Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Það eru til ótal leiðir til að
„páska“ heimilið svolítið upp
og guli liturinn getur dúkkað
upp á ólíklegustu stöðum.
18
23.03.2018
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Guðrún Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók Hari
Prentun
Landsprent ehf.
Það felast ýmiskonar tímamót í hátíðinni sem við kennum við páska.
Páskahelgina höldum við heilaga til að minnast upprisunnar og lífs-
ins, og að sama skapi vaknar jörðin og náttúran til lífsins. Á fésbók
dúkka skyndilega upp myndir um þessar mundir þar sem fólk setur
feginsamlega inn myndir af grænum laukum sem gægjast upp úr
mold, jafndægur að vori eru að baki svo dagurinn er lengri en dimm-
an næstu mánuðina – þetta er allt saman einhvern veginn upp á við
og lífið er einfaldlega léttara. Þá skyldi enginn gera lítið úr því hvað
brot úr páskaeggi getur gert fyrir sálartetrið í amstri dagsins.
En flestir sem spjallað er við á síðum þessa blaðs virðast sammála
um að eitt það indælasta sem páskahelgin hefur í för með sér sé sá
almenni siður að taka tíma til slökunar og rólegheita, í nánd við sína
nánustu, og leitast við að eiga samverustund sem hleður gömlu
batteríin sem okkur er svo tamt að tala um. Hvað vill maður meira?
Jú – páskaegg. Það má helst ekki vanta.
Morgunblaðið/Hari
Upprisan, lífið og loksins lengri dagar
Páskarnir í Ungverjalandi eru tals-
vert mikið frábrugðnir þeim sem
haldnir eru á Íslandi, segir Antonia
Hevesi í spjalli um hátíðina.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
8
Linnea Hellström segir frá því
hvernig halda skal hátíðarveislu
með vegan-nálgun og gefur girni-
legar uppskriftir sem fá kjötætur til
að hugsa sig tvisvar um.
Morgunblaðið/Hari
14,16
Árstíðabundinn bjór verður sífellt
atkvæðameiri og páskabjórinn er
þar engin undantekning. Við kíkjum
á innlenda páskabjóra í ár.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
34-35
Páskaskraut tekur furðumiklum
breytingum frá einu tímabili til
þess næsta. Sumt eldist vel, eins
og gengur – annað ekki eins vel.
Sjón er sögu ríkari.
Morgunblaðið/Ásdís
36-37