Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
S
kreytingar á páskaeggjum
eru venjulega eitthvað
sem fólk kaupir með eggj-
unum. Til er þó að hug-
myndaríkt fólk bæti um
betur og geri páskaeggin miklu
skrautlegri og persónulegri en þau
voru í upphafi.
Elena Einisdóttir grunnskóla-
kennari á þrjú börn á aldrinum fimm
til ellefu ára. Hún hefur gert það
þeim til á nægju að skreyta páska-
eggin þeirra á frumlegan hátt.
Myndir af eggjunum hefur hún svo
birt á Facebook á tímalínunni sinni.
En hvað skyldi hafa komið til að hún
byrjaði á þessu?
„Elsti sonur minn, sem nú er ell-
efu ára, bað mig árið 2011 að gefa
sér íþróttaálfaegg. Ég vissi sem var
að slíkt var ekki til í búðum þannig
að ég fór og keypti skraut sem hent-
aði svo ég gæti orðið við þessari
beiðni frá drengnum,“ segir Elena.
Hvað keyptir þú?
„Ég keypti límmiða, barmmerki
til að hafa á föt, armband og háls-
festi og hafði svo auðvitað íþróttaálf-
inn sjálfan sem topp á páskaegginu.
Ég stakk barmmerkinu bara í eggið,
það var nál á því, festinni vafði ég ut-
an um eggið og notaði svo brætt
súkkulaði til að koma hinu dótinu
fyrir á egginu. Drengurinn var af-
skaplega ánægður með páskaeggið
sitt. Dóttir mín, sem þá var nýlega
eins árs fékk egg með Sollu stirðu
þema. Hún var mjög ánægð með það
þótt hún hefði nú ekki beðið um neitt
slíkt, svo ung sem hún var þá.“
Einu sinni byrjað og þá var ekki aft-
ur snúið með eggin
Hélstu þessum eggjaskreytingum
áfram?
„Úr því að ég var nú einu sinni
byrjuð á þessu þá spurði ég krakk-
ana fyrir næstu páska hvernig egg
þau vildu. Það var árið 2012. Þá valdi
strákurinn sér Toy Story-egg en
stelpan vildi Hello Kitty-egg. Ég fór
bara og keypti það sem til var þann-
ig að þetta gæti gengið og skreytti
eggin. Það árið hafði ég nöfnin á
krökkunum líka á eggjunum. Þá
prentaði ég líka út myndir sem
tengdust þemanu, það var auðveld-
ara að eiga við það en límmiðana –
þótt ég notaði þá líka með.“
Var fólk ekki hissa á þessum
skrautlegu páskaeggjum?
„Jú, fólk sem var vinir mínir á Fa-
cebook tók eftir myndum af eggj-
unum og var hrifið af þeim. Ég tók
frá upphafi eggjamyndir og setti á
tímalínuna mína. Einu sinni sendi ég
meira að segja mynd á vef Man-
chester-klúbbsins, það ár var
skreytingin á eggi elsta stráksins
með Manchester-þema. Klúbb-
félagar voru ánægðir með þetta til-
tæki mitt.“
Hvaða egg notar þú?
„Ekkert sérstakt merki núna en
fyrst notaði ég Góu-egg því þá var
maðurinn minn að vinna hjá Góu en
seinna notaði ég það sem hentaði.
Einu sinni notaði ég bolta-egg frá
Freyju og þannig mætti telja.“
Er erfitt að gera þetta?
„Nei, það er ekki erfitt en það tek-
ur tíma. Maður tekur allt utan af
egginu og innan úr því. Ég set nefni-
lega nýtt inn í eggin, sælgæti sem ég
veit að er í uppáhaldi hjá hverju og
einu barni. Það er ekki sama hjá öll-
um krökkunum. Yngsta barnið fékk
sitt fyrsta skreytta egg árið 2013, þá
var drengurinn þriggja mánaða og
borðaði eðlilega ekkert af egginu
sínu sjálfur. Það egg var skreytt
með myndum af Bangsimon. Ég tók
mynd af honum með egginu.“
asdasd
Eru krakkarnir lengi að borða eggin
sem eru svona vandlega skreytt?
„Þau rífa strax skreytingarnar af
og setja það á sig sem hægt er, svo
sem armbönd og festar. Eggið sjálft
er ekki aðalatriðið, súkkulaðið er
nánast ósnert lengi vel en þau borða
allt innan úr því og leika sér með
skreytingarnar.“
Ertu vön að vinna með börnum?
„Já, en ekki svona ungum börn-
um. Ég er kennari í unglingaskóla í
Garðabæ. Ég hef ekki farið út í að
vera með neitt páskaföndur með
þeim krökkum. Ég kenni stærðfræði
og páskaeggjaskreytingar henta
ekki upp þeirri námsgrein sér-
staklega.“
„Hvað ætlar þú að gera fyrir
þessa páska?
„Síðustu páska þá gerðist það að
krakkarnir báðu öll um „venjulegt“
páskaegg. Ég á eftir að spyrja þau
núna hvort þau vilji að ég skreyti
eggin sérstaklega fyrir þessa páska.
Sá elsti vill það ábyggