Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Á Íslandi er leitun að manneskju sem er betur að sér um franska mat- argerð en Dominique Plédel Jóns- son. Hún ólst upp í miðborg Parísar en kom fyrst til Íslands árið 1969. „Á þessum tíma voru stúdentahreyfingarnar að setja allt á hvolf í Frakklandi, og við vorum átta í landafræðinámi í háskóla við París sem þurftum að fara í rannsóknarferðalag. Við ákváðum að velja land sem væri eins langt frá prófessorunum okkar og hægt væri, og stað þar sem enginn þeirra hefði ítök eða hefði gert nokkrar rannsóknir. Væru þeir annars vísir til þess að birta okkar rannsóknir undir sínu eig- in nafni,“ segir Dominique um hvernig Ísland varð fyrir valinu. Er skemmst frá því að segja að námsferðin var örlagarík fyrir Dominique, og árið 1970 sest hún að á Íslandi. Hefur hún búið á Íslandi alla tíð síðan, ef undan eru skilin tíu ár í Dan- mörku og Noregi. Í dag er Dominique m.a. for- maður íslensku Slow Food-samtakanna og rekur Vínskólann. Lærði að elda fisk Frakkar eru miklir matgæðingar og búa að merkilegum matar- og drykkjarhefðum. Ljúf- feng vín, góðir ostar og bakkelsi í hæsta gæða- flokki eru hluti af daglegu lífi Frakka, og þeg- ar mikið liggur við má gæsalifrarkæfuna og trufflurnar ekki heldur vanta. Það hljóta því að hafa verið viðbrigði fyrir Dominique að koma til litla Íslands í lok 7. áratugarins, inn í sam- félag sjómanna og bænda. „Við urðum að læra á íslenskar matarvenjur, temja okkur að elda fisk og raunar líka læra að kaupa hann, og átta okkur á íslensku mjólkurvörunum. Það sem mér fannst þó helst vanta var betra úrval af ávöxtum og grænmeti. Gæsalifrarkæfunnar og truflanna saknaði ég ekki sérstaklega, enda svosem ekki hluti af venjulegu matræði náms- manns í Parísarborg á þessum tíma og frekar álitið efristéttarmatur.“ Í dag er úrvalið í íslenskum matvöruversl- unum allt annað. Í öllum betri búðum má finna hráefni og krydd frá öllum heimshornum, framandi ávexti sem komu til landsins með flugi daginn áður, og flest undirstöðumatvæli Frakklands. Þeir sem vilja elda á franska vísu um páskana þurfa því ekki að láta neitt stoppa sig. Hrifnir af lambi, önd og kanínu Dominique segir matarhefðir Frakka á pásk- um geta verið breytilegar eftir héruðum, og eftir fjölskyldum, en margir velji þó að bjóða upp á lambakjöt „Lamb er hátíðarmatur í Frakklandi, ekki ódýrt kjöt þar í landi og hef- ur aldrei verið. Kanínukjöt er líka algengur kostur á páskum, enda ekki langt síðan mátti eiga von á að finna litla kanínurækt í bakgarð- inum á frönskum heimilium. Önd tíðkast líka á veisluborðum um páska, og egg verða líka meira áberandi á þessum árstima.“ Íslendingar luma á einum rétti sem Frakkar eru æstir í, hvort heldur á páskum eða öðrum tímum árs, og ætti að geta verið hluti af franskri páskaveislu í ár. „Ég held enn góðu sambandi við gömlu skólafélagana og þegar ég hitti hópinn þá er það besta sem ég get fært þeim annars vegar íslenskt lambakjöt, og hins vegar íslensk reykt þorsklifur,“ segir Dom- inique en reykt þorsklifur hefur verið fram- leidd á Íslandi um nokkurt skeið eftir að fram- leiðslan færðist frá löndunum umhverfis Eystrasaltið. Þorsklifrina má borða beint upp úr dósinni og t.d. smyrja á kex eins og fínustu gæsalifrarkæfu. Ef halda á upp á páskana á franska vísu minnir Dominique á mikilvægi þess að hafa máltíðina fjölbreytta og í góðu jafnvægi. Frakkar vilji hafa margréttað, meira að segja hversdags, og að máltíðir innihaldi eitthvað úr flestum fæðuflokkum. „Er byrjað á forrétti sem er oft grænmetisréttur og þvínæst borinn fram aðalrétturinn sem getur verið kjöt eða fiskur. Á milli rétta þykir gott að bjóða upp á osta og ef til vill ávexti eða eitthvað súrsætt í eftirrétt. Þó það sé þríréttað þá er samt ekki borðað mikið, og matarmagnið í heildina ekki meira en í hefðbundinni íslenskri máltíð.