Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfshópur á vegum sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu og
Vegagerðarinnar hefur samið til-
lögur að samræmdum leiðbeining-
um um hönnun hjólreiðastíga.
Einnig er unnið að samræmingu
vetrarþjónustu hjólastíga og að-
gerðum til að koma betri reglu á
hjólaumferðina.
Stofnun starfshópsins var liður í
samkomulagi sem Samtök sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
(SSH) og Vegagerðin gerðu á
árinu 2015 þegar vinnu við svæð-
isskipulag höfuðborgarsvæðisins
var að ljúka. Páll Guðjónsson,
framkvæmdastjóri SSH, segir að
þörf sé á samræmingu með vax-
andi umferð reiðhjóla og bætir við
að eftir því sem forsendur þessa
ferðamáta verði betri aukist lík-
urnar á að notkunin aukist. Í
skýrslu starfshópsins kemur fram
að spáð er mikilli aukningu í notk-
un rafmagnsreiðhjóla á næstu ár-
um.
Samræmi á öllu svæðinu
Starfshópurinn lét semja sam-
ræmdar leiðbeiningar um hönnun
fyrir hjólreiðar og leggur til að
þær verði gefnar út á þessu ári og
í byrjun þess næsta. Páll segir að
við vinnu hópsins hafi komið fram
að hjólastígakerfi svæðisins þarfn-
ist endurbóta og jafnvel nýrra
stíga. Einnig sé hugað að því hvar
séu forsendur til að skilja að hjól-
andi fólk og gangandi.
Þjónusta á göngu- og hjólastíg-
um sem skilgreindir eru sem
stofnleiðir hjólaleiða milli sveitar-
félaganna er mismunandi eftir
sveitarfélögunum. Sá sem hjólar á
milli sveitarfélaganna veit því ekki
hvort og þá hvenær stígurinn er
mokaður eða hálkuvarinn að vetri
eða sópaður að sumri.
Starfshópurinn telur mikilvægt
að samræma þjónustuna til að
koma til móts við þarfir hjólafólks
sem kýs að nota hjólið sem sam-
göngutæki yfir vetrartímann. Til
að ná þessu markmiði er til skoð-
unar að fara í sameiginlegt útboð á
snjómokstri og hálkuvörnum stíg-
anna. Því til undirbúnings er talin
þörf á að fara í ítarlega úttekt á
stígunum og þarfagreiningu þar
sem notkun stíganna er kortlögð,
sérstaklega að vetrarlagi.
Reykjavíkurborg er með reið-
hjólateljara á Suðurlandsbraut.
Sveitarfélögin hafa ákveðið að
vinna saman að því að setja upp
hjólateljara á öllu höfuðborgar-
svæðinu fyrir sumarið. Settir
verða upp að minnsta kosti 20 telj-
arar. Þeir telja bæði hjólandi veg-
farendur og gangandi og mæla
hraðann.
Bæta þarf hjólamenninguna
Páll Guðjónsson segir mikilvægt
að bæta hjólreiðamenninguna sem
hann segir að hafi verið að þróast
til verri vegar. Hjólareiðahópurinn
kom fram með nokkrar ábending-
ar varðandi það, meðal annars um
að breyta þurfi umferðarlögum og
vegalögum og farið verði í sér-
staka skoðun á umferðarmerkjum
á stígum. Þegar drög að tillög-
unum voru kynnt í stjórn SSH
voru gerðar athugasemdir við að
ekki væri nógu skýrt kveðið á um
hvernig draga ætti úr óæskilegum
hraða hjólreiðamanna á stígum og
fá þá til að virða forgang gangandi
fólks. Í framhaldi voru ráðgjafar
fengnir til að taka saman hvernig
staðið er að málum á hinum lönd-
unum á Norðurlöndum. Þar eru
yfirborðsmerkingar og skilti mest
notuð.
Skýrslan er nú til skoðunar hjá
sveitarfélögunum. Páll á frekar
von á því að starfshópur verði
skipaður til að fylgja málinu eftir
þegar sátt hefur náðst um það
hvað skuli gera.
Hjólastígar og þjónusta samræmd
Tillögur um sameiginlegt útboð á snjómokstri og hálkuvörnum á hjólastígum höfuðborgarsvæðis
Settir verða upp hjólateljarar með hraðamælingum Hugað að aðgerðum til að draga úr hraða
Morgunblaðið/Hari
Hjólandi Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri SSH, segir að eftir því sem forsendur þessa ferðamáta verði betri
aukist líkur á að notkun verði meiri. Mikilli aukningu er spáð í notkun rafmagnsreiðhjóla á næstu árum.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Í frumvarpinu er alltof lítið gert til að tryggja
öryggi hjólreiðafólks, sem hefur fjölgað mjög
mikið frá gildistöku núgildandi umferðarlaga,“
segir Birgir Fannar Birgisson í athugasemdum
á samráðsgátt stjórnvalda við frumvarpsdrög
að nýjum umferðarlögum, sem samgöngu-
ráðuneytið kynnti til umsagnar. Er gagnrýni
hjólreiðamanna áberandi meðal þeirra 47 um-
sagna sem bárust en þeir telja hvergi nærri
nógu langt gengið í að tryggja aðstöðu og ör-
yggi hjólreiðafólks.
