Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 31
FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 31 Lyf & heilsa Austurveri lokar vegna breytinga kl. 18.00 þann 28. mars. Opnum aftur 2. apríl kl. 10.00. Lyf & heilsa Granda er opin á skírdag og annan í páskum frá 10–22. Þar verður hins vegar lokað á föstudaginn langa og páskadag. Opið alla aðra daga frá 10–22. Breytum& bætum Við hlustum spurð um uppáhalds sælgætið nefnir Hulda Nirvana-súkkulaðið frá Rap- unzel. „Dökkar súkkulaðirúsínur þykja mér líka rosalega góðar. Lakkrís held ég einnig upp á, og yf- irleitt að hann er vegan, en þó svo að standi mjólkursýra á innihaldslýs- ingunni er það efni ekki fengið úr mjólk í þessu tilviki. Margir sælgæt- isframleiðendur eru líka farnir að fjarlægja gelatín úr hlaupvörunum sínum og má mæla með sænska Bubs hlaupinu.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 1 eggaldin 1 tsk olía 1 tsk salt 1 tsk timían Skerið eggaldin í tvennt, skerið langsum og þversum í aldinkjötið án þess að skera í hýðið. Látið ol- íu rigna létt yfir hvorn helminginn um sig og kryddið með salt og timían. Bakið eggaldinið í um 20 mínútur við 185°C. Eggaldinið er sérstaklega gott með kínoasal- atinu. Hver og einn er líklegur til þess að borða hálft til eitt eggald- in. Grillað eggaldin 1 msk olía (eða vatn) 1 rauðlaukur 2 hvítlauksgeirar 3 gulrætur (regnboga ef vill) 2 stilkar sellerí Salt og pipar eftir smekk ¼ tsk saffran mulið 2 ½ dl kínóa 5 dl vatn 1 teningur grænmetiskraftur 3 msk sítrónusafi 1 dl steinselja ½ dl kóríander 1 msk sítrónubörkur 1 lítill haus af rauðkáli Hitið upp olíuna á pönnu (eða vatn), bætið við lauk, hvítlauk, gul- rótum, sellerí, salt og pipar og steikið í um fimm mínútur eða þar til grænmetið fer að brúnast. Bætið við saffran og kínóa og eldið í um 2 mínútur til viðbótar. Bætið þá við vatni, grænmet- iskrafti, sítrónusafanum og berk- inum. Náið upp suðu, lækkið hitann, setjið lok á og sjóðið í um 15 mín- útur eða þar til allur vökvi er horf- inn. Slökkvið undir og leyfið að standa í um 10 mínútur, bætið þá við steinselju, kóríander og smakk- ið til með salt, pipar og sí- trónuberki. Notið svo rauðkálslaufin sem skálar undir salatið. Saffran kínóa salat í rauðkálsbát 1 mangó 1 lárpera ½ rauðlaukur 2 msk saxað ferskt kóríander ½ límóna Flysjið mangóið og skerið í bita, skerið avokado í tvennt (skerið í kringum steininn) og svo í teninga. Skerið rauðlaukinn mjög smátt og saxið kóríanderið. Blandið öllu sam- an í skál og kreistið límónu yfir. Mangó salsa Getty Images/Thinkstock Fljótlegt Ekki kallar á mikla fyrirhöfn að gera fallegan græn- metisrétt sem gleður. 1 pakki tortilla vefjur (minni gerðin, 8 kökur) 2 krukkur salsa sósa, eða 1 stór taco sósa 2 dl Oatly barista (eða 1dl Oatly rjómi) 1 kúrbítur1 eggaldin 1 laukur 2 dl frosinn maís 5 meðalstórir sveppir 1 dl saxað grænkál 2 msk taco krydd (smakkið til) 1 tsk sriracha sósa Smakkið til með salt og pipar eða kryddblöndu Rifinn veganostur að eigin vali (mér finnst best að rífa Violife kubbana) Setjið salsa/ taco sósu í pott, bætið við Oatly mjólkinni og hitið. Skerið niður allt grænmetið og setj- ið út í pottinn. Bætið kryddblönd- unni og sósunni við og smakkið til. Náið upp suðunni. Takið eldfast mót og smyrjið með örlítilli olíu, raðið tortilla kökunum í botninn og skerið til svo passi í formið. Setjið helming af blöndunni í formið og raðið restinni af kök- unum yfir. Toppið þá aftur með restinni af blöndunni og setjið rifna ostinn yfir. Bakið við 180°C í um 20 mín eða þar til osturinn er bráðn- aður og lasagnað er byrjað að bubbla. Vegan tortilla lasagna 3 dl hveiti 1 tsk þurrger 1 tsk salt 1 msk hlynsíróp (e. maple) 1 dl volgt vatn 1 msk olía Allt sett saman í hrærivélarskál að undanskilinni olíunni og krók- urinn notaður til þess að hnoða deigið. Þegar deigið er orðið að fal- legum bolta er olíunni hellt yfir og skálin sett á hlýjan stað með röku viskustykki yfir. Deigið er svo flatt út í ferning og fyllt. Fylling 3 msk smjör 1 msk kókospálmasykur Sonnentor turmeric kryddblanda (fæst í Heilsuhúsinu) Fyllingin er þeytt saman og smurt á ferninginn. Deiginu er svo rúllað upp. Skorið í 2 cm bita og raðað á bökunarplötu. Best er að baka snúðana við 160°C í 15 mín og gott er að setja eldfast mót með vatni í í botninn á ofninum. Glassúr 75 g vegan smjör/smjörlíki (Ljóma smjörlíki til dæmis) 4 dl flórsykur, ½ dl vatn, 1 tsk sítrónudropar, 1 tsk möluð lofnarblóm (e. lavender) (fæst í Tiger), 1 dropi fjólublár mat- arlitur (ef vill) Smjörlíki brætt í potti, látið kólna aðeins, bætið þá við flór- sykri, vatni, sítrónudropum og möl- uðum lavenderblómum. Hrærið saman þar til blandan er slétt og fín. Bætið þá við matarlitnum. Mér þykir skemmtilegt að hafa litinn í þó hann sé óþarfur. Þá má líka setja einn þráð af saffran í stað matarlitsins og þá eru snúðarnir bara gulir, en ekki gulir og fjólublá- ir. Páskasnúðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.