Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Leikhópur í Borgarleikhúsinu setur
upp morðgátu við nokkuð frum-
stæðar aðstæður en sýningin á að
vera nokkurs konar „break-through“
fyrir hópinn. Ekki byrjar það vel því
fljótlega fer allt úrskeiðis; leik-
myndin virkar
ekki sem skyldi,
dyr opnast ekki,
leikmunavörð-
urinn hefur ekki
staðið sig í að
koma fyrir hlut-
um á réttum stöð-
um og leikararnir
kunna ekki al-
mennilega text-
ann sinn,“ segir á
vef Borgarleik-
hússins um enska gamanleikinn Sýn-
ingin sem klikkar sem frumsýndur
verður á Nýja sviði leikhússins annað
kvöld. Úr þessu verði ótrúleg at-
burðarás þar sem allt klikki sem
klikkað geti og rúmlega það og á
meðan streði leikararnir við að koma
til skila hinu dramatíska morðgátu-
leikriti.
Sýningin sem klikkar er eftir
Henry Lewis, Henry Shields og Jo-
nathan Sayer og hlaut Olivier-leik-
húsverðlaunin sem besti gamanleik-
urinn í Bretlandi árið 2015. Leikritið
hefur gengið fyrir fullu húsi í London
allt frá frumsýningu árið 2014 og var
frumsýnt á Broadway í fyrravor þar
sem það er enn sýnt við miklar vin-
sældir. Um íslenska þýðingu sá Karl
Ágúst Úlfsson og leikstjóri er Hall-
dóra Geirharðsdóttir. Leikarar eru
Bergur Þór Ingólfsson, Birna Rún
Eiríksdóttir, Davíð Þór Katrínarson,
Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir.
Helga I. Stefánsdóttir sér um leik-
mynd og búninga.
Reynir mjög á leiktækni
Halldóra segir æfingar hafa geng-
ið vel, þegar blaðamaður slær á þráð-
inn til hennar á þriðjudegi, fjórum
dögum fyrir frumsýningu. „Þetta er
bara eins og að æfa tónverk, allt
snýst um ryþma núna og á loka-
sprettinum er ég í rauninni að af-
henda þeim sýninguna. Þau þurfa
bara að æfa sig í trillunum og hvern-
ig þau gefa boltann. Að leika farsa er
bæði sinfónía og handbolti,“ segir
leikstjórinn.
– Þetta er þá farsi?
„Þetta er gamanleikur og það er
alla vega notuð farsatækni sem er
rosalega hraður fókusflutningur og
reynir mjög á leiktækni leikaranna.
Og svo er bara að taka ákvörðun um
hvort er fyndnara við hverja einustu
setningu, þetta eða hitt.“
– Það er þá að mörgu leyti flókn-
ara að leika í og leikstýra farsa en
annars konar leikritum?
„Það er leiktæknilega miklu flókn-
ara en þú þarft ekki að taka mjög
stórar konseptákvarðanir,“ segir
Halldóra. „Við erum ekki í angist yfir
hörmungum heimsins, erum í raun-
inni bara að hreyfa orku og ekki að
skora á áhorfendur vitsmunalega.
Fólki líður öðruvísi þegar það fer út
en þegar það kom inn en þó ekki vits-
munalega.“
Halldóra segir mælinguna á við-
brögðum áhorfenda úti í sal mjög
skýra þegar farsi sé annars vegar.
„Annað hvort hlær fólk eða ekki. Svo
er freistandi fyrir leikhóp að sækja
það sem við köllum lélegu hlátrana
með lúðalegum bröndurum en við
reynum, eftir fremsta megni, að
koma með góða brandara. Það sem
okkur finnst vera gott grín.“
Þrjár sýningar í gangi
Leikhópurinn sem setur upp
morðgátuna í verkinu er skipaður
mjög metnaðarfullu fólki í tíma-
þröng, að sögn Halldóru. „Það klikk-
ar allt sem getur klikkað,“ segir hún.
– En fyrst sýningin er um sýningu
sem klikkar, vita áhorfendur þá
nokkuð af því ef eitthvað klikkar sem
á ekki að klikka?
„Nei, eins og á æfingu í gær þá
klikkaði margt sem átti ekki að
klikka þannig að það voru eiginlega
þrjár sýningar í gangi: Morð á meðal
vor sem er spennuleikritið og svo
Sýningin sem klikkar sem á að klikka
og svo klikkaði Sýningin sem klikkar
líka. Það voru þjár sýningar í gangi í
gær en ekki bara tvær,“ svarar Hall-
dóra kímin.
– Það hlýtur að vera þægilegt að
vita til þess að ef eitthvað klikkar
sem á ekki að klikka tekur enginn
eftir því?
„Jú, og þau stóðu sig mjög vel í
gær, ég held að áhorfendur hafi ekki
áttað sig á að það var margt sem
klikkaði sem á ekki að klikka,“ segir
Halldóra.
Allt sem getur slegið
leikara út af laginu
Nokkrir leikarar sem voru saman í
bekk í London Academy of Music &
Dramatic Art, LAMDA, settu leik-
sýninguna upp á sínum tíma og Hall-
dóra segir að Hera Hilmarsdóttir
hafi átt að vera með en sökum anna
hafi hún ekki getað það. „Það er eins
og leikhópurinn hafi sest niður og
skrifað niður allar martraðir leik-
arans og hvað geti hugsanlega slegið
þig út af laginu á sviði. Það er eins og
þau hafi búið til tékklista með því og
komið öllu á honum fyrir í þessari
leiksýningu,“ útskýrir Halldóra.
Hún telur að allir geti sett sig í
spor leikara sem standi á sviði
frammi fyrir fjölda áhorfenda og
lendi í því að eitthvað klikki. „Þetta
eru martraðir leikaranna og almenn-
ingur á mjög auðvelt með að setja sig
í þau spor. Leikarar eru oft spurðir
að því hvað þeir geri þegar þeir
gleyma texta eða lenda í hinu eða
þessu og í þessari sýningu fáum við
að sjá hvernig leikhópur bregst við
þegar það gerist allt saman.“
Líkara því að stjórna tónverki
Halldóra er spurð út í þýðingu
Karls Ágústs á verkinu og segir hún
að þýðingin sé afar vel heppnuð.
„Hann fer með okkur inn í útvarps-
leikhúsið af því þetta er spennu-
leikrit, notar orðfæri einhvers konar
spennuleikritaheims og hann hefur
meira að segja skrifað leikrit sjálfur,
Allir á svið, sem er í rauninni byggt á
sömu hugmynd,“ segir Halldóra.
Hún segir að Sýningin sem klikkar
sé mjög vel heppnað verk og að nær
allar brellur sem sjáist í sýningunni
megi finna í handritinu. „Við bætum
náttúrlega okkar við líka, það sem
varð til í æfingaferlinu en það er
rosalega mikið fyrirskrifað í handriti
sem gerir að verkum að ég velti því
stundum fyrir mér hvort þetta er
meira eins og að stjórna tónverki en
að stjórna leikriti,“ segir Halldóra.
Þá megi einnig líka líkja leikstjórn-
inni við klippingu á kvikmynd að því
leyti að beina þurfi athygli áhorfand-
ans að réttu stöðunum.
Trúðatæknin nýtist vel
Síðasti gamanleikurinn sem Hall-
dóra leikstýrði í Borgarleikhúsinu
var Beint í æð árið 2014 og segir hún
Sýninguna sem klikkar flóknari og
minna meira á trúðasýningarnar sem
hún hefur leikið í, Dauðasyndirnar
og Jesú litla. „Þar erum við trúðar
sem eru að leika leikrit þannig að við
erum með tvo heima í gangi og það
sama má segja um þetta verk. Þar er
leikhópur að leika morðgátu þannig
að það eru tvö leikrit í gangi. Mér
fannst því trúðatæknin nýtast mér
mögulega betur en að hafa leikstýrt
farsa,“ segir Halldóra.
Halldóra er að spurð að því hvað
megi alls ekki klikka hjá henni við
leikstjórn svona sýningar og svarar
hún því til að leikstjórinn megi alls
ekki taka frelsið af leikurunum. „Þú
mátt aldrei stíga inn í sköpunarkraft
leikhópsins, mátt ekki þvælast fyrir
sköpunarkrafti þeirra, þá tapa þau
gleðinni og þá er allt ónýtt.“
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Martraðir leikarans
Allt sem getur klikkað klikkar í farsanum Sýningin sem klikkar sem hlaut Olivier-verðlaunin árið
2015 „Að leika farsa er bæði sinfónía og handbolti,“ segir leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir
Halldóra
Geirharðsdóttir
Klikkun Hjörtur Jóhann og
Hilmar í Sýningunni sem klikkar.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 16. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaupsblað
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl