Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Kannski var það
nafnið, eða óljósar
hugmyndir um ætt-
bogann, sem tengja fyrstu minn-
ingu mína um Margréti við hug-
myndina um heimskonu. Hún
bar sig svo vel, fáguð í framkomu
og yfir henni hvíldi mystík sem
erfitt er að útskýra. En fyrst og
fremst var hún góðhjörtuð og hlý
manneskja með glettni í augna-
ráðinu.
Á heimili þeirra Sverris í Ljós-
heimunum, og síðar á Sunnuveg-
inum, var gott að koma. Sem
barn í leit að leikfélaga, sem ung-
lingur á leið á ball eða sem kona
með fjölskyldu – alltaf hafði Mar-
grét áhuga á því sem maður var
að gera og hvernig öllum farn-
aðist. Tíðarandinn var nefnilega
þannig að það var ekki mikið ver-
ið að spyrja mann skoðunar, eða
hvað maður væri að gera, nema
þá helst ef það gæti leitt til ein-
hverra vandræða.
Á fyrsta ári í menntaskóla var
ég daglegur gestur í Ljósheim-
unum. Fyrir utan það að hlusta á
tónlist og dvelja í dagdraumum
vörðum við Halla vinkona mín
góðum tíma í eldhúsinu í mikilli
sköpun. Fátt virtist getað raskað
ró Margrétar og kom hún því
vinalega á framfæri hvað betur
mætti fara. Sjálf var hún lista-
maður í eldhúsinu og að smakka
franska lauksúpu í fyrsta skiptið
fannst mér ævintýralegt. Ekki
minna framandi varð lauksúpan
þegar hún nefndi að í grunninn
væri þetta ’Consommé’.
Margrét var tungumálamann-
eskja og gat fyrirhafnarlítið
brugðið þeim fyrir sig, og var þá
oft stutt í húmorinn. Eftir að
hafa rýnt í menntasögu íslenskra
kvenna sést að þegar Margrét
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, árið 1949,
var kvennahópurinn ekki stór
sem lokið hafði prófi frá skólan-
um. Á árinu 2015 lauk barnabarn
Margrét Norland
✝ Margrét Þor-björg (Vil-
hjálmsson) Norland
fæddist 29. júlí
1929. Hún lést 8.
mars 2018.
Útför Margrétar
fór fram 22. mars
2018.
hennar, Margrét
Halla, stúdentsprófi
frá sama skóla. Ég
reikna ekki með að
það séu mörg dæmi
hérlendis um þrjár
kynslóðir kvenna í
beinan ættlegg sem
hafa sett upp hvíta
kollinn.
Heimskonuyfir-
bragðið lýsti sér
með ýmsu móti. Það
fékk barnsfæturna til að límast
við gólfið, kjálkann til að síga
niður á bringu og sjáöldrin út úr
höfðinu þegar ég fylgdist með
því hvernig hægt var að halda fil-
terslausum Camel á milli var-
anna, tala og halda glóðinni. Þá
hélt maður niðri í sér andanum
því glóðin var alvega að fara að
detta en það slapp – alltaf.
Þjóðminjasafn Íslands setti
upp sýninguna Silfur Íslands ár-
ið 2013. Við systurnar nutum
þess að skoða sýninguna og
dvöldum við marga af mununum.
Það var þó við lok sýningarinnar
að ég tók andann á lofti þegar við
blasti gyllt skautbúningsskart.
Skart sem var tilkomumikið eins
og um krúnudjásn væri að ræða.
Um var að ræða höfðinglega gjöf
Margrétar á skarti móðurömmu
sinnar, og nöfnu, og er um ein-
staka muni að ræða.
Margrét var höfðingi á svo
margvíslegan hátt. Ættarhöfð-
ingi var hún, ræktaði tengsl og
var þátttakandi í lífi afkomenda
sinna. Hún átti náið samband við
börnin sín og þau gættu hennar
af einstakri alúð, umhyggju og
elsku. Og kannski var það nafnið
eftir allt sem átt sinn þátt í ljóm-
anum því nafnið Margrét, með Þ
sem upphafsstaf millinafns, bar
jú konungborinn þjóðhöfðingi
Dana.
