Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 44

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 44
FÖSTUDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Þakklát fyrir að hafa sest í sófann 2. Heiðrún Anna heimsótt … 3. Saup hveljur rétt fyrir áreksturinn 4. 26,3 milljónir í laun … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stuðmannamyndin Með allt á hreinu frá 1982 verður sýnd í Bíó Paradís annað kvöld, laugardag, kl. 20. Áhorfendum býðst að syngja með því söngtextar birtast á skjánum í öll- um lögum myndarinnar. Gestir mega syngja með í bíósalnum  Þýska útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon gefur í dag út tvöfalt albúm með tónlist Jóhanns Jóhanns- sonar sem nefnist Englabörn & Var- iations. Um er að ræða endur- hljóðblöndun á Englabörnum, fyrstu sólóplötu Jóhanns sem breska út- gáfufyrirtækið Touch gaf út 2002, auk nýlegra tilbrigða. Eitt þeira er pí- anóverk sem Víkingur Heiðar Ólafs- son leikur. Í kynningartexta á vef DG er Englabörnum lýst sem földum fjár- sjóði og Jóhanni hampað fyrir mikil- vægt framlag hans til að bræða sam- an klassísk og elektrónísk hljóðfæri. Ótímabært fráfall hans er harmað og segjast starfsmenn DG á sorgar- tímum ylja sér við minningar um hlýja nærveru Jóhanns og dulúð, „þurran húmor og þrotlausa og ein- arða leit hans að nýjum hljóðum og hugmyndum. Hljóðheimur Jóhanns var einstakur og tómið sem and- lát hans skapar verður aldrei hægt að fylla. Máttur tón- listar hans lif- ir áfram og snertir við okkur“. „Hljóðheimur Jó- hanns var einstakur“ Á laugardag Norðvestlæg átt, víða 5-13 m/s. Dálítil él eða slyddu- él, en þurrt og bjart sunnan- og suðaustanlands. Samfelld snjó- koma á Austurlandi um kvöldið. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða hæg suðlæg eða breytileg átt, stöku slydduél sunnanlands en bjartviðri austantil. Gengur í norðan 10- 18 vestast á landinu með snjókomu eða slyddu. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR „Íslendingar eru yfirleitt mjög bjartsýnir og þeir bjuggust við því að við fær- um á HM, en þeir eru líka raunsæir svo ef við töpum leik eru þeir bjartsýnir fyrir næsta leik á eftir,“ sagði Heimir Hallgrímsson m.a. á blaðamannafundi karla- landsliðsins í fótbolta í Santa Clara í gærkvöld. Anna Marsibil Clausen skrifar um fundinn fyrir Morgunblaðið. »1 Bjuggust við að við færum á HM Frá því að úrslitakeppni um Íslands- meistaratitilinn í handknattleik karla var tekin upp á ný fyrir nærri áratug hefur það síst verið ávísun á Íslands- meistaratitilinn að verða deildar- meistari. Aðeins 2010 og 2016 varð sama lið deildarmeistari og Íslands- meistari. Haukar í bæði skipti. Á síðasta ári vann FH deildar- keppnina en Valur, sem varð í sjö- unda sæti í deildinni, stóð uppi sem Ís- landsmeistari, reyndar eftir rimmu við FH. »4 Sigur í deildinni ekki verið ávísun á titilinn KR sló Njarðvík út úr úrslitakeppni Ís- landsmóts karla í körfuknattleik í gær með 81:71 sigri í þriðja leik lið- anna í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Breið- holtinu mættust ÍR og Stjarnan þar sem ÍR hafði betur 67:64. ÍR-ingar eru þar með 2:1 yfir í rimmunni en næsti leikur verður í Garðabæ. Í kvöld eigast við Tindastóll og Grindavík sem og Haukar og Keflavík. »2-3 Njarðvíkingar komnir í sumarfrí í körfunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norður- landamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Dan- mörku um liðna helgi. Hann varð einnig hlutskarpastur í gerð skraut- stykkja. Svíar urðu í 2. sæti í liða- keppninni, Norðmenn í því þriðja og lið Íslands hafnaði í fjórða og neðsta sæti. „Keppendur Íslands stóðu sig al- veg eins og hetjur, keppnin var mjög jöfn og mjótt á mununum,“ segir Sig- urður. Hann bætir við að verðlaunin hafi mikla þýðingu fyrir hann. „Fag- lega séð er þetta mikill heiður og er ég að uppskera ávöxtinn af mikilli vinnu og mörgum tímum í bakaríinu. Persónulega hefur þetta kannski ennþá meiri þýðingu þar sem ég fékk heilablóðfall fyrir einu og hálfu ári og var frá vinnu í tvo mánuði. Gerðist reyndar viku eftir að ég varð aðstoðarþjálfari danska bakaralands- liðsins. Ég komst upp úr þeim erfið- leikum með hjálp fjölskyldu og vina en ekki síst landsliðsins sem stóð við bakið á mér allan tímann.“ Eins og Haukar á móti FH Undanfarin 15 ár hefur Sigurður unnið sem bakari og konditor í Ála- borg í Danmörku. Hann hafði verið aðstoðarþjálfari danska bakaralands- liðsins í eitt ár þegar hann var beðinn um að taka að sér skrautstykkið í ár og segist ekki hafa getað skorast undan því. „Þetta var líka góð leið til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti verið á meðal þeirra bestu.“ Sigurður lærði fagið í Kökubank- anum í Garðabæ og vann þar í fjögur ár. Hann starfaði í stuttan tíma í Breiðholtsbakaríi áður en hann flutti til Danmerkur í janúar 2003 til þess að mennta sig sem konditor. Hann hefur farið á ótal námskeið, m.a. í Bandaríkjunum, og sjálfur kennt á mörgum námskeiðum. Hann var í fyrsta danska kontitor-landsliðinu 2008-2010, en undanfarin ár hefur hann verið fagkennari í Álaborg. „Ég ætlaði mér alltaf að vinna í kökunum og hef sérhæft mig í þeim,“ segir Sigurður. Hann fékk verðlaun fyrir sveinsstykkið á sínum tíma og í keppninni nú fékk hann sérstök verð- laun fyrir brauðskrautstykki. Það varð að vera í brauðlitum og var að mestu úr rúgmjöli, vatni og sykri, en þemað var íþróttir, eða sport. Mikið er lagt upp úr bakstri í Dan- mörku og Sigurður segir að ekkert sé til sparað í sambandi við lands- liðið. „Við höfum allt til alls sem gerir þátttökuna enn skemmtilegri,“ segir hann. Hafnfirðingurinn segir það hafa verið sérstakt að keppa á móti Íslendingum, en í íslenska liðinu voru Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri bakaradeildarinnar í Hótel- og mat- vælaskólanum, Birgir Þór Sigur- jónsson, yfirbakari hjá Brauð & Co, og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, bakari hjá Sandholt. Daníel K. Ár- mannsson var í hópi dómara. Sig- urður segir að sem barn hafi hann búið í norðurbænum í Hafnarfirði og æft og spilað með FH. Síðan hafi hann flutt í suðurbæinn og gengið í Hauka. „Það var alltaf mjög skrýt- ið að keppa á móti félögum mínum í FH og tilfinningin núna var eins.“ Sigurður í gullliði Dana  Skrautstykki hans fékk fyrstu verðlaun á NM Meistarastykkið Sigurður Baldvinsson leggur lokahönd á verkið, sem var í anda Ólympíuleikanna. Gulllið Dana Frá vinstri: Asger Redsø, einn af þjálfurum landsliðsins, Per Eckholdt, Sigurður E. Baldvinsson og Stephanie Carbel Svendgaard.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.