Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 35
vítamínsprauta fyrir líkama og sál.
Ég er alinn upp við að hlaupa á eftir
kindum og geri það reyndar ennþá,
og hef unun af að vera á fjöllum hvort
sem er gangandi, hlaupandi, á skíðum
eða hjólandi, með sjálfum mér eða
góðum hópi vina og fjölskyldu. Við
göngum með börnunum okkar og
vinafólki á hverju ári og höfum
þannig alið þau upp við útivist.“
Þau eru orðin mörg fjöllin sem
Bjarni hefur lagt að baki, hér á landi
og ekki síður á erlendri grund: „Ég
reyni að fara allavega mánuð á ári í
einhvers konar leiðangra sem reyna á
– en opna mikla sýn á lífið og til-
veruna. Ég fór t.d. í annað skiptið á
suðurskautið nú um áramótin. Í þetta
skiptið til að klífa Mt. Vinson, hæsta
fjall þeirrar heimsálfu. Í ágústlok sl.
gekk ég á Mt. Fuji, þegar ég var
staddur í Japan til að fjármagna
skipanýsmíðar í Kína, en ég er í félagi
við Íslendinga og Norðmenn að
byggja fjögur 12 þúsund tonna skip
sem munu flytja ál og hrávörur til
álbræðslu fyrir Alcoa í Noregi á
Reyðarfirði.
Svo er ég alltaf eitthvað að hlaupa.
Hlaupin eru mín sálfræðimeðferð –
ekki síst í fallegu umhverfi.“
En hvernig gengur að sameina
þessar tvær sterku ástríður, atvinn-
una og síðan hlaup og fjallgöngur?
„Ég viðurkenni að það kemur fyrir
– og kannski óþarflega oft – að
óvæntar brekkur í starfi mínu við
fjárfestingar og fyrirtækjarekstur
kalla á forgangsröðun sem bitnar
bæði á útivistinni og fjölskyldunni.
Stundum eru þau verkefni hálfgerðar
fjallgöngur með alls kyns hindrunum.
Allt er þetta gott í bland og fyrir mig
hefur fjölbreytnin verið mikils virði.
Hvort tveggja, viðskiptalífið og úti-
vistin, hefur fært mér góða kunningja
og nána vini sem er mér ómetanlegt.
Það fyllir lífið gleði og ánægju. Ég er
þakklátur fyrir góða heilsu og þol-
inmæði fjölskyldu og vina – því ég
veit að ég á það til að taka meira tillit
til mín en annarra þegar tíminn leyfir
ekki allt sem gaman væri að gera.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er Helga Sverr-
isdóttir, f. 29.11. 1968, hjúkrunar-
fræðingur. Hún er dóttir Sverris
Hólmarssonar, f. 6.3. 1942, d. 6.9.
2001, framhaldsskólakennara sem
var búsettur í Danmörku seinni árin,
og Guðrúnar Helgadóttur, f. 7.9.
1935, rithöfundar og fyrrv. alþingis-
manns og forseta Alþingis.
Börn Bjarna og Helgu eru Tómas
Bjarnason, f. 19.7 1994, í sambúð með
Sonju Sif Ólafsdóttur, f. 1.4. 1993.
Helga Guðrún Bjarnadóttir, f. 15.3.
1998; Benedikt Bjarnason, f. 15.3.
1998, og Auður Bjarnadóttir, f. 26.11.
2003.
Systkini Bjarna eru Kristín Ár-
mannsdóttir, f. 25.3. 1963, skólaliði á
Akranesi, gift Guðgeiri Svavarssyni
og eiga þau þrjú börn; Gunnar Már
Ármannsson, f. 28.3. 1964, vélstjóri á
Akranesi, kvæntur Önnu Kristjáns-
dóttur og eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Bjarna eru Ármann
Gunnarsson, f. 1.1. 1937, vélvirki á
Akranesi, og Helga Sólveig Bjarna-
dóttir, f. 13.9. 1933, húsmóðir.
Bjarni og fjölskylda eru að heiman
í dag.
Úr frændgarði Bjarna Ármannssonar
Bjarni
Ármannsson
Guðmundur Auðunsson
hreppstj. á Skálpastöðum,
af Víkingslækjarætt
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. í Eskiholti
Bjarni Sveinsson
b. í Eskiholti í Borgarfirði
Helga Sólveig Bjarnadóttir
húsfr. áAkranesi
Helga Eysteinsdóttir
húsfr. á Kolsstöðum og í Eskiholti
ísli Sigurjón Sigurðsson
húsasmíðam. og
framkvstj. áAkranesi
GGunnar Valur Gíslasonverkfr., bæjarfulltr.
