Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með í ferðalagið um páskana U m þessar mundir stendur mikið til hja Sigrúnu Ellu en hún er á leiðinni á konditori-heimsmeist- arakeppnina sem fer fram í München í september. Hrafnhildur Anna Kroknes, sem er menntaður bakari frá MK og konditor frá ZBC, er að fara að keppa og Sigrún Ella fer sem þjálf- ari fyrir Íslands hönd. „Við erum að fara að keppa fyrir Ísland á heimsmeistarakeppni undir 25 ára í sætabrauði í München og þessi heimsmeistarakeppni er á veg- um UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim,“ út- skýrir Sigrún Ella. „Keppnin var fyrst haldin árið 2016 í Hollandi og er haldin í annað sinn núna í Þýska- landi samhliða stórsýningunni IBA í september 2018. Það er einnig gam- an að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir keppanda í þessa keppni.“ IBA er sýning í Þýskalandi sem verður haldin dagana 15.-20. sept- ember 2018, en þetta er vettvangur fyrir aðila sem koma að veitinga- rekstri af eitthverju tagi og hefur verið haldin síðan 1949 og er haldin á þriggja ára fresti. Um 1300 fyrirtæki eða einstaklingar frá 57 löndum eru að sýna og kynna þeirra vörumerki og koma um 78.000 gestir frá 167 löndum á þessu viðamiklu sýningu. Konfekt eitt af uppáhalds verkefnunum „Við byrjum á því að læra að gera konfekt í náminu,“ segir Sigrún Ella um þessa sætu mola sem erfitt getur verið að standast. „Það getur verið allt frá marsipani upp í fallegar fyll- ingar svo sem núggat, hnetur, ávexti, og svo „ganache“ sem er oft- ast notað,“ útskýrir hún. „Konfekt er eitt af mínum uppá- halds verkefnum af öllu því sem ég tek mér fyrir hendur, bæði vegna fínvinnunnar sem felst í konfekti og líka vegna temprunar á súkkulaði – sem er ekki bara temprun. Það er mikið á bakvið það,“ bætir hún við. „Það skiptir miklu máli að æfa sig vel því að æfingin skapar meist- arann.“ Gott eftir matinn um páskana Þegar talið berst að kökum á borð- um um páskana segir Sigrún klass- íkina vera í mestu uppáhaldi. „Persónulega finnst mér gömlu terturnar bestar, þar á meðal peru- terta, pavlova, skyrterta og rjóma- tertur eins og amma gerir. Því auðveldari að búa til, því betri. En það er alltaf gaman að nostra í eldhúsinu fyrir góð matarboð, þá að- allega súkkulaðimústertur.“ Þegar Sigrún Ella er beðin um hollráð fyrir okkur viðvaningana, sem elskum að borða góðgæti á páskunum, en erum kannski ekki best í heimi að búa það til, hugsar hún sig um. „Eftir þunga máltíð eins og páska- lærið er alltaf gott að fá sér léttan desert, eins og til dæmis skyrmús, crème brûlée eða góðan ís. Því það er ekki gott að vera við það að springa.“ Það má vel taka undir það! En á Sigrún einhver vísdómsorð að lokum fyrir þá sem ætla að spreyta sig á góðgætisgerð um páskana? „Æfingin skapar meistarann. Það er ekkert sem er ekki hægt er að gera, það er allt mislétt. Gefa sér bara góðan tíma í und- irbúning og þá eru allir vegir færir. Gleðilega páska!“ elinros@mbl.is Ljúffengt súkkulaði og listafagurt Sigrún Ella Sigurðardóttir er lærð sem konditor frá ZBC Ringsted á Sjálandi í Danmörku, og starfar nú sem konditor hjá 17 sortum. Þar sem páskarnir eru í hugum okkar flestra tengdir súkkulaði órjúf- anlegum böndum var ekki úr vegi að heyra í henni hljóðið. Konditorinn Sigrún Ella Sigurð- ardóttir, konditor hjá 17 sortum. Molar Konfektmola má steypa í alls konar lögun og allir geyma eitthvað gómsætt. Listaverk Ekki er verra ef það má borða listina, þegar búið er að dást að henni! Svanurinn Fagurlega mótaður súkku- laðisvanur úr smiðju Sigrúnar Ellu. Páskar Gullfalleg og eilítíð framúrstefnuleg páskaegg. Konfekt Fátt freistar meira en ljúffengur konfektmoli til að njóta eftir góða máltíð. Ekki spillir ef hann er svona fallegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.