Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSANMICRA NISSANMICRA VERÐ FRÁ: 2.190.000 KR. HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ: DÍSIL 3,2 L/100 KM.* BENSÍN 4,4 L/100 KM.* AKGREINAVIÐVÖRUN OG LEIÐRÉTTING E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 2 6 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. B íll á m yn d N is sa n M ic ra Te kn a. Ve rð 2 .6 9 0 .0 0 0 kr . Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Að plokka er það nýjasta í hreyfingu, útivist og umhverfisvitund en það snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það mætti segja að hálfgert plokk og skokk æði sé við það að grípa land- ann en Einar Bárðarson vonar að það verði varanlegur lífsstíll sem flestra. Einar er samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar og setti nýverið á laggirnar Facebook-síðuna Plokk á Íslandi þar sem hægt er að deila reynslusögum, spyrja út í plokkið og krunka sig saman í plokkhópa. „Við lítum á Plokk á Íslandi sem sameig- inlegan vettvang þar sem allir geta deilt og hvatt til hreyfingar og hreinsunar,“ segir Einar og bendir líka á síðurnar Plogging Iceland og Plokk í Breiðholti. Margfalt meiri ánægja „Plast er orðið ófreskja í umhverfi okkar. Ég hef alltaf haft aðdáun á framtaki Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hefur það fyrir sið að ganga um Elliðaárdalinn og safna rusli sem hann setur myndir af á Facebook-síðuna Rusl í Reykjavík. Í fréttum í fyrrasumar var fjallað um mann sem var að hlaupa úti og tína upp rusl í vegköntum og svo sá ég vídeó um plogg í Svíþjóð og hugsaði þá með mér að starta þessu hér á landi og sjá hvernig fer," segir Einar um tilurð Plokk á Íslandi. Sjálfur röltir hann reglulega um Hafnarfjörð og tínir upp rusl. Inni á síðunni má líka sjá myndir af konum í Hafnarfirði sem kalla sig Tölt með tilgang, þær eru í fæðingarorlofi og ganga um með barnavagnana og tína upp rusl. „Það er stórkostlegt að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvit- und, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri með því að gera það með þessum hætti. Margt smátt gerir eitt stórt og þetta vekur vonandi fólk líka til vitundar um að henda ekki rusli út í náttúrunni. En ég held að hluti af ruslinu sé líka til kominn vegna þess að það er ekki búið nógu vel um ruslatunnurnar sem opnast í miklu roki og það fýkur úr þeim. Þá plokka fuglar rusl upp úr grænu ruslatunn- unum sem eru á almannafæri í flest- um sveitarfélögum svo það fer út um allt.“ Plokk komið víða Svíar byrjuðu á plokkinu fyrir al- vöru 2016 og hafa nú myndast plokk- hópar um alla Evrópu. Samkvæmt grein í The Washington Post frá því í lok febrúar er plokk líka að koma til Bandaríkjanna. Í Svíþjóð er þessi at- höfn kölluð plogging og er það sam- sett úr orðunum jogging (skokka) og plocka upp (taka upp). Á íslensku er þetta kallað plokka sem merkir að tína upp. „Ég fór inn á síðu þar sem áhugamenn um íslenskt mál ræða sín á milli og bað um aðstoð við að finna besta nafnið á þetta. Það komu allskonar útfærslur en að plokka er íslensk sögn sem passar vel við skokk svo það lá beinast við,“ segir Einar. Plokk er hreyfing og hreinsun  Plokkarar sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund með því að tína rusl á göngu eða hlaupum  Einar Bárðarson stofnaði hópinn Plokk á Íslandi Ljósmynd/Árdís Ármannsdóttir Mömmur í rusli Um leið og sólin fór að láta sjá sig fór þessi mömmuhópur í Hafnarfirði að tölta með tilgang og hreinsa rusl. „Ruslið varð ansi áberandi um leið og snjórinn hvarf og leiðinlegt að horfa upp á það á gönguferð um fallega fjörðinn okkar. Þá þýðir ekkert annað en að láta hendur standa fram úr ermum enda á hreinsun að vera sameiginlegt verkefni okkar allra,“ segir Árdís Ármannsdóttir ein í hópnum sem í eru 15 mömmur í fæðingarorlofi. „Þetta hefur eiginlega orðið til þess að við förum varla út fyrir hússins dyr án þess að taka poka með okkur.“ Facebook- hópurinn Plokk í Breiðholti var stofnaður fyrir fimm dögum og eru meðlimir nú þegar orðnir hátt í tvö hundr- uð. Þau eru búin að tína upp rusl einu sinni og ætla aftur næsta sunnudag. Margrét T. Friðriksdóttir, sem stofnaði hópinn, segir plokk sameina útiveru, umhverfisvernd og hreyfingu. „Markmiðið er ekki að vera með heilu sekkina utan á sér eða að þurfa að leggja lykkju á leið sína fyrir ruslið. Besti ár- angurinn næst með því að fara yfir stór svæði og tína upp það sem stingur í augu, ekki vera að tína upp hvern sígarettustubb þó sumir geri það líka.“ Margrét segir það mjög gott fyrir sálina að gera gagn og að sjá hvernig umhverfið verður fal- legra. „Um leið og fólk sér árang- ur fær það kannski meiri áhuga á umhverfisvernd og áttar sig á því að það hefur mikið að segja um hvernig umhverfið lítur út. Um- hverfið líður fyrir hirðuleysi, hvort heldur sem það er borgar- innar eða okkar.“ Mjög gott fyrir sálina PLOKK Í BREIÐHOLTI Margrét T. Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.