Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 34
Hérastubbur 5% Bjórstíll: öl Brugghúsið Segull 67 á Siglufirði sendir frá sér páskabjórinn Hér- astubb. Hann er ljós- gullið og skýjað öl, og ávaxtaríkir humlar ljá bjórnum beiskju og keim af þurrkuðum ávöxtum, ásamt mild- um malttónum. Páska Kaldi 5,2% Bjórstíll: Bock Árið 2009 kom Bruggsmiðjan fyrst með Páska Kalda. Páska Kaldi er rafbrúnn, sætur með mikilli fyllingu. Létt beiskja og ristað malt, segir á heimasíðu Bruggmsiðjunnar sem bruggar Kalda. Bjórinn er koparbrúnn að litog freyðir vel í glasi. Í Páska Kalda má finna sætt malt og karamellukeim, einnig frískan ávaxtakeim. Í hann eru notaðar fjórar tegundir af tékknesku malti og fjórar tegundir af humlum. Víking Páskabjór 4,8% Bjórstíll: Dökkur lager. Páskabjórinn frá Viking er brugg- aður í þýskum „Dunkel“ stíl og er eins og nafnið gefur til kynna heldur í dekkri kantinum hvað litinn varðar. Bjórinn einkennist af miklu malt-bragði, ásamt súkkulaði, smá karamellu og vottur af kaffitónum. Barabbas NR: 57 7% Bjórstíll: Dubbel Dubbel-bjórar eru sterkir, dökkir bjórar sem eiga uppruna sinn að rekja til belgískra munkaklaustra, en þar eru þeir bruggaðir enn þann dag í dag, segir á heimasíðu Borgar brughúss. Páskabjór Borg- ar að þessu sinni heitir einmitt eftir syndaselnum Barabbasi, og ber hann með sér keim af banön- um, plómum og rúsínum. Páskagull 5,3% Bjórstíll: Hefeweizen Páskagullið frá Ölgerðinni er ljósrafgull- inn hveitibjór, ekki síaður og þar af leið- andi skýjaður. Bjórinn er í ætt við hveitibjórana sem áhugamenn þekkja frá Bæjaralandi í suðurhluta Þýska- lands. en þó með bragðmeiri krydd- tónum en gengur þar og gerist. Banani, ferskjur og jafnvel negull koma þarna við sögu. Hátíðlegur og hressandi páskabjór Árstíðabundinn bjór verður sífellt fyr- irferðarmeiri í brugginu hérlendis og nú er svo komið nánast að hver sérbruggunin rekur aðra. Páskarnir eru framundan og innlendu páskabjórarnir eru tíu í ár að því er okkur telst til. Bjórstílarnir eru marg- víslegir í páskabrugginu og fjölbreytni bjórtegundanna fyrir bragðið talsverð. Hvaða stíll er svo páskalegastur verða neytendur sjálfir að velja. 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er snjósleðinn tilbúinn fyrir páskana? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta alla leið Veldu öruggt start með TUDOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.