Elsku Halla, Nonni og Kristín,
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Jóhanna Harpa.
Heilsteypt og umhyggjusöm
eru orðin sem koma í hugann
þegar ég hugsa til þeirrar góðu
konu Margrétar Norland. Okk-
ur, starfsfólk Smith & Norland,
kallaði hún ævinlega Siemens-
fjölskylduna sína og sinnti þeirri
fjölskyldu af alúð. Sýndi í orði og
verki að henni var umhugað um
velferð okkar, ekki síst á stund-
um gleði og sorgar.
Heillaóskir og blóm til mín á
stórafmælum. Símhringingar
sem færðu mér gleði og yl. Hvar
svo sem í veröldinni ég var
staddur. Samúðarkveðjur til
okkar hjóna við fráfall ástvina
okkar. Orðin sem fylgdu hug-
hreystandi og hvetjandi.
Þannig var Margrét. Einlæg
og áhugasöm um líf okkar, dætra
okkar og dótturbarna. Vel lesin
og víðsýn, glaðleg og íhugul. Í
orðræðu fundvís á kjarna hvers
máls. Stór kona á sinn hægláta
hátt með stóran faðm og djúpan
skilning á raunverulegum verð-
mætum tilverunnar. Kynnin við
hana og Sverri, þau samhentu
sæmdarhjón, lærdómsrík og
mannbætandi. Fyrir þau er nú
þakkað.
Elsku Kristín, Jón og Halla.
Við Guðný sendum ykkur öllum,
aðstandendum Margrétar Nor-
land, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Minningin um yndislega
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu mun lifa um ókomna
tíð. Megi góður Guð styrkja ykk-
ur í sorginni og söknuðinum.
Ólafur M. Kjartansson.
Kveðja til einstakrar konu.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(T.F.)
Með þakklæti í huga fyrir gef-
andi og elskurík kynni kveðjum
við Margréti Norland og sendum
öllum ástvinum hennar einlægar
samúðarkveðjur.
Margrét og Soffía.
Ég banka þvottahúsmegin í
Ljósheimum 7 og tvístíg úti.
Dyrnar eru opnaðar og Margrét
stendur í dyragættinni með upp-
þvottahanska á annarri hendinni
og kamelsígarettu í hinni, blæs
frá sér svona á ská svo reykurinn
fari ekki framan í mig, heilsar og
brosir. „Er Halla heima?“ segi ég
örugglega algjörlega að óþörfu
því þetta hef ég sagt svona þús-
und sinnum áður við hana. Það
getur reyndar verið að ég sé að
fá lánaðan bolla af sykri, eða
stóra pottinn til að sjóða slátur í,
svo það er öruggast að bera upp
erindið skýrt og skorinort.
„Jamm, komdu inn fyrir og
bíddu augnablik“ segir Margrét,
labbar inn í eldhús og kallar á
Höllu „Helga dín er að spyrja
eftir þér“! Ég skima í kringum
mig í þvottahúsinu af gömlum
vana, horfi á nýþvegnu hvítu
skyrturnar hans Sverris og sný
upp á dúskana á húfunni minni.
Hlusta á hljóðin úr eldhúsinu þar
sem Margrét er að stússast og
heyri svo „hlaupandi á harðakani
fótatak“ niður stigann og Halla
birtist, vonandi klár að koma út
að leika. Já, ég ólst upp í Ljós-
heimum 5 við hliðina á henni
Höllu bestu vinkonu minni og
hennar fjölskyldu. Lífið var gott
frá byrjun og ég var umvafin
góðu fólki á alla kanta. Ég hef oft
hugsað um hversu stór happ-
drættisvinningur það hefur verið
fyrir mig og gott veganesti út í
lífið. Ég og Halla vorum heima-
gangar hjá hvor annarri og svo
margar góðar minningar sem
tengjast þessum tíma. Margrét
og Sverrir tóku mér alltaf opnum
örmum en vissulega hitti ég Mar-
gréti oftar en Sverri á þeim árum
þegar vinnudagar voru langir hjá
útivinnandi húsfeðrum og Mar-
grét hélt hlutunum gangandi
heima fyrir. Þarna voru byggð
upp tengsl sem aldrei rofnuðu.
Hún Margrét hafði létta lund,
var brosmild og jákvæð. Hún var
líka mjög hugulsöm og hlý. Hún
sá mann og hrósaði á tímum sem
fólk var kannski ekki að eyða svo
miklum tíma í svoleiðis tal. Undir
léttu fasinu var síðan firnasterk,
fluggreind, vellesin kona sem
hélt um taumana þar sem þörf
var á. Þó að Margrét hafi verið
orðin vel fullorðin þegar kallið
kom finnst mér hún hafa verið
tekin frá okkur allt of snemma.
Það er stórt skarð komið sem
erfitt er að fylla. Elsku Halla,
Nonni, Diddý og fjölskyldur, ég
og fjölskyldan Ljósheimum 5
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð. Við erum þakklát fyrir
góðar minningar um góða konu.
Helga Jóhannsdóttir
✝ Kristinn Sig-urður Gunn-
arsson fæddist í
Reykjavík 12. jan-
úar 1955. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
14. mars 2018.
Foreldrar hans
eru Gunnar H.
Garðarsson, f. 24.3.
1932, og Ingibjörg
Kristinsdóttir, f.
23.10. 1933, d. 15.6. 2010.
Kristinn átti sjö systkini. Þau
eru: Jóel E., f. 7.1. 1954, Guð-
mundur Rafn, f. 28.1. 1952,
Ásta, f. 6.6. 1957, Sigríður, f.
10.7. 1958, Gunnar Ingi, f.
19.10. 1961, Garðar Haukur, f.
18.4. 1963, og Kristján, f. 25.10.
1972.
Kristinn kvæntist Sólveigu
Jónsdóttur, f. 23. sept. 1958.
Börn þeirra hjóna eru: 1) Ingi-
björg Jóna, f. 18.10. 1978, í
sambúð með Þórarni Ægi
Guðmundssyni, f. 6.4. 1974, og
eiga þau fjögur börn. 2) Jón
Gunnar, f. 5.12.
1979, á hann tvo
syni. 3) Kristín
Ásta, f. 5.10. 1984,
gift Colby Fitzger-
ald, og eiga þau
tvö börn. 4) Soffía
Ósk, f. 11.10. 1992,
í sambúð með
Gunnari Inga Þor-
steinssyni, f. 21.4.
1991, og eiga þau
tvö börn.
Að loknu skyldunámi lá leið-
in á sjó en sjómennskuna stund-
aði Kristinn með föður sínum
frá unglingsaldri og fram eftir.
Síðar sótti Kristinn sér skip-
stjórnarréttindi og sigldi eigin
bát. Eftir það lá leiðin í land,
þar starfaði Kristinn m.a. sem
leiðsögumaður í laxveiði, smíð-
aði og vann við pípulagnir.
Kristinn og Sólveig kynntust
í Keflavík og bjuggu þar sam-
an.
Útför Kristins fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag,
23. mars 2018, klukkan 13.
Í dag kveðjum við góðan vin
sem kvaddi þennan heim allt of
snemma.
Ég kynntist Kidda fyrst fyrir
um 35 árum í gegnum starf mitt.
Með okkur tókst fljótlega góð
vinátta sem hélst allt til dauða-
dags og bar þar aldrei skugga á.
Fljótlega eftir að við kynntumst
var okkur Dóru boðið að gerast
félagar í veiðiklúbbi sem Kiddi
var helsti hvatamaður að og þáð-
um við það að sjálfsögðu. Fé-
lagsskapur þessi tók ýmsum
breytingum í gegnum árin en
segja má að þessi hópur hafi
veitt saman, ýmist fullskipaður
eða hluti hans, á hverju ári í yfir
30 ár. Í þessum veiðiferðum
kynntist ég mörgum bestu lax-
veiðiám landsins og naut dyggr-
ar aðstoðar Kidda við veiðina.
Minnisstæðar eru veiðiferðir í
Hafralónsá sem farnar voru í
mörg ár og síðar árlegar veiði-
ferðir í Blöndu.
