Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Ég er stödd við
vinnu mína í Nor-
egi þegar síminn
hringir. Allan son-
ur minn er í símanum ...amma
Stína er dáin.
Mikið var ég langt í burtu á
þessu augnabliki.
Ég leyfi mér að ferðast aftur
í tímann. Fyrir rúmum 20 árum
kynntist ég þeim hjónum Stínu
og Allani þar sem ég varð
tengdadóttir þeirra. Ófáar voru
heimsóknirnar í Engihjallann
og Ölver, þar sem þau hjón
höfðu byggt sér sumarhús.
Matarboðin hjá Stínu voru ansi
mörg og verð ég að nefna
lambakótelettur í raspi, plokk-
ara í hömsum og sætu kart-
öflumúsina, einstaklega sterkt
og bragðgott kaffi sem Stína
mín hellti upp á á gamla mát-
ann. Á fyrsta og öðru ári Allans
mín komu tvær skottur á dag-
inn í pössun, átti Stína mín það
til að koma með strætó úr
Kópavoginum upp í Árbæ en
hún tók stundum krók á leið
sinni og kom við hjá fiskbúð
Hafliða með ýsu í soðið, svo
borðuðum við saman með
barnahópinn, yndisleg minning.
Amma Stína, eins og hún var
ávallt kölluð, hafði einstaka
nærveru og ræktaði vinskap og
hafði óbilandi þolinmæði. Að-
Kristín Jónsdóttir
✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist
17. nóvember 1939.
Hún lést 16. febr-
úar 2018.
Útför Kristínar
fór fram 27. febr-
úar 2018.
skilnaður varð
staðreynd og urðu
árin mín í fjöl-
skyldu þeirra
hjóna átta, en aldr-
ei rofnaði þó
traustið og vinátt-
an á milli okkar,
þau hjón voru ein-
staklega góð við
mig og börnin mín
tvö svo og barna-
börnin mín eftir að
þau komu, alltaf gáfu þau sér
tíma fyrir okkur.
Ég er á göngu í litlu sveit-
inni minn síðdegi eitt þegar
síminn minn hringir, amma
Stína er í símanum, ég stoppa
til að svara og man ég það eins
og gerst hafi í gær þegar hún
tilkynnti mér niðurstöður úr
læknisrannsóknum sem hún
hafði verið í, sagði mér enn
fremur hversu ósátt hún var.
Stína var læknaritari til
margra ára og vissi hún vel
hvað klukkan sló, raddblærinn
gaf það sterklega í ljós að hún
ætti ekki séns lengur, maður
reynir yfirleitt að finna eitt-
hvað hvetjandi eins og nú væri
komin niðurstaða og hægt að
fara að vinna með hana, en
innst inni samhryggðist ég
henni.
Elsku Stína mín, vonandi
hvílistu vel í draumalandinu og
ert nú laus við þennan sjúk-
dóm. Ég sé um ömmustrákinn
þinn en þú átt alltaf stóran
hluta í hjarta hans.
Ég votta Allani mínum og
fjölskyldu Stínu mína dýpstu
samúð.
Jódís.
✝ Una JónaÓlafsdóttir
fæddist á Blöndu-
ósi 4. febrúar 1984.
Hún lést 6. mars
2018.
Foreldrar Unu
eru Lilja Jósteins-
dóttir, f. 10. febr-
úar 1959, og Ólaf-
ur Bragason, f. 16.
apríl 1957, og er
kona hans Ingi-
björg Þórarinsdóttir, f. 11. júní
1953.
Systur Unu Jónu eru Indiana
K. B. Ólafsdóttir, f. 15. ágúst
1980, Sigríður Heiða Ólafsdótt-
ir, f. 2. júní 1982, maki Glascor
Sepulveda Benner, f. 13. ágúst
1971, Ágústa Margrét Ólafs-
dóttir, f. 17. ágúst 1994.
Una Jóna lætur
eftir sig eina dótt-
ur, Katrínu Lilju, f.
20. ágúst 2002, og
er faðir hennar
Atli Arnljóts
Þórarinsson, f. 6.
janúar 1983.
Una Jóna lauk
skyldunámi frá
Njarðvíkurskóla.
Hún varð ung ein-
stæð móðir.
