Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Reykjavíkurtjörn Baráttan um brauðið er háð daglega við Tjörnina. Grágæs var heppin í gær þegar hún náði vænum brauðbita og tók strax til fótanna til að forða fengnum frá hinum gæsunum. Eggert Þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á 43. landsfundi flokksins laugardaginn 17. mars spurði Gunnar Einars- son, bæjarstjóri í Garðabæ, utanríkis- ráðherra hvort „útspil Breta“ gagnvart Rúss- um breytti einhverju um þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í HM í Rúss- landi. Guðlaugur Þór Þórðarson gerði réttilega athugasemd við orðalagið „útspil Breta“ – breska ríkisstjórnin hefði ekki átt neitt „útspil“ heldur tækju ákvarðanir hennar mið af fá- heyrðu athæfi Rússa, beitingu gjör- eyðingarvopns í bæ á Suður- Englandi. Við því yrði að bregðast þótt það breytti engu um þátttöku íslenska landsliðsins í HM. Síðan þessi orðaskipti urðu hafa samskipti Breta og Rússa enn versnað. Framganga rússneskra stjórnvalda gagnvart Rússum bú- settum í Bretlandi vekur mikinn ótta meðal margra þeirra. Þeir vita sem er að skilin milli löglegra rússneskra stjórnvalda og handlangara þeirra utan laga og réttar eru horfin. Það sé í raun til marks um nýja tegund ógnarstjórnar að deilt sé um hvort Vladimír Pútín forseti hafi tekið ákvörðun um beitingu taugaeiturs- ins gegn feðginunum í Salisbury eða menn úr nánasta hringnum um- hverfis hann hafi gert það án sam- ráðs við hann. Mikhail Khodorkovskíj var á sín- um tíma auðugasti maður Rússlands en Pútín lét handtaka hann fyrir skattsvik ár- ið 2003 og sat hann 10 ár í fangelsi áður en hann var óvænt náð- aður og slapp til Vest- urlanda. Vegna for- setakosninganna í Rússlandi sunnudaginn 18. mars ræddi Kho- dorkovskíj við vest- ræna fjölmiðla og lagði áherslu á að ef til vill væri Pútín ekki lengur sjálfs sín herra. Hann yrði að fara að óskum fámenns hóps sem starfaði innan og utan laga landsins og vildi ekki annan í hans stað af ótta við að missa spón úr aski spillingarinnar. Andstaða við ACER Í ályktun atvinnuveganefndar 43. landsfundar sjálfstæðismanna segir: „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frek- ara framsali á yfirráðum yfir ís- lenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Þessi setning vakti mikla athygli í Noregi. Strax sama kvöldið og landsfundinum lauk birtist frétt um hana á norsku vef- síðunni ABC Nyheter undir fyr- irsögninni: Islandsk bombe under EUs energibyrå ACER – Íslensk sprengja undir orkustofu ESB, ACER. Orkustofnun Íslands er aðili að The Council of European Energy Regulators (CEER) – Ráði evr- ópskra eftirlitsaðila á orkumarkaði sem var stofnað árið 2000 til að stuðla að samstarfi sjálfstæðra eft- irlitsaðila á þessu sviði. CEER starf- ar með ACER, sem kom til sög- unnar árið 2011 og hefur aðsetur í Ljubljana í Slóveníu. ACER er hluti af stofnanakerfi ESB með yfirþjóð- legt vald en CEER er sjálfstæð sam- tök ríkja skráð í Belgíu. Markmið CEER og ACER eru svipuð, ACER framfylgir því sem lögbundið er en CEER sinnir öllu öðru sem varðar eftirlit á orkumarkaði. Aðild að ESB-stofnuninni ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators, Samstarfs- stofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði) var tekin upp í EES-samninginn 5. maí 2017. Alþingi hefur ekki enn fjallað um aðild Íslands að ACER en hart hefur verið barist um málið í Noregi. Innan ESB kalla menn stefnu sambandsins og framkvæmd hennar í orkumálum „orkusamband Evrópu“ og innan þess ramma gegn- ir ACER vaxandi hlutverki. Að stefnan sé kennd við „orkusamband“ sýnir hvert er stefnt: ESB vill ná tökum á orkuauðlindinni. Það var misráðið undir lok 20. ald- arinnar að láta undir höfuð leggjast af Íslands hálfu að gera fyrirvara um aðild að því sem nú er kallað „orku- samband Evrópu“, fyrirvara sem tæki mið af þeirri staðreynd að Ís- land á vegna legu sinnar ekki aðild að sameiginlegu orkudreifingarkerfi ESB-landanna og Noregs. Hags- munir Norðmanna eru allt aðrir en Íslendinga í þessu efni vegna margra tenginga norsks raforku- markaðar við ESB-svæðið. Verði Ísland aðili að ACER tekur þessi ESB-stofnun að líkindum við eftirlitshlutverki Orkustofnunar t. d. með Landsneti og fær þar með loka- orð um ákvörðun flutningsgjalds raforku til almennings og stóriðju á Íslandi. Að andstæðingar yfirþjóðlegs valds í orkumálum skuli hafa flutt mál sitt með þeim árangri sem við blasir á landsfundi sjálfstæðismanna verður vonandi til þess að þingmenn flokksins stigi ekkert skref í þessu máli sem sviptir Íslendinga fullveld- isréttinum yfir orkuauðlindunum. Varðstaðan um fullveldisréttinn Varðstaða landsfundarfulltrúa um fullveldisréttinn birtist ekki aðeins í því sem að ofan segir. Fundurinn áréttaði að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Þar var einn- ig ályktað á þennan veg: „Sjálfstæð- isflokkurinn gerir verulegar at- hugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samn- ingsins.“ Í orðunum felst andstaða við að lúta yfirþjóðlegu valdi innan EES-samstarfsins, til dæmis með aðild að ACER. Í ályktuninni segir einnig: „Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera úttekt á reynslu Íslands af honum.“ Úttekt af þessu tagi var gerð á árunum 2004 til 2007 og fyrir réttum 11 árum birtist ítar- leg skýrsla um málið þar sem allir þáverandi þingflokkar töldu að EES-samstarfið hefði staðist tímans tönn og mæltu með framhaldi þess. Eigi að hefja svipað úttektarstarf núna er skynsamlegt að hafa hlið- sjón af því sem leiðir af útgöngu Breta úr ESB (Brexit) því að hún kann að geta af sér nýtt samstarfs- líkan ESB við þriðju ríki. Í byrjun vikunnar tilkynntu að- alsamningamenn Breta og ESB, David Davis og Michel Barnier, að þeir hefðu náð samkomulagi um tveggja ára umþóttunarsamning, það er um stöðuna í samskiptum Breta og ESB þar til varanlegur samningur hefði verið gerður. Til að ná þessum tímabundna samningi urðu Bretar að slá af ýmsum kröfum sínum, til dæmis um ráð yfir fisk- veiðilögsögu sinni sem þeir fá ekki fyrr en 2021. Veldur það Skotum miklum vonbrigðum. Þá ýta samn- ingamennirnir enn deilunni um landamæri Írska lýðveldisins og Norður-Írlands á undan sér. Bretar fá að vísu heimild til að nýta umþóttunartímann til að gera viðskiptasamninga við önnur ríkin án afskipta Brusselmanna. Þessa heimild Breta verða íslensk stjórn- völd að nýta sér og leggja grunn að framtíðarsamstarfi við þá. Í skýrslunni um EES-samninginn frá 2007 er rík áhersla lögð á nauð- syn þess að íslensk stjórnvöld fylgist náið með öllu sem snertir hagsmuni Íslands á vettvangi EES-samnings- ins og nýti sér tækifæri sem hann veitir til hagsmunagæslu og gerð fyrirvara. Því miður var þessari her- hvöt ekki verið fylgt sem skyldi. Við tók tími undir forystu Samfylking- arinnar sem vildi enga sérstöðu inn- an EES heldur stefna á ESB-aðild. Þeirri vegferð lauk með ósköpum. Nú eru nýir tímar. Eftir Björn Bjarnason »Hagsmunir Norð- manna eru allt aðrir en Íslendinga í þessu efni vegna margra tenginga norsks raforkumark- aðar við ESB-svæðið. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn krefst fullveldis í orkumálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.