Erlendur Smári Þorsteinsson segir að sér
sem reyndum hjólreiðamanni „fallist hendur við
að lesa breytingarnar um hjólreiðar“. Hann
segir breytingar ekkert gera til að auka öryggi
hjólreiðafólks en í staðinn séu gerðar ,,skrýtnar
breytingar til að fást við meinta og óútskýrða
hættu sem gangandi fólki virðist eiga að stafa af
hjólreiðafólki en þær „hættur“ standast enga
eðlisfræðirýni, á meðan ekkert er gert til að
fylgja eftir ábyrgð bílstjóra gagnvart hjólreiða-
fólki.“
Mælir hann með að teknar verði upp breskar
reglur um að hjóla í tvöfaldri röð nema að sér-
staklega þurfi að hjóla í einfaldri röð. Hér sé
þessu snúið á haus með reglu um að hjólreiða-
menn hjóli í einfaldri röð en megi í undantekn-
ingartilvikum hjóla samhliða þar sem nægilegt
rými er og það er unnt án hættu eða óþæginda.
„[…]öryggi í umferðinni snýst ekki um að það
verði að vernda þessi viðkvæmu blóm, sem bíl-
stjórar greinilega eru, fyrir óþægindum og pirr-
ingi. Hjólreiðamenn hjóla ekki hlið við hlið til að
pirra aðra vegfarendur, þeir gera það til að
auka sitt eigið öryggi.“
Mikil umfjöllun er um innleiðingu í drögunum
á svonefndri ,,danskri beygju“ á ljósastýrðum
gatnamótum og sýnist sitt hverjum. Verði sú
regla sem á fyrirmynd í Danmörku lögfest
þurfa hjólreiðamenn sem koma að ljósastýrðum
gatnamótum og ætla að beygja til vinstri að fara
beint áfram yfir gatnamótin og bíða þar eftir
grænu ljósi áður en þeir beygja og halda áfram.
Landssamtök hjólreiðamanna benda á að hing-
að til hafi hjólandi haft frelsi til að beygja til
vinstri með annarri umferð, óþarfi sé að skerða
það frelsi með reglum sem við sum gatnamót sé
bókstaflega ekki hægt að fylgja eða setji hjól-
reiðamanninn í hættulegri aðstæður en ella.
Tvískipt vinstri beygja hættuleg
„Að mati reyndra hjólreiðamanna er mun
hættulegra að taka tvískipta vinstri beygju á
ljósastýrðum gatnamótum heldur en venjulega
vinstri beygju. Nánast enginn tekur tvískipta
vinstri beygju á akbraut á Íslandi. Einfaldlega
vegna þess að vanir hjólreiðamenn álíta hana
réttilega hættulega og þeir sem eru hræddir í
umferð eru uppi á gangstétt eða stíg og taka í
raun tvískipta vinstri beygju þar. Auk þess
vantar mannvirkin hér á landi sem eru í Dan-
mörku og gera dönskum hjólreiðamönnum
kleift að taka þessa gerð vinstri beygju,“ segir í
athugasemdum samtakanna.
Jón Arnar Briem segir að svo virðist sem höf-
undar frumvarpsdraganna hafi ekki mikla
reynslu af hjólreiðum hér á landi og í mörgum
tilfellum sé beinlínis verið að skylda hjólreiða-
fólk til að haga sér með hætti sem dregur úr ör-
yggi þess.
Mikið er fjallað um öryggi og hættur þegar
um framúrakstur er að ræða og telja Lands-
samtök hjólreiðamanna nauðsynlegt að skil-
greina lágmarksfjarlægð við a.m.k. 1,5 metra
þegar tekið er fram úr hjólandi vegfaranda.
Jafnvel mætti skilgreina meiri fjarlægð úti á
þjóðvegum.
Of lítið hugað að öryggi hjólreiðafólks
Margar umsagnir um frumvarp að umferðarlögum „Hjólreiðamenn hjóla ekki hlið við hlið til að
pirra aðra vegfarendur“ Lágmarksfjarlægð við framúrakstur verði að lágmarki 1,5 metrar
Þvottadagar WW70vottavélKG. 1400 SN.
co Bubble
olalaus mótor.
erð nú 59.900,-
V70M
urrkari A++
KG. barkarlaus
urrkari.
armadæla í stað
ments.
erð nú 76.900,-
TM
59.90
0,-
Væntanleg
ur
URRKARI
6DBM720G
ekur 7 kg af þvotti.
ður: 99.900,-
Nú: ,-
16097949
15%
ÞVottAVél
L6FBE720I
Tekur 7 kg af þvotti.
1200 snúningar.
Öll hugsanleg þvottakerfi.
Íslensk notendahandbók.
Verð áður: 89.900,-
914913404
15%
Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt land - Ormsson.is