Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 16

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 5 dl flysjaðar, soðnar og kældar sætar kartöflur (2-3 stk) 5 dl heilkorna spelt hveiti 1,5 dl kókoshnetusykur 2,5 dl vatn 1 dl agave sýróp ½ msk balsamic edik 1 msk vanilludropar ½ dl fínt saxað dökkt súkkulaði 1 dl kakóduft 1 tsk sjávarsalt 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 1. Forhitið ofninn í 175 gráður 2. Blandið saman í matvinnsluvél eða blandara sætum kart- öflum, vatni, agave sýrópi, balsamic ediki & vanilludropum þangað til blandan er silkimjúk. 3. Sigtið saman þurrefnin í stóra skál, nema súkkulaðið, það má fara beint í skálina, og hrærið sætkartöflublönduna sam- an við. 4. Skiptið deiginu í tvö form sem búið er að smyrja með kók- osolíu og bakið svo í 20-25 mínútur, fer eftir ofninum. 5. Látið formin kólna á grind áður en kakan er sett saman. Gerum kremið á meðan! Súkkulaðikrem 3 dl flysjaðar, soðnar og kældar sætar kartöflur (1-2 stk) 1, 5 dl kókoshnetusykur 1,5 dl hnetusmjör 1 dl kakóduft 1 tsp vanilludropar 2-5 msk jurtamjólk 1 tsk sjávarsalt 1. Blandið saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til silkimjúkt og stillið af þykktina ef þarf með jurtamjólk og sætuna með kakó eða agave. 2. Látið kólna í ísskáp þangað til kakan er sett saman. Kakan Það er nóg krem í uppskriftinni til að setja lag á milli botn- anna ásamt því að hjúpa kökuna alla. Það er meira að segja nóg til að mega stelast í smá smakk. Kakan er hér skreytt með súkkulaðihjúpuðum kirsuberjum og kókosbitum og svo er bláberjasalti sáldrað yfir. Sætkartöflu-súkkulaðikaka Morgunblaðið/Hari 1 fínlega niðursneitt fennel 2 fínlega sneiddar perur 6 fíkjur skornar í fernt 1 væn lúka sneidd vínber 1 dl karamellíseraðar pekanhnetur* 100 g arugula salat 1 pakki sneiddar radísur Blandið saman í skál með skvettu af ediki, sítrónusafa og ólívuolíu *Snögg-karamellíserið pekanhnet- urnar á pönnu á miðlungs- eða lágum hita í nokkrar mínútur í bráðinni kók- osolíu eða margaríni, agave-sýrópi og klípu af sjávarsalti. Þegar hneturnar hafa kólnað aðeins hafa þær á sér sætt, stökkt yfirborð. Sælkera salat 2 dl pekanhnetur 1 dl möndlur 200 g arugula salat 50 g / 1 pakki basilíka, eða steinselja Safi úr 2 sítrónum ½ hvítlaukur 2 msk næringarger 3 msk ólívuolía Sjávarsalt & pipar Maukið með slætti í blandara uns æskilegri þykkt er náð. Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar. Pestó Grænt, gómsætt og hátíðlegt Þegar við förum yfir veisluborðið sem Linnea reiddi fram leynir sér ekki að það er auðveldara en margan grunar að útbúa hátíðarmat með grænum hætti. Hverjum hefði dottið í hug að búa mætti til svo girnilega súkkulaðiköku, úr þeim hráefnum sem Linnea notar? Undirritaður er að minnsta kosti steinhissa, forhert kjötæta sem hann er, og ég bið hana um að segja mér aðeins frá rétt- unum sem á veisluborðinu eru. Þess er rétt að geta að allar uppskriftir eru eftir Linneu sjálfa. „Hér er semsagt um að ræða veg- an-valkost við hátíðarkvöldmat um páskana,“ segir hún. „Í aðalrétt útbjó ég fylltan krans úr smjördeigi, með hliðsjón af hefðbundnum páska- mat á Íslandi og Svíþjóð. Í staðinn fyrir lambakjötið nota ég oumph, [lesist úmf] sem er sojakjöt. Það má nota aðrar vörur en mér finnst oumph vera prýðilegt til að kynna fólk fyrir vegan-valkostum við kjöt. Það er svo auðvelt að elda það, það tekur vel við kryddi, og fólk á auð- velt með að elda það jafnvel þó það sé annars óvant því að elda vegan. Áferðin er venjulega lík kjúklinga- kjöti en fyrir þennan rétt ákvað ég að marinera það, hakka og reyna að líkja eftir lambakjöti,“ bætir Linnea við. „Með því að útbúa kransinn langaði mig að gera réttinn sér- staklega hátíðlegan, í staðinn fyrir kjöt og kartöflur. Þessi réttur gæti verið miðpunkturinn á veisluborði, líka þar sem grænkerar og kjötætur setjast saman til borðs.“ Blaðamaður staldrar skyndilega við þá staðreynd að Linnea segir kransinn vera úr smjördegi. Smjör er jú dýraafurð og mjólkurvara? Linnea hlær við. „Smjördeig er eiginlega „óvart“ vegan, því þó það heiti smjördeig þá er ekkert smjör í því ef maður kaupir það tilbúið út úr búð. Þetta er nokkuð sem margir vita ekki og er örugglega gagnleg ábending fyrir marga því það auð- veldar allskonar matreiðslu og bakstur fyrir þá sem vilja borða veg- anmat.“ Morgunblaðið/Hari Hnossgæti „Ég hugsaði bara um hvað það er sem gerir það að verkum að fólki finnst lambasteik góður matur, og vann út frá því við að setja saman réttinn.“ Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og á geoSilica.is Renew er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica til að styrkja húð, hár og neglur. Unnið úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísil, sink og kopar í hreinu íslensku vatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.