Una Jóna vann hjá Reykja-
nesbæ, í bókhaldinu, undir það
seinasta. Hún hugðist klára
nám sitt sem viðkenndur bók-
ari.
Útför Unu Jónu fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 23.
mars 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Við vorum öll slegin yfir
þeirri sorgarfrétt er við fengum
fréttir af andláti Unu Jónu sam-
starfskonu okkar. Una Jóna
kom í starfsþjálfun á fjármála-
svið Reykjanesbæjar á vormán-
uðum 2015 um tveggja mánaða
skeið og þegar því tímabili lauk
var henni boðið starf í bókhalds-
deild Reykjanesbæjar en hennar
áhugi lá á því sviði og rækti hún
starf sitt af alúð og samvisku-
semi.
Í starfi sínu hjá Reykjanesbæ
var Una Jóna í samskiptum við
fjölmarga vinnufélaga bæði
starfsins vegna og vegna fé-
lagsstarfa sem hún tók þátt í, en
hún var meðal annars í
skemmtinefnd starfsmanna ráð-
hússins. Hún nálgaðist iðulega
fólk og verkefni af nærgætni og
blíðu, með æðruleysi og vand-
virkni tókst hún á við verkefni
dagsins.
Það sem var einkennandi fyr-
ir Unu Jónu var brosmildi og
flestir hefðu einmitt notað það
lýsingarorð um hana. Hún brosti
iðulega sama hvað það var sem
hún vildi koma á framfæri. Hún
brosti jafnvel þegar hún þurfti
að fást við erfið verkefni sem
tengdust heilsunni eða öðru því
sem fæstir hefðu brosað sig í
gegnum. Þegar við fyllumst von-
brigðum yfir að lífið geti verið
svo ósanngjarnt að taka unga
móður frá dóttur sinni, að 34 ára
gamalli konu sé fyrirvaralaust
kippt úr veröldinni, veltum við
fyrir okkur í einlægni hver til-
gangurinn sé með þessu öllu
saman, þá getum við hugsað til
þess að arfleifð Unu Jónu var
bros. Ekki af því að lífið væri
alltaf svo auðvelt heldur vegna
þess að hún valdi að brosa í
gegnum það allt.
Unu Jónu verður sárt saknað
í ráðhúsinu og við sendum dótt-
ur hennar og þeim sem næst
henni standa innilegustu sam-
úðarkveðjur og megi minningin
um Unu Jónu verða ykkur
styrkur á þessum erfiða tíma.
Fyrir hönd samstarfsmanna
ráðhúss Reykjanesbæjar,
Regína F. Guðmundsdóttir,
Þórey I. Guðmundsdóttir.
Una Jóna
Ólafsdóttir✝ Inga Jóels-dóttir fæddist á
Stokkseyri 24. apríl
1924. Hún lést 3.
mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
ríður Ingvarsdóttir,
f. á Stokkseyri 30.
apríl 1900, d. í
Keflavík 2. júlí
1957, og Jóel Jón-
asson, f. í Hákoti í
Flóa 12. september 1894, d. í
Reykjavík 8. júní 1988, bændur í
Bakkakoti í Leiru og síðar í
Kötluhóli í sömu sveit en bæði
voru ættuð úr Árnessýslu.
Inga fluttist ung með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur á
Hverfisgötu 100A og myndaði
við það fólk ævilöng vinatengsl.
Þaðan fluttist litla fjölskyldan
suður í Leiru og ólst hún þar upp
ásamt systkinum sínum.
Hún var elst, á eftir komu Ás-
Börn þeirra: 1) Þorvarður Ell-
ert, f. 5. mars 1943, d. 18. desem-
ber 2013. Eftirlifandi maki
Steingerður Steindórssdóttir.
Fyrri maki Hrafnhildur Mar-
inósdóttir, d. 1986.
2) Sigrún Björk, f. 21. desem-
ber 1945, maki Örlygur Sigurðs-
son.
3) Guðrún Gerður, f. 31. maí
1947, sambýlismaður Jóhann
Þórarinsson. Fyrri maki Þórður
Eiríksson d. 2000.
4) Guðjón Jóel, f. 10. febrúar
1959, maki Helena Þuríður
Karlsdóttir.
