Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Ég er staddur í Reykjavík, krakkarnir vildu endilega að viðkæmum hingað,“ segir Sigmar Pálmason sem á 75 ára afmælií dag. „Við fjölskyldan ætlum út að borða á GOTT restaurant
sem dóttir mín og maðurinn hennar voru að opna í Reykjavík í Hafn-
arstræti. Þau opnuðu Gott restaurant í Eyjum fyrir fimm árum og
hann sló alveg í gegn.“
Sigmar fæddist í Vestmannaeyjum og hefur búið þar alla tíð og var
fljótur aftur heim eftir gosið. Hann lék knattspyrnu með ÍBV, 150
leiki alls, og vann alla titla með ÍBV fyrir utan Íslandsmeistaratitilinn.
Síðan varð hann aðstoðarþjálfari George Skinner. „Hann stjórnaði
mér og ég stjórnaði liðinu. Við komumst í aðra umferð í Evrópu-
keppninni, eftir að við náðum jafntefli við Glentoran á Norður-Írlandi
undir byssugný. Það var alveg rosalegt, við jöfnuðum á lokamínút-
unni og það sló þögn á allan mannskapinn á vellinum.“
Sigmar var umboðsmaður Vífilsfells 1974-99 í Eyjum og var síðan
eigandi HSH-flutninga, ásamt Henry Erlendssyni. „Við seldum fyr-
irtækið Eimskip í restina, þeir hefðu líklega gleypt okkur á endanum,
en við hefðum samt getað barist lengur, vorum með 80% af flutning-
unum.“
Sigmar leikur golf og var í landsliði öldunga í golfi árið 2002 og
hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla í eldri manna sveitum.
Eiginkona Sigmars er Kristrún Axelsdóttir. Börn þeirra eru Pálmi,
hóteleigandi í Toskana-héraði á Ítalíu, Unnur sem vinnur hjá Stafey í
Eyjum, Berglind sem á veitingastaðina Gott og Hildur sem á hestabú-
garð í Danmörku. Barnabörnin eru fjórtán og barnabarnabörn eru
fjögur.
Eyjamaðurinn Sigmar staddur á Alicante fyrir tveimur árum.
Komst í aðra umferð
undir byssugný
Sigmar Pálmason er 75 ára í dag
B
jarni Ármannsson fædd-
ist á Akranesi 23.3. 1968
og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hann var í
Grunnskóla Akraness,
lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, lauk prófi í tölv-
unarfræði við HÍ, stundaði nám í
verðbréfamiðlun við HÍ, nám við
Institut for Management Develop-
ment í Lausanne í Sviss og lauk það-
an MBA-prófi í fyrirtækjastjórnun og
viðskiptafræðum 1996. Á unglings-
árum og námsárunum stundaði
Bjarni almenn verkamannastörf á
Akranesi og var til sjós á togurum frá
Akranesi.
„Ég hef frá barnæsku haft mikinn
áhuga á landafræði og sögu og þó ég
hafi ekki ferðast út fyrir landsteinana
fyrr en ég var orðinn 21 árs, hef ég
eiginlega verið á ferð og flugi síðan.
Ég ferðast mikið og fæ mikið út úr
því. Framandi staðir heilla mest.“
Bjarni varð forstjóri Kaupþings í
ársbyrjun 1997 og bankastjóri Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins í árs-
byrjun 1998. Hann varð síðan banka-
stjóri Íslandsbanka og síðar Glitnis til
2007 þegar hann lauk störfum í fjár-
málageiranum.
Á síðastliðnum áratug hefur Bjarni
verið atvinnufjárfestir hér á landi og
erlendis. Þá hefur hann gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum er tengst hafa starfi
hans.
Það verður ekki sagt um Bjarna að
hann sé sporlatur: „Fjallgöngur og
útivera eru nánast orðin að fíkn í
mínu lífi – eins og ávanabindandi
Bjarni Ármannsson atvinnufjárfestir – 50 ára
Við Stonehenge á Englandi Bjarni og Helga ásamt þeim Auði, Sonju Sif, Tómasi, Benedikt og Helgu Guðrúnu.
Fjallgöngur eru ávana-
bindandi vítamínsprauta
Bjarni á toppnum Hér fagnar hann því að hafa náð enn einum tindinum.
Eins og sjá má á útbúnaðinum er hér alvöru fjallgöngumaður á ferð.
Reykjavík Hákon Hrafn
Bridde fæddist á LSH í
Reykjavík 7. mars 2017
kl 18.32. Hann vó 4.040
g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru
Hermann Hrafn Bridde
og Svana Kristín
Elísdóttir.
Ljósmynd: Eiríkur Ingi
Photography.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.