í Garðabæ og
fyrrv. sveitarstj. í
Bessastaðahreppi
Sigurður Guðmundsson
smiður áAkranesi
Sigurlín Gunnarsdóttir fyrrv.
hjúkrunarforstj. Borgarspítalans
Sveinn Finnsson
b. á Kolsstöðum í Miðdölum
og í Eskiholti á Mýrum
Arndís Finnsdóttir
húsfr. á Hólmlátri
á Skógarströnd
Anna Sigfúsdóttir
húsfr. í Drápuhlíð
í Helgafellssveit
Sigfús Daðason
skáld
Guðbjörg Aradóttir
húsfr. á Skálpastöðum í Lundarreykjadal
Ari Gíslason ættfr. og rith. áAkranesi SalvörAradóttir húsfr. á Syðstu-FossumíAndakíl og í Rvík
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari
Guðmundur
Svein-
björnsson
bæjarfulltr.
og íþrótta-
frömuður á
Akranesi
Sesselja Sveinsdóttir
húsfr. í Stóra-Lambhaga
Sigurður M. Helgason
borgarfógeti í Rvík
Gísli Heimir Sigurðsson
yfirlæknir
Guðrún Illugadóttir húsfr. á
Lykkju áAkranesi og í Rvík
Guðmundur Illugason
b. í Stóra-Lambhaga í Hvalfjarðarsveit
Guðríður Guðmundsdóttir
húsfr. á Steinsstöðum
Margrét Guðmundsdóttir forstöðu-
kona Fæðingardeildar Landspítalans
Gunnar Guðmundsson
vélstj. á Steinsstöðum áAkranesi
Sigurlína Margrét Sigurðardóttir
húsfr. á Steinsstöðum og í Görðum
Guðmundur Gísli Gunnarsson
oddviti á Steinsstöðum og í
Görðum áAkranesi
Ármann Gunnnarsson
vélvirki áAkranesi
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
Kerruöxlar
& íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
Magnús Halldór Gíslasonfæddist á Frostastöðum íBlönduhlíð 23.3. 1918.
Foreldrar hans voru Gísli Magnús-
son og Guðrún Þ. Sveinsdóttir
bændur. Fimm ára flutti hann með
foreldrum sínum að Eyhildarholti í
Hegranesi og átti þar heima uns
hann hóf sjálfur búskap. Hann var
elstur ellefu systkina sem upp
komust.
Magnús kvæntist 1946 Jóhönnu
Þórarinsdóttur frá Ríp í Hegranesi
en þau eignuðust fjögur börn, Gísla,
kennara við FB; Þórarin, bónda á
Frostastöðum; Ólaf, vélvirkja og
starfsmann hjá Ístexi í Mosfellsbæ,
og Guðrúnu Kristínu, læknaritara á
Húsavík.
Magnús stundaði nám við Bænda-
skólann á Hólum, Héraðsskólann á
Laugarvatni og Garðyrkjuskóla rík-
isins á Reykjum í Ölfusi og útskrif-
aðist þaðan í fyrsta árgangi skólans.
Þau hjónin hófu búskap á Frosta-
stöðum g bjuggu þar félagsbúi með
þremur bræðrum Magnúsar þar til
sonur hans tók við 1977. Þá fluttu
þau hjónin til Reykjavíkur þar sem
Magnús varð blaðamaður á Þjóðvilj-
anum og gegndi því starfi til 1988.
Sex árum síðar fluttu þau aftur
norður í Frostastaði.
Magnús gekk ungur í Framsókn-
arflokkinn og starfaði þar í áratugi,
sat í miðstjórn SUF, í miðstjórn
flokksins, var formaður FUF í
Skagafirði, formaður Framsóknar-
félags Skagafjarðar, blaðamaður á
Tímanum 1958-61 og sinnti þar póli-
tískum skrifum ekki síður en al-
mennum fréttum, var varaþingmað-
ur 1967-71 og sat á þingi um skeið.
Hann var alla tíð hernámsandstæð-
ingur og virkur í þeirri sveit, sat í
hreppsnefnd Akrahrepps í átta ár, í
stjórn Ungmennasambands Skaga-
fjarðar, Karlakórsins Heimis,
Hestamannafélagsins Stíganda og
fleiri félögum. Hann var félagi í
Karlakórnum Heimi í áratugi og
þegar Karlakórinn Feykir starfaði
söng hann með báðum kórum.