“ Gerir meira úr ostunum Fyrir viðtalið hleraði Dominique hjá vinum sínum vítt og breitt um Frakklkand hvaða rétti þeir útbúa á páskum. Kom í ljós að páska- hefðirnar eru fjölbreyttar. „Lambalæri reynd- ust á matseðlinum hjá mörgum og þá oft með miklu af grænmeti með,“ upplýsir Dominique. „Einn hefur það fyrir sið að gera afskaplega áhugaverðan laxarétt þar sem hann býr til hreiður úr smjördegi, setur reyktan lax í botn- inn, og svo hleypt egg (e. poached).“ Sjálf lumar Dominique á nokkrum góðum réttum sem má grípa til á páskum. „Þegar ég býð gestum upp á osta þá geri ég oft eitthvað meira við íslensku ostana enda úrvalið ekki al- veg það sama og í Frakklandi. Með hnetum og öðru góðgæti má búa til n.k. smárétti úr ost- unum og auka fjölbreytnina bæði fyrir augað, þefskynið og bragðskynið,“ segir hún. „Saba- yon er líka eftirréttur sem er í uppáhaldi, klassískur franskur eggjabúðingur með freyði- víni sem er léttur í maga og fer t.d. vel með mangóbitum.“ Hvaða vín fer best með lambinu? Það ætti enginn að skammast sín fyrir að þykja ekki alveg augljóst hvers konar vín hentar best með íslensku lambi, enda lamba- kjötið hvorki lauflétt og ljóst einsog kjúklingur né þungt og blóðugt eins og nautakjöt. Dominique segir að þó fylgja megi nokkrum þumalputtareglum þá sé eina reglan sem fólk þarf að hafa í huga að velja það vín sem því sjálfu þykir gott með lambinu, hvort sem það er hvítt eða rautt. „Frakkar myndu þó telja að gott væri að fá sopa af rauðvíni með lambakjöti enda eru efni í víninu sem hjálpa við að melta kjötpróteinið. Lambakjöt hefur frekar fágað bragð og þarf að velja vín sem er ekki svaka- legur „bolti“. Má t.d. beina fólki að spænsku Rioja vínunum, frönsku vínunum frá Bordeaux og Chianti Classico vínunum frá Ítalíu og þurr- um vínum frá Rhône með góðan ávöxt. Vín með vissan „elegans“ ættu að henta best.“ ai@mbl.is Fjölbreytt páskamáltíð og í góðu jafnvægi Frakkar halda mikið upp á reykta íslenska þorsklifur og eru hrifnir af að borða lamb á páskum. Gott rauðvín með vissan „elegans“ fer vel með lambakjötinu. Upplifun Dominique segir fágað bragð lambakjötsins kalla á vín sem er ekki of mikill „bolti“. Það gæti reynst erfitt að finna kan- ínukjöt á Íslandi, en það er þess virði að prófa því kjötið er magurt og bragðgott, og afar góð tilbreyting. Þetta er ein- staklega vinsæl uppskrift og ódýr í Frakklandi, þar sem ekki er erfitt að hafa kanínur í bakgarðinum. Fyrir fjóra: 1 kanína skorin í bita 4 msk sinnep „àl‘ancienne“ (grófkorn- að) 2 skarlotslaukar fínskornir ½ teningur af kjúklingakrafti leystur í sjóðandi vatni 25 cl rjómi 2 msk olíu 30 gr smjör 1 búnt steinselju Salt og pípar Hitið smjörið og olíuna í steypujárns- potti og brúnið kanínukjötið. Lækkið hitann. Bætið skarlotslauknum við og steikið áfram þangað til hann er farinn að brúnast. Bleytið með kjúklingakraft- inum, saltið og píprið, setjið lokið á og látið malla í 30 mínútur. Bætið svo sinnepinu og rjómanum út í, blandið þessu vel saman með sleif, smakkið til og loks skreytið með fínsaxaðri stein- selju. Eldið áfram í 15 mínútur og berið fram með t.d. ferskum