Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 11

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Nýju togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE lögðu frá bryggju í borg- inni Shidaho í Rongcheng-héraði í Kína í gærmorgun að íslenskum tíma en þá var klukkan 16 að stað- artíma. Framundan var um 50 daga og 11.300 mílna sigling heim til Ís- lands. Vonast er til að skipin verði komin til heimahafna ekki síðar en um miðjan maí. Að sögn Magnúsar Ríkarðssonar, skipstjóra á Breka, var mikil umferð á siglingaleiðinni fyrst í stað og mik- ill fjöldi fiskibáta. „Við fórum rólega af stað, en eftir að við komumst út úr kraðakinu, eftir um klukkutíma, höf- um við siglt á um 11,5 mílum,“ sagði Magnús um hádegi í gær. „Það er blíðuveður hérna, logn og sléttur sjór, og ekkert óvænt komið upp á.“ Magnús sagði að í gær hefði verið rúmlega sex gráðu hiti, en eftir um tvo sólarhringa yrði hitinn eflaust orðinn mun hærri. Vatnið í tönkum skipanna er ónothæft til neyslu og voru teknir 2.500 lítrar af vatni á flöskum og brúsum til að nota í fyrsta leggnum, sem áætlað er að taki 17 daga. Í fyrsta áfanga verður siglt suður fyrir Singapore og olía og vistir síðan teknar í Colombo á Sri Lanka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör á Hnífsdal eiga skipin og var samið um smíði þeirra í byrjun júní 2014. Þá var miðað við að þau gætu komið til landsins á miðju ári 2016. aij@mbl.is Systurskip Páll Pálsson ÍS og Breki VE hafa verið samferða frá því að smíði þeirra hófst í Shidaho í Kína. Lagt af stað í 50 daga heimsiglingu  Sigldu á 11,5 mílum suður Gula hafið „eftir að við komumst út úr kraðakinu“ Ljósmynd/Finnur Kristinsson Á heimleið Magnús Ríkarðsson á Breka dregur kínverska fánann niður. Skipulagsnefnd Rangárþings eystra hefur tekið jákvætt í fyrirspurn Ferðafélags Íslands um lagningu raf- strengs milli Húsadals og Langadals í Þórsmörk. Að mati skipulagsnefndar- innar er um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða. Í fundargerð segir að mikilvægt sé að gott samráð verði haft við alla hagsmunaaðila á svæðinu, þ. á m. Rarik, forsætisráðu- neyti og Skógræktina á undirbún- ingstíma framkvæmdarinnar. Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélagsins, segir að um sé að ræða 1,8 kílómetra rafstreng sem lagður yrði í jörð. Þegar sé búið að finna góða leið, sem sé eftir að ræða við viðkomandi, en áhersla verði lögð á að ummerki um framkvæmdirnar verði ekki sýnileg eftir eitt ár eða svo. Jákvætt sé að erindinu hafi verið vel tekið og segist Páll vonast til að verk- efnið geti gengið vel og hratt fyrir sig. Ferðafélagið hefur verið með starf- semi í Langadal í 60 ár og fyrir um tíu árum keypti félagið skála í Húsadal af Kynnisferðum. Páll segir að rafvæð- ing skálanna sé bæði umhverfisvæn og hagkvæm og gjörbreyti aðstöð- unni. Áður hafi verið notast við ljósa- vélar, kamínur og gas, en með því að fá rafmagn í skálana þurfi ekki lengur að flytja olíu með olíubílum í skálana. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórsmörk Skagsfjörðsskáli og önnur mannvirki í Langadal á sumardegi. Vilja leggja raf- streng í Langadal  Bæði umhverfisvænt og hagkvæmt Sigríður er lektor við Landbúnaðar- háskóla Íslands Ranghermt var á síðu 14 í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 21. mars að Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræðum, starfaði við Land- búnaðarháskólann á Hólum. Það rétta er að Sigríður starfar við Landbúnaðarháskóla Íslands og er með starfsstöð í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Nýjar vörur TOPPUR 9.990,- ST: 36-44 Full búð af nýjum vorvörum Kringlunni 4c – Sími 568 4900 JAKKI 9.99O,- ST: S-XXL Fleiri litir til KJÓLL 22.990,- ST: 38-44 Fasteignir Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.