5) Ásgeir, f. 25. mars 1960,
maki Kristín Jónsdóttir.
Barnabörnin eru tólf, lang-
ömmubörnin tuttugu og eitt og
þrjú langalangömmubörn.
Inga var mjög ljóðelsk og
hafði gaman af að ferðast. Hún
var fyrst og fremst húsmóðir á
sínu heimili og var þar oft gest-
kvæmt.
Inga var jarðsungin frá Nes-
kirkju 16. mars og fór útför
hennar fram í kyrrþey að ósk
hennar.
geir, Jóel Bach-
mann, Guðríður og
Jónasína, öll látin.
Hún gekk í
Gerðaskóla, fimm
km leið, og lauk
barnaprófi þaðan.
Hún var í vist í
Keflavík og þar
gekk hún í kvöld-
skóla. Svo tók skóli
lífsins við og ýmiss
konar námsskeið.
Hún kom til Reykjavíkur, dvaldi
hjá föðurbróður sínum og fór að
vinna á Kleppsspítala.
Á þeim tíma kynntist hún
mannsefni sínu, sem var Björn
Guðjónsson, f. 11.11. 1921, d.
30.11. 2008, sonur hjónanna
Guðrúnar V. Guðjónsdóttur og
Guðjóns Bjarnasonar. Þau giftu
sig 11. desember 1942 og hófu
búskap á Bjarnastöðum á Gríms-
staðaholti og byggðu svo á Æg-
isíðu 66 og bjuggu þar æ síðan.
Það liggur pönnukökuilmur í
loftinu og móttökurnar eru ein-
staklega ljúfar, þetta er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar við leitum í minningar um
Ingu tengdamóður og ömmu.
Þessi einstaklega ljúfa kona bak-
aði heimsins bestu pönnukökur
og hún hafði frá svo mörgu að
segja, alltaf var jafn gott að sitja
við gluggann á Ægisíðunni, horfa
til sjávar og spjalla um daglegt líf
og heimsins málefni. Mörg voru
þau skiptin sem við sátum saman
við gluggann og fylgdumst með
þegar feðgarnir, afi Bjössi og
Þorvarður, komu að landi með
drekkhlaðinn bátinn af rauð-
maga og grásleppu, síðan var
haldið niður í fjöru að taka á móti
þeim og skoða aflann. Já, heim-
sóknir til ömmu Ingu voru alltaf
mjög ljúfar. Minning þín lifir,
elsku tengdamóðir og amma.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Steingerður
Steindórsdóttir,
Atli Már Þorvarðarson,
Brynjar Smári
Þorvarðarson.
Ung stúlka labbar upp stíg á
leið í skólann. Við glugga stendur
kona á besta aldri. Eitthvað var
það sem sagði henni að þessi
unga stúlka yrði tengdadóttir
hennar.
Í dag eru rúmlega 40 ár síðan
unga stúlkan smellti fyrsta koss-
inum á son hennar... eða var það
kannski öfugt? Konan var Inga.
Stúlkan er ég.
Hún tók mér vel frá fyrstu
kynnum og varð ekki bara
tengdamóðir mín heldur líka vin-
kona. Ég hef lært svo ótal margt
af henni og ekki í neinni kennslu-
stund heldur af framferði hennar
og tali. Hún var dugleg, fróð,
ljóðelsk, góður hlustandi, dásam-
leg amma og trúnaðarvinur. Hún
var límið. Hún var amma á Æjó.
Saman voru þau hjón, Inga og
Bjössi, fyrirmynd unga parsins,
þau eru það enn og munu alltaf
verða.
Hún er nú farin að hitta
Bjössa sinn en fallegar minning-
ar lifa í hjörtum okkar.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Kristín.
Nú hefur elsku amma mín
fengið hvíld og fær að hitta
Bjössa sinn aftur.
Það var alltaf gott að koma á
Ægisíðuna, amma Inga og afi
Bjössi voru einstaklega hlý og
tóku mér alltaf fagnandi. Það
voru ófáar stundirnar sem við
stöllur sátum í stofunni og spjöll-
uðum um allt og ekki neitt en þá
skipti aldursmunurinn engu
máli. Ömmu fannst gaman að
heyra hvað unga fólkið væri að
bralla og hún var góð í að hlusta.
Hún hafði góða nærveru, það var
stutt í grínið og hún var óspör á
hrósið.
Með orðum sínum og gjörðum
kenndi hún mér svo ótal margt.
Amma Inga mun alltaf verða mín
fyrirmynd og lífsspeki hennar
mun ég hafa að leiðarljósi í lífinu.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
samband okkar Ömmu Ingu sem
einkenndist af væntumþykju og
virðingu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Elsku besta amma mín, ég veit
að afi Bjössi tekur vel á móti þér
og viltu knúsa hann frá mér. Þið
munið alltaf eiga sérstakan stað í
hjarta mínu. Takk fyrir allt.
Þín eina sonardóttir,
Charlotta
Ég sit með autt blað fyrir
framan mig og stari út í tómið.
Veit ekki hvar skal byrja eða
hvað skal segja. Ég finn að það
er tómarúm. Þú ert farin.
Elsku amma. Það var á stund-
um sem þessum sem ég leitaði til
þín. Á þeim stundum sem mér
leið sem týndum, ráðvilltum,
vantaði svör eða þurfti að létta á
mér. Elsku amma, þú varst mér
svo kær. Elsku amma, þú varst
mér traust, ég treysti þér og ég
veit þú tókst með þér mörg
leyndarmál. Við töluðum saman,
oft og mikið. Við áttum margar
góðar stundir saman. En við
þögðum líka. Ég ligg í sófanum
og heyri prjónana slást. Við segj-
um ekkert en ég finn notalega til-
finningu í þögninni. Við þegjum
en ég ligg umkringdur kærleik.
Elsku amma, ég er þakklátur, þú
varst mér góð fyrirmynd. Þú
varst góð kona og kenndir mér
svo margt. Elsku amma, þú
hlustaðir alltaf. Þú gafst mér allt-
af góð ráð, réttu ráðin. Þú hlýi,
góðhjartaði og góði vinur.
Elsku amma, ég græt blautum
tárum sem renna niður kinn. Ég
sakna þín. Þú kenndir mér, og
við munum bæði, að eitt bros get-
ur dimmu í dagsljós breytt.
Elsku amma mín, ég sé þig bros-
andi. Kveð þig brosandi. Minn-
ingin lifir.
Jón Ásgeirsson.
Inga var einn af frumbyggjum
á Ægisíðunni. Öðlingshjónin
Inga og Bjössi byggðu sitt heim-
ili á landi tengdaföður hennar á
sjötta áratugnum og fengu for-
eldrar mínir að fylgja þeim í
þeirri vegferð. Þar var þeirra
heimili og vinnustaður alla tíð.
Bjössi sótti sjóinn og Inga rak
stórt heimili af miklum myndar-
skap. Félagsmiðstöð Ægisíðunn-
ar var í fjörunni við skúrinn hans
Bjössa. Þar komu ungir sem
aldnir saman þegar bátinn bar að
landi, þar var líf og fjör. Inga og
Bjössi gengu saman í fallegum
takti í gegnum lífið og sýndu
hvort öðru stuðning í gegnum
þykkt og þunnt. Inga var flug-
greind og víðlesin, það var gam-
an að detta í kaffispjall með
henni. Hún var frjó í hugsun,
skemmtilegur sögumaður og
húmoristi og ekki síður góður
greinandi og hlustandi. Hún var
á margan hátt ungæðisleg alla tíð
og þar skiptu árin litlu máli. Hún
var örlát á tímann sinn og ætt-
boginn allur sóttist eftir fé-
lagsskap hennar.
Við sendum fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur um leið og
við þökkum fyrir áralangan vin-
skap, gott sambýli og vinarþel.
Ragnhildur Zoéga og
fjölskylda.
Inga Jóelsdóttir
✝ Friðrik Árna-son, vélstjóri,
fæddist í Þórs-
hamri í Gerðum 9.
janúar 1930. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
nesbæ, 19. febrúar
2018.
Friðrik var son-
ur hjónanna Árna
Árnasonar frá
Varmahlíð í V. Eyjafjallahreppi,
f. 18.12. 1875, d. 11.6. 1967, og
Guðrúnar Þórðardóttur frá
Vegamótum á Akranesi, f. 6.6.