pasta. Kanína í sinnepi Besta fáanlega lambakjöt í Frakk- landi er ekki ýkja ólíkt íslensku lambakjöti (sem er að sjálfsögðu það besta í heiminum!): það er af lömbum sem alast upp við sjáv- arsíðu og bíta gras sem hefur tek- ið ákveðna seltu í sig. Það er kall- að „pré-salé“ („forsaltað“ eða „úr söltuðum engjum“, hægt að lesa þetta tvennt úr nafninu). Hér heima á Íslandi er það helst kjötið frá Höllu í Ytri Fagrasal sem hefur tekið við á mínum diski, og er það enn betra en „pré salé“ frá æsku- árunum. Hvítlauksgeirar (3-4 nokkuð stóra, helst ítalska) Timian (ríflega) Rósmarin (nokkrar greinar eða í mesta lagi 1 mtsk) Andafita 1 krukka Gróft sjávarsalt frá Saltverki Blandið saman andafitu, hvítlauknum (pressuðum), salt- inu, kryddjurtunum og smyrjið lærið vel og vandlega, jafnvel nuddið þannig að fitan komist inn í kjötið. Það þarf jafnvel að skera burt hluta af fitunni á lærinu til að nudda blöndunni betur inn í vöðv- ann.Steikið í ofninum á 200° fyrst í 15 mínútur og svo 160° í 20-25 mínutur fyrir hvert ½ kg til að fá rósasteikt innst í kjarnanum. Vökvið á 15 mínutna fresti með blöndu af heitu vatni og andafitu. Fyrir þá sem það vilja er hægt að steikja („confit“) hvítlauk í fatinu. Meðlæti eftir árstíðinni: grænar strengjabaunir, aspars vafinn í beikon, ofnbakaðar kartöflur með sjávarsalti. Lambalæri à la française Einfaldur og fallegur forréttur, krefst þess einungis að kunna að hleypa egg (sjóða í vatni). Þessi forréttur þekktist ekki í minni æsku því reyktur lax var ein- faldlega ekki á hvers manns borði, en er orðinn mjög vinsæll og vel viðeigandi á páskaborðinu. Fyrir fjóra: 4 egg 1 tsk edik (epla eða rauðvíns) 4 góðar breiðar sneiðar af reyktum laxi 4 skeiðar af grískri jógurt frá Örnu 2 litlir skarlottslaukir fínskornir 2 msk. graslaukur Salatblöð, krisuberjatómatar, balsam- edik, grásleppuhrogn til að skreyta Sjóðið vatn með ediki, hleypið eggin varlega, eitt í einu og leggið þau á eld- húspappír til að þurrka vatnið, geymið þau til hlíðar á diski. Blandið saman jóg- úrt, skarlotslauknum, graslauknum, salti og pípar. Skerið breiðar sneiðar af reykt- um laxi, leggið þær í botn skálar, myndið rúllu með hleypta eggið í miðjunni (bind- ið laxarúlluna með graslauksstráum). Geymið í ísskáp í minnst 2 klst. Berið fram á diski ofan á 1 msk af jógúrt- blöndu, með salatblöðum, skornum kirsuberjatómötum og dressing af bal- samediki, grásleppuhrognum eða því sem er við hendina. Eggja- og laxahreiður Vonandi verður hægt að fá hvítan nýjan aspas í versl- unum í staðinn fyrir þessa bragðlausu frá Perú, páskar eru rétti tíminn fyrir nýjan aspas sem er lost- æti þegar árstíminn er réttur. Hér er hann borinn fram með léttri mousseline-sósu þar sem sterkt Di- jon-sinnep og graslaukur eru í öndvegi. Fyrir fjóra: 800 gr ný aspas (hvítur eða grænn) 1 egg, mjög ferskt 1 msk. Dijon sinnep, sterkt 20 cl olíu búnt graslaukur fínskorinn safinn frá ½ sítrónu salt og pípar Sjóðið (eða enn betra: gufusjóðið) aspasinn í sölt- uðu vatni í 15 mínútur og geymið til hlíðar. Sósan: skiljið að rauðu og hvítu í egginu, þeytið hvituna stíft og geymið. Setjið rauðuna í skál ásamt sinnepinu, saltið og píprið og hellið smá saman olíuna um leið og þeytt er með písk eða þeytara. Þegar majónes er tilbúið, bætið sítrónusafann, graslauknum og eggja- hvítunni varlega, geymið í ísskáp. Borið saman fram, volgan aspas og kalda mousseline-sósu. Nýr hvítur aspas með mousseline sósu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.