Magnús lést 3.2. 2013.
Merkir Íslendingar
Magnús Halldór Gíslason
85 ára
Halldóra Theódórsdóttir
Inga Guðlaug Helgadóttir
Þuríður Einarsdóttir
80 ára
Erling Jón Sigurðsson
Guðný Steinsdóttir
Jóhannes Eiríksson
Sigurlaug Ingibjörg
Ásgrímsdóttir
Steinunn Erla
Lúðvíksdóttir
75 ára
Dýrleif Bjarnadóttir
Katrín Lovísa Irvin
Ragnheiður
Rögnvaldsdóttir
Sigmar Pálmason
Viggo Mortensen
70 ára
Bjarni Ingi Gíslason
Elín Kröyer
Fanný Hauksdóttir
Gerður Berndsen
Guðmundur Kristján
Hjartarson
Gunnar Baarregaard
Hjálmur Steinar Flosason
Margrét Eggrún
Arnórsdóttir
Ragnhildur Jóna
Þorgeirsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Steinunn Þórhallsdóttir
Þorgerður Björnsdóttir
Þuríður Davíðsdóttir
60 ára
Allaoua Ægir Si Said
Anna Kristín Fenger
Ari Þorsteinn Þorsteinsson
Arndís Sveina Jósefsdóttir
Árdís Guðríður
Erlendsdóttir
Birna Þórunn Pálsdóttir
Gunnar Kristjánsson
Hrafnhildur Þórðardóttir
Inga Jóhannsdóttir
Páll Eyjólfsson
Stanislaw K. Sniadala
Sveinn Hauksson
50 ára
Aðalheiður Tryggvadóttir
Bjarni Ármannsson
Drífa Valborg Erhardsdóttir
Elínborg Arna Árnadóttir
Eva Margrét Hjálmarsdóttir
Hermann Þór Geirsson
Hillbjörg Helene Heggelund
Hlíf Þorgeirsdóttir
María Teresita Ólafsson
Natalea Demetrescu
Óskar H.J. Viðarsson
Sawid Raknarong
Torfi Hermann Pétursson
40 ára
Árni Hjálmarsson
Bjarki Þór Kjartansson
Elísa Margrét Johnsen
Halldór Sigurkarlsson
Hera Eiríksdóttir Hansen
Ingólfur Guðnason
Katrín Þóra Víðisdóttir
Berndsen
Olga Novikova
Stefka Dimitrova Mihaylova
30 ára
Brynjólfur Steingrímsson
Guðrún H. Guðmundsdóttir
Hákon Fannar Ellertsson
Ingunn Lára Ívarsdóttir
Konráð Freyr Friðriksson
Nicu-Marin Costea
Piotr Zbigniew Bakowski
Rannveig Lára
Sigurbjörnsdóttir
Steinn Friðriksson
Steinunn Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Hákon lærði
íþróttakennarafræði á
Laugarvatni, er íþrótta-
kennari við Grenivíkur-
skóla og einkaþjálfari.
Maki: Steinunn Adolfs-
dóttir, f. 1988, leikskóla-
kennari.
Börn: Alexander Smári, f.
2014, og Aron Ellert, f.
2017.
Foreldrar: Ellert Rúnar
Finnbogson, f. 1957, og
Sigurlína Ragúels Jó-
hannsdóttir, f. 1954.
Hákon Fannar
Ellertsson
40 ára Katrín ólst upp á
Laugarbakka, býr á Akra-
nesi, lauk BA-prófi í
norsku við HÍ og starfar
við Póstinn á Akranesi.
Sonur: Natan Dagur
Berndsen, f. 2009.
Foreldrar: Regína Ólína
Þórarinsdóttir Berndsen,
f. 1954, stuðningsfulltrúi
við Grunnskólann á
Hvammstanga, og Víðir
Gissurarson, f. 1958,
kranamaður hjá Havator í
Gautaborg.
Katrín Þóra Víð-
isd. Berndsen
40 ára Ingólfur ólst upp í
Kópavogi, býr þar, lauk
BEd-prófi frá HÍ og kennir
við Kópavogsskóla.
Börn: Helga Xocthil, f.
2003, og Tómas Pétur, f.
2006.
Systkini: Fanney Dögg, f.
1982; Elías, f. 1987, og
Elísa Björk, f. 1994.
Foreldrar: Geirlaug Ing-
ólfsdóttir, f. 1955, ræsti-
tæknir, og Sigurður Korn-
elíusson, f. 1955, húsa- og
húsgagnasmiður.
Ingólfur
Guðnason