Einna minnisstæðust er ferð
sem farin var í Hafralónsá í byrj-
un september fyrir um 20 árum
þar sem við veiðifélagarnir skipt-
umst á að sjá um matseld fyrir
hópinn. Kiddi og veiðifélagi hans
fóru snemma einn morguninn og
skutu nokkrar gæsir í morgun-
flugi sem síðan voru kryddaðar
með því sem fannst í veiðihúsinu.
Þær voru síðan pönnusteiktar og
bornar fram með rjómasósu um
kvöldið. Þessi máltíð er ógleym-
anleg og er ein besta máltíð sem
ég man eftir að hafa snætt í
veiðiferð.
Kiddi var mjög eftirsóttur
leiðsögumaður í laxveiði og var
það hans helsta atvinna flest
sumur og naut ég góðs af kunn-
áttu hans á þessu sviði. Ég á hon-
um mikið að þakka í sambandi
við þekkingu á laxveiði og get
fullyrt að hann á stóran þátt í því
að ég get talið mig vera þokka-
lega góðan laxveiðimann. Ég veit
einnig að eftir að hann er farinn
mun geta mín á þessu sviði að-
eins versna.
Kiddi var mikið náttúrubarn
og stundaði laxveiðar og veiði-
leiðsögn á sumrin og veiddi gæs-
ir, rjúpur og hreindýr á haustin
og nutum við góðs af þessum
veiðum á hverju hausti. Á vet-
urna vann hann ýmis störf sem
til féllu og haustið 2008 tók hann
að sér að sjá um endurnýjun á
húsi sem við Dóra höfðum þá ný-
lega keypt. Sú framkvæmd tókst
svo vel að enn þann dag í dag
finnst okkur eins og húsið hafi
verið endurnýjað á síðasta ári en
ekki fyrir hartnær 10 árum.
Segja má að það sem ein-
kenndi Kidda var hreinskilni
hans og mikil réttlætiskennd auk
þess sem hann var tryggur vinur
vina sinna. Hann lá ekki á skoð-
unum sínum og ef honum mislík-
aði eitthvað sem var sagt eða
gert lét hann vita af því með
skýrum hætti. Ég veit að það
kunnu ekki allir að meta þessa
eiginleika en að mínu áliti voru
þetta miklir mannkostir.
Ég veit að við veiðifélagarnir
munum sakna Kidda mikið og
það skarð sem hann skilur eftir
sig verður ekki fyllt. Það mun
enginn geta komið í stað hans
hvað varðar að sjá laxfiska í ám,
en hann hafði ótrúlega sjón og sá
laxa sem flestir aðrir áttu erfitt
með að koma auga á eða sáu alls
ekki.
Um leið og ég kveð hann með
þakklæti í huga vegna þeirra
stunda sem við áttum saman færi
ég Sólveigu og börnum þeirra
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Alexander og Dóra.
Kristinn Sigurður
Gunnarsson
✝ Einar ReynirFinnbogason
fæddist í Neðri-
Presthúsum í Mýr-
dal, V-Skaftafells-
sýslu, 9. ágúst 1934.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 16. mars 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Einarsdóttir frá
Reyni, f. 1888, d.
1986, og Finnbogi Einarsson frá
Þórisholti, f. 1889, d. 1985. Systk-
ini Einars Reynis voru Sigríður,
f. 1918, d. 1999, Guðrún, f. 1920,
d. 2016, Vilborg, f. 1921, d. 2007,
Matthildur, f. 1922, d. 2016,
Magnús Kristinn, f. 1925, d. 2009,
Þóranna, f. 1927, d. 2006, Hrefna,
f. 1932, d. 2016. Þorgerður, f.
1930, er ein eftirlifandi systkina.
Einar Reynir kvæntist 1955
Kristrúnu Dagbjörtu Guðmunds-
dóttur frá Höfða í Eyjahreppi, f.
14. nóv. 1935, d. 7. júní 2001.
