Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
Innihald:
1½ kg vel þroskaðir tómatar, skornir í fjóra bita
1 tsk. sjávarsalt
200 g súrdeigsbrauð
150 g jarðarber, skorin í tvennt
3 dl fersk basilíka, gróft söxuð
2½ dl ítölsk steinselja, gróft söxuð
1 stk. rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 dl kapers
3 kúlur ferskur Mozzarella (stórar kúlur) eða 1 stk. fetakubbur
Salatsósa
2 msk. tómatamauk
1 tsk. Dijon sinnep
2 tsk. sherry vínedik, rauðvínsedik eða balsamikedik
1 tsk. fínrifinn sítrónubörkur
Sykur á hnífsoddi
? dl ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð: Setjið tómatana í skál og sáldrið 1 tsk. af sjávarsalti
yfir. Látið bíða í 10 mínútur.
Rífið brauðið niður með höndunum sem og ostinn. Ef notaður
er fetaostur þá er hann mulinn gróft.
Blandið brauðinu, ostinum, kryddjurtum, rauðlauk, jarð-
arberjum og kapers saman við tómatana.
Pískið allt saman sem fer í salatsósuna. Smakkið til með salti
og pipar. Hellið yfir salatið og blandið varlega saman.
Súrdeigsbrauðssalat
með ferskum Mozzarella
Bollur:
5 bollar hveiti
5 msk. heilhveiti
2 msk. þurrger
3 msk. sykur
2 tsk. salt
½ l volgt vatn
50 g brætt smjör
1 stk. eggjarauða
Ostamiðja:
Hvítmygluostur að eigin vali, t.d. Stóri Dímon, Dala Camembert,
Dala Auður eða Dala hringur
Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið þurrefnin saman í
skál. Búið til gat í miðjuna og hellið vatni og smjöri þar ofan í.
Blandið saman með sleif til að byrja með og hnoðið svo í hönd-
unum. Athugið að þetta deig er frekar blautt og þarf ekki að
hnoða það mikið. Látið hefast í klukkustund.
Að hefingu lokinni skal móta penar bollur. Hér þarf að hafa
hveiti við höndina til að deigið klístrist ekki allt við mann, hveit-
istrá hendurnar aðeins fyrir hverja bollu, en það er þess virði
því þær verða mjög mjúkar eftir bakstur.
Takið ostinn sem þið ætlið að hafa í miðjunni og raðið boll-
unum í kringum hann. Hafið smá bil á milli bollanna. Látið boll-
urnar hefa sig/taka sig aðeins aftur um stund. Fjarlægið ostinn.
(Hér er ekki vitlaust að nota ost sem er í tréumbúðum, Stóri
Dímon, og nota umbúðirnar allan tímann, baka bollurnar með
umbúðum) Hrærið eggjarauðu og smyrjið á bollurnar. Stráið
birki- eða sesamfræjum yfir þær.
Stingið í ofn og bakið í um 10 mínútur. Takið þá út og látið
ostinn í miðjuna eða ofan í formið. Bakið áfram í um 10 mínútur
eða þar til bollurnar eru gullnar og osturinn mjúkur.
Ef þið viljið gera hringinn daginn áður skal nota ost með
tréumbúðum eða nota lítið hringlaga form í staðinn sem má
fara í ofn. Baka hann þar til hann er alveg tilbúinn, um 20 mín-
útur. Hita þá ostinn þegar á að bera hann fram og setja hann í
formið, ofan í bolluhringinn. Berið fram og hafið góða sultu og
annað ljúfmeti með.
Bolluhringur með mjúkri ostamiðju
Innihald:
1 pakki Oreo (176 g)
50 g smjör, brætt
500 g Ísey skyr vanillu
3 dl rjómi frá Gott í matinn
Börkur af 1 límónu eða 1 tsk. sítróna
1 stk. matarlímsblað
4 msk. vatn
2 msk. sykur
3 stk. ástaraldin
Aðferð: Maukið Oreo-kexið í matvinnsluvél og blandið smjöri
saman við. Þrýstið niður í form með gaffli.
Kælið í a.m.k. 20 mínútur.
Þeytið rjóma. Passið að stífþeyta ekki. Blandið skyrinu og
límónuberkinum saman við. Hrærið.
Dreifið jafnt yfir botninn. Kælið í 20 mínútur eða setjið í
frysti í 10 mínútur.
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur.
Setjið 4 msk. af vatni og sykur í pott og hitið saman að suðu.
Kreistið vökvann af matarlíminu og setjið það út í sykurblönd-
una. Hrærið.
Bætið kjöti ástaraldinanna saman við. Kælið aðeins.
Hellið yfir tertuna og kælið í ísskáp í a.m.k. klukkutíma.
Skyrterta með Oreo
og ástaraldini
Marengs:
4 stk. eggjahvítur
200 g sykur
2 dropar gulur gel-matarlitur
Súkkulaði:
3 stk. eggjahvítur
80 g flórsykur
100 g dökkt súkkulaði
Rjómablanda:
350 ml rjómi frá Gott í matinn (eða meira)
1 kassi Æðibitar
Toppur:
súkkulaðisíróp eða brætt súkkulaði
Áhöld:
Sprautustútur Wilton 1M og sprautupoki
Marengs: Stillið ofninn á 150 gráður (með blæstri) og setjið
smjörpappír á bökunarplötu. Gott er að vera búinn að merkja
svona u.þ.b. hversu stóran marengs þið ætlið að gera svo báðir
botnarnir séu jafnstórir.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykri saman við smátt
og smátt í einu. Þeytið þar til marengsinn er orðinn stífur og
glansandi. Setjið 2-3 dropa af gulum matarlit saman við og
þeytið þar til marengsinn hefur náð fallega gulum lit. Setjið
marengsinn í sprautupoka og sprautið honum á bökunar-
plötuna. Þeir sem treysta sér ekki til þess að nota sprautustút
geta myndað botnana með sleif. Báðir botnarnir eiga að passa á
eina bökunarplötu. Bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn
er alveg þurr viðkomu. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á
þá.
Súkkulaði: Þeytið eggjarauður ásamt flórsykri þar til bland-
an verður ljós og létt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið.
Blandið því saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel
saman. Setjið súkkulaðið á annan botninn.
Rjómablanda: Þeytið rjómann þar til hann stendur, passið
ykkur þó að þeyta hann alls ekki of mikið. Skerið Æðibitana í
litla bita og blandið saman við rjómann. Setjið rjómablönduna
ofan á súkkulaðið og setjið hinn botninn ofan á. Skreytið með
súkkulaðisírópi eða bræddu súkkulaði. Gott er að setja á botn-
ana deginum áður svo marengsinn nái að mýkjast upp. Geymið
í kæli þar til kakan er borin fram.
Páskamarengs
með Æðibitum
Innihald:
4 stk. tortillakökur
2 dl rifinn Óðals Cheddar
2 dl rifinn Óðals Ísbúi
2 dl Gott í matinn sýrður rjómi 18%
3 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. Sriracasósa
Sjávarsalt og svartur pipar
8 stk. beikonsneiðar
4 stk. egg
1 stk. stór lárpera eða 2 litlar, skornar í bita
2 msk. saxað ferskt kóríander, má sleppa
1 stk. límóna, skorin í bita
Aðferð: Stillið ofninn á 180°.
Hrærið saman ostunum tveimur, sýrða rjómanum, Dijonsinnepi og Sriracasósunni.
Smakkið til með sjávarsalti og pipar. Látið tortillakökurnar á bökunarplötu klædda bök-
unarpappír. Smyrjið ostamaukinu jafnt á tortillakökurnar.
Setjið tvær beikonsneiðar á hverja tortillu. Reynið að láta þær standa upp á endann og
mynda hring. Brjótið síðan 1 egg þar ofan í. Bakið í ofni þar til eggið er orðið nokkuð stíft.
Takið úr ofninum og sáldrið lárperubitum og kóríander yfir. Berið strax fram með lím-
ónubátum, ef vill.
Brunch-pizzur