1887, d. 22.7. 1972. Friðrik var
yngstur af börnum þeirra hjóna,
en systkini hans
voru: Kjartan, f
19.6. 1913, d. 16.4.
1932, Björg, f.
24.10. 1916, d. 21.9.
2014, Þórður, f.
29.5. 1919, d. 24.2.
1936, og Árni, f.
13.2. 1925, d. 29.11.
2010. Friðrik var
vélstjóri alla tíð,
fyrst hjá Gerðabát-
um í Gerðum í
Garði, Síðar hjá Ísstöðinni um
árabil, en einna lengst af starfs-
ævinni hjá Nesfiski í Garði.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins láta, frá Útskálakirkju í
Garði, 2. mars 2018.
Þakklæti var efst í huga fjöl-
skyldunnar er við fylgdum
Fidda frænda til hinstu hvíldar.
Fiddi var bróðir ömmu, en
hann var ókvæntur og barnlaus
og var því okkur eins og auka
afi. Góðmennska hans, hjálp-
semi og væntumþykja umvafði
alla fjölskylduna, hann bjó yfir
miklum kærleika. Fiddi bjó
lengi vel í Þórshamri í Garði.
Hann tók við æskuheimilinu
eftir að langafi og langamma
létust. Hann hélt í heiðri minn-
ingu þeirra, sagði af þeim sög-
ur og hélt heimili þeirra
óbreyttu. Það var líkt og þau
hafi rétt brugðið sér frá, allt á
sínum stað. Handverk þeirra
hjóna naut sín og okkur sem
komum í þetta líf eftir þeirra
dag líður eins og við þekktum
þau. Hann gaf byggðasafninu á
Garðskaga einstakt safn muna
frá Þórshamri þar sem nú má
finna bás til minningar um fjöl-
skylduna frá Þórshamri. Fiddi
var vélstjóri alla sína tíð. Hann
hóf störf hjá Gerðabátum í
Gerðum, svo tók Ísstöðin við í
sama húsi og loks Nesfiskur.
Alltaf fylgdi Fiddi vélarsalnum
og stóð því vaktina allan sinn
starfsferil á sama staðnum. Það
voru margir suðurnesjamenn-
irnir sem kynntust Fidda í
gegnum tíðina í frystihúsinu og
aldrei bar skugga á samskipti
hans við aðra.
Fiddi reyndist ömmu afskap-
lega vel. Hugsaði vel um hana
og dekraði eftir bestu getu,
þannig mann hafði hann að
geyma. Ef einhver í fjölskyld-
unni flutti eða stóð í fram-
kvæmdum þá var Fiddi mættur
til að rétta hjálparhönd. Það
voru ófá skiptin sem ég hjólaði
niður í Gerðar til Fidda. Ef
hjólið bilaði þá kippti hann því í
liðinn, oft sat ég og borðaði
kvöldmat með honum og við
sátum og horfðum á fréttirnar
og svo fékk ég að fara með í
eftirlitsferð um vélasalinn. Það
var aldrei neitt mál að fara og
hanga hjá Fidda, hann tók
manni alltaf opnum örmum.
Fiddi var samt íhaldssamur,
enda mikill sjálfstæðismaður.
Hann fór oft til útlanda en allt-
af á sama staðinn á Spáni og
kom alltaf heim með gjafir
handa öllum. Þessi einstaki
maður sem markaði djúp spor í
fjölskyldunni, var ern alveg
undir það síðasta, ræddi póli-
tíkina, fiskiríið og bátana fram
á síðasta dag. Það er skarð í
fjölskyldunni, við stöndum þó
eftir með fullan minningabanka
um Fidda okkar. Hugljúfan og
hæglátan mann sem áttaði sig
ekki á því hve marga hann
snerti með góðmennsku sinni á
lífsleiðinni.
Um leið og ég þakka Fidda
fyrir samfylgdina og allar ljúfu
stundirnar okkar, þakka ég
starfsfólkinu á Hrafnistu í
Reykjanesbæ fyrir umönnunina
og Jónu Björgu frænku fyrir að
vera ávallt kletturinn hans
Fidda alla tíð.
Þinn frændi,
Árni Árnason.
Friðrik Árnason
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar