. Þingeyjarsveit. 74 millj- ónir til að bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna við Goðafoss. Grundarfjarðarbær. 61,96 milljónir til að gera nýtt bílastæði, gönguleiðir og áningarstað við Kirkju- fellsfoss. Húnavatnshreppur. 57 milljónir til að bæta öryggi við Þrístapa, auka aðgengi og útbúa bílastæði, göngu- stíg og upplýsingaskilti. Dalvíkurbyggð. 45,39 milljónir til áframhaldandi uppbyggingar í friðlandi Svarfdæla og gerð áningarstaðar við Hrísatjörn. Blönduós- bær. 32 milljónir til að gera gömlu Blöndu- brúna að göngubrú út í Hrútey. Grýtubakka- hreppur. 27 milljónir í gerð áningarstaðar á Grenivík. Norðurþing. 22,5 milljónir til að byggja göngubrú á Raufarhöfn. Félagsheim- ilið Herðu- breið. 22,4 millj- ónir í almenn- ings- salerni, bætt aðgengi og bílastæði. Óbyggðasetr- ið. 21,8 millj- ónir til að setja upp stjörnu- skoðunarhús og heita laug. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkja- hers á öryggissvæðinu á Keflavík- urflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Um er að ræða tvö verkefni, annars vegar hönnun og verkfram- kvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hins vegar hönnun og bygg- ing sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar. NATO fjármagnar verk- efnin að fullu, en áætlaður kostn- aður við þau er liðlega 1,7 millj- arðar króna, eða um 17 milljónir Bandaríkjadala. Ríkiskaup fyrir hönd utanríkis- ráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands vöktu athygli á birtingu út- boðsgagnanna á útboðsvef sínum í vikunni. Bandaríkjaher borgar allt Þar kemur fram að bandarísk yfirvöld fjármagna og bjóða út þessa hönnun/framkvæmd og munu eingöngu semja við íslensk og/eða bandarísk fyrirtæki um verkefnið. Þar sem framkvæmd þessi sé alfarið fjármögnuð af bandarískum yfirvöldum lúti hún ekki íslenskum lögum og reglum um opinber innkaup. Gert sé ráð fyrir að verkefnin tvö verði unnin samhliða. Fyrirtæki sem taki þátt í verkefninu þurfi m.a. að uppfylla öryggis- og trúnaðarkröfur. Aðeins fyrirtæki sem hafi skráð sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda á https://www.sam.gov/portal/ SAM/#1#1 geti tekið þátt í út- boðsferlinu. Breytingarnar á flugskýli 831 munu felast í endurnýjun á hurð flugskýlisins og rafkerfi sem flug- vélar tengjast við. Kostnaðaráætl- un nemur 12,8 milljónum Banda- ríkjadölum, eða sem nemur 1,27 milljörðum króna. Flugvélaþvottastöðin sem hanna á og reisa verður sjálfvirk þvotta- stöð og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar hljóðar upp á 4,33 milljónir dollara eða um 430 milljónir króna. Fara eftir íslenskum reglum Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hlutverk Ríkiskaupa hefði einvörðungu ver- ið að koma ofangreindum upplýs- ingum á framfæri á íslenskum markaði. „Bandarískum stjórn- völdum, sem fjármagna þessar framkvæmdir, hefði í raun verið heimilt að annast sjálf þessar framkvæmdir, eða að láta banda- ríska verktaka annast framkvæmd- irnar. En þeim var mikið í mun að framkvæmdin færi í einu og öllu að íslenskum byggingarreglugerðum og að íslenskir verktekar hefðu tækifæri til þess að bjóða í verkið. Þess vegna leituðu þeir aðstoðar okkar og óskuðu eftir því að við hjá Ríkiskaupum sæjum um þessi formsatriði,“ sagði Halldór. Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða  Bandaríkjaher býður út verk á Keflavíkurflugvelli  Flugskýli breytt og sjálfvirk þvottastöð fyrir flugvélar verður reist  Einungis íslenskir og bandarískir verktakar geta boðið í verkin Ljósmynd/vf.is/Hilmar Bragi Flugskýli 831 Stefnt er að því að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlinu muni geta hafist í haust. Framkvæmdir » Ný hurð og rafkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers verða sett upp í flugskýlinu. » Reist verður sjálfvirk flug- vélaþvottastöð sem mun ann- ast þvott herflugvéla. » Gert er ráð fyrir að verkefnin tvö við flugskýlið og sjálfvirku þvottastöðina verði unnin samhliða og munu þau kosta um 1,7 milljarða króna. Níutíu prósentum þeirrar raforku sem notuð er af gagnaverum á Ís- landi er ráðstafað í vinnslu raf- mynta, samkvæmt nýrri skýrslu KPMG um íslenska gagnaversiðnað- inn. „Hátt hlutfall af raforku sem notuð er til vinnslu rafmynta er gríðar- mikil áhætta fyrir gagnaversiðnað- inn á Íslandi vegna þess að hann er þar af leiðandi berskjaldaður gagn- vart markaðsþróun rafmynta samanborið við gagnaversiðnað ann- arra landa,“ segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að Ísland sé að tapa samkeppnisforskoti í gagna- versiðnaði. Engu að síður segir að ís- lensk fyrirtæki í iðnaðinum búist við allt að 300% vexti í greininni á árinu. Í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins vegna skýrslunnar segir að gagnaversiðnaður hafi vaxið tals- vert á heimsvísu á undanförnum ár- um. Gögn séu helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar sem snýst að miklu leyti um söfnun gagna og úr- vinnslu. „Það verður því vaxandi þörf fyrir gagnaver og stjórnvöld í hinum ýmsu ríkjum hafa keppst um að laða til sín slíka starfsemi með mark- vissri stefnumótun og ýmsum að- gerðum henni tengdum. Hér á landi skortir stjórnvöld framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í samkeppni ríkja og missa af tækifærum á þessu sviði.“ Samtök iðnaðarins leggja jafnframt til að stjórnvöld myndi sér stefnu og að ráðist verði í margvíslegar að- gerðir til að efla umhverfi gagna- versiðnaðarins sem skapi mikil verð- mæti, auki fjölbreytni í útflutningi og styðji þannig við uppbyggingual- þjóðageirans. thorgerdur@mbl.is Mikil áhætta í gagnaversiðnaði  Óvarinn fyrir markaðsþróun rafmynta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.