Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Í fyrradag kvöddu tveir þingmennsér hljóðs og ræddu sjávarútvegs- mál. Annar fastur í eigin kreddum og fordómum, hinn í ágætum tengslum við raunveruleikann.    Oddný G. Harð-ardóttir, þing- maður Samfylking- arinnar, hefur eins og flokksfélagar hennar gjarnan horn í síðu sjávarútvegs- ins. Hún sér ofsjónum yfir því að hér hafi tekist að halda uppi skynsamlegu stjórn- kerfi fiskveiða, sem meðal annars hefur leitt af sér vaxandi fiskistofna, og vill nýta þá staðreynd til að varpa kerfinu fyrir róða.    Hún vill bjóða upp þá aukningu ífiskveiðiheimildum sem mögu- leg er og kallar það að „jafna stöðu þeirra sem þegar eru í útgerð og þeirra sem hafa hug á að hefja út- gerð“.    Oddný lætur það ekki trufla sig aðútgerðum hefur aldrei verið bætt þegar kvótinn hefur verið skert- ur eða að á síðustu árum hefur kreppt að í sjávarútvegi.    Sem betur fer komast önnur sjón-armið að á þingi. Haraldur Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, benti á gríðarlega hækkun veiðigjalda þrátt fyrir versnandi rekstrarumhverfi og að fjárhæð veiðigjaldanna væri ekki í neinu sam- ræmi við veruleikann í dag.    Það er með ólíkindum að við versn-andi ytri skilyrði og ofurskatta skuli þingmanni Samfylkingarinnar þykja boðlegt að mæla með að út- gerðin verði að auki svipt aflaheim- ildum. Oddný G. Harðardóttir Ólíkt hafast þingmenn að STAKSTEINAR Haraldur Benediktsson Veður víða um heim 22.3., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Bolungarvík 2 slydda Akureyri 7 léttskýjað Nuuk -9 snjókoma Þórshöfn 7 súld Ósló -1 þoka Kaupmannahöfn 2 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 0 skúrir Lúxemborg 2 skúrir Brussel 6 súld Dublin 7 rigning Glasgow 8 alskýjað London 9 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg 5 súld Berlín 3 súld Vín 5 heiðskírt Moskva -1 skýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 9 léttskýjað Aþena 18 skýjað Winnipeg 0 snjókoma Montreal 1 skýjað New York 4 heiðskírt Chicago 4 heiðskírt Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:18 19:52 ÍSAFJÖRÐUR 7:21 19:58 SIGLUFJÖRÐUR 7:04 19:41 DJÚPIVOGUR 6:47 19:22 Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, segist ekki vita til þess að fólki hafi verið vísað frá námi vegna 25 ára regl- unnar, sem setur þá sem eru eldri en 25 ára aftar í röðina við innritun í framhaldsskóla. Hún segir regluna hins vegar hafa verið fælandi fyrir marga og vill því afnema hana. „Meg- intilgangur minn með þessu er að ein- falda aðgengi að framhaldsskólastig- inu og þetta er liður í því. Við heyrum og vitum að fólk sem er eldra en 25 ára hefur veigrað sér við að fara á framhaldsskólastigið vegna þess að það hefur hreinlega haldið að þetta stæði því síður til boða en öðrum,“ segir Lilja. Hún segir að með þessu sé verið að senda skýr skilaboð um að nám sé op- ið fyrir þá sem vilja skrá sig. „Þetta hefur áhrif á væntingar fólks og hefur virkað sem ákveðin hindrun, ef það er svo, þá gerum við þessa reglugerðarbreytingu og ég held að þetta muni koma vel út.“ mhj@mbl.is Engum vísað frá námi vegna aldurs  25 ára reglan hins vegar talin fælandi Lilja Alfreðsdóttir Reykjavíkurborg kynnti aðgerða- áætlun í leikskólamálum í borgarráði í gær, þar sem kom í ljós að til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf að fjölga leikskóla- plássum um 750 til 800. Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýj- um ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Stendur einnig til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnu- umhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks. Tillögur um uppbyggingu leikskól- anna byggjast á vinnu starfshóps um verkefnið að brúa bilið milli fæðing- arorlofs og leikskóla, sem borgar- stjóri skipaði á vordögum 2016. Opna deildir eftir eftirspurn Lagt er til að opnaðar verði nýjar leikskóladeildir við leikskóla í þeim hverfum þar sem eftirspurn eftir leikskólaplássum er mest. Gert er ráð fyrir að þær leikskóladeildir verði m.a. í Seljahverfi, Háaleiti, Fossvogi, Laugardal og Grafarholti. Þær aðgerðir munu fjölga leik- skólaplássum um 110-126 á næstu sjö mánuðum. Þá var einnig samþykkt í borgarráði tillaga um að auglýst yrðu 60 sumarstörf á leikskólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og uppeldisfræðum. mhj@mbl.is Leikskólaplássum fjölgað í borginni  Þörf á 750 til 800 leikskólaplássum á næstu árum  Fjölga sumarstörfum Morgunblaðið/Eggert Borgarstjóri Aðgerðaáætlun kynnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.