Börn þeirra eru: 1) Guðmundur,
lögg. rafvirkjameistari, f. 18.
sept. 1954, maki Valgerður Mar-
grét Briem. Börn þeirra eru a)
Arnar Geir, f. 1983, maki Ástríð-
ur Viðarsdóttir, dætur þeirra eru
Vala, f. 2014, og Vaka, f. 2016. b)
Brynja Dögg, f. 1986. c) Ásdís
Rúna, f. 1996. 2)
Kristín, lögg. fast-
eignasali, f. 11. des.
1955. Sambýlis-
maður Kristján
Kristjánsson. Synir
hennar og Einars
Kr. Jónssonar a) Ás-
geir Orri, f. 1980,
sambýliskona
Hrefna Dís Þórs-
dóttir, b) Rúnar
Ingi, f. 1985, maki
Soffía Dóra Jóhannsdóttir.
Einar Reynir og Kristrún slitu
samvistir 1988.
Einar Reynir ólst upp í Neðri-
Presthúsum en 17 ára gamall
hleypti hann heimdraganum og
flutti til Reykjavíkur. Hann starf-
aði m.a. hjá Agli Vilhjálmssyni
hf. við bílaréttingar en 1960 flutt-
ist fjölskyldan inn í Laugarnes,
þar sem hann setti á stofn sitt
eigið bílaréttingaverkstæði og
starfrækti það til ársins 2002.
Helsta áhugamál hans var
kórsöngur og var hann virkur
þátttakandi í Skagfirsku söng-
sveitinni og kirkjukórum, m.a.
Fríkirkjukórnum í Reykjavík.
Útför Einars Reynis fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 23. mars 2018, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Reynir var kvæntur Rúnu
móðursystur minni.
Eftir að leiðir þeirra skildi
kom ég stundum við hjá honum
á Laugarnesveginum, þegar
gera þurfti við eitthvað eða
bara leita ráða með bíla.
Það var gaman að spjalla við
Reyni um tónlist en hann hafði
yndi af söng og lærði á píanó á
fullorðinsárum.
Hann fór með okkur stórfjöl-
skyldunni, fyrir nokkrum árum,
vestur að Höfða í Eyjahreppi,
þar sem afi og amma bjuggu
fram til 1974. Reynir átti þá
erfitt með gang en mér er
minnisstæður glaðvær hlátur
hans.
Ég hef fengið reglulegar
fréttir af Reyni frá pabba, sem
kom oft við hjá honum í göngu-
ferðum sínum um Laugarnesið.
Þar var honum boðið upp á
kaffisopa og eldheitar umræður
um stjórnmál og önnur brýn
þjóðfélagsmál.
Síðast sáum við pabbi Reyni
á líknardeildinni, deginum áður
en hann kvaddi þennan heim.
Blessuð veri minning hans.
Ásdís Gísladóttir.
Einar Reynir
Finnbogason
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ANNA EGILSDÓTTIR,
Hólabrekku,
Hornafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
þriðjudaginn 20. mars. Útför verður auglýst síðar.
Ari Guðni Hannesson
Egill Vignisson Bryndís Ósk Bragadóttir
Hjalti Þór Vignisson Guðrún Ingólfsdóttir
Ólafur Páll Vignisson Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir
Guðjón Bjarni Óskarsson Íris Björk Óttarsdóttir
barnabörn
Stebbi vinur
minn er dáinn.
Hann var hlý og góð
manneskja sem
hafði þægilega nær-
veru. Stebbi var lítillátur en
öruggur með sjálfan sig. Hann
var myndarlegur og fáir voru
hans jafnokar í hugsun. Hann gat
Stefán
Kristjánsson
✝ Stefán Krist-jánsson fæddist
8. desember 1982.
Hann lést 28. febr-
úar 2018.
Útför Stefáns fór
fram 15. mars 2018.
verið ótrúlega fynd-
inn og skemmtileg-
ur auk þess sem
hann var gæddur
miklum innri styrk
og þrautseigju.
Hann hafði einnig til
að bera eðlislæga já-
kvæðni sem gerir
minningu mína um
hann enn bjartari.
Með Stebba eru ein-
stakir tónar horfnir
úr þessari tilvist og ég vil votta
fjölskyldu hans innilega samúð
mína.
Róbert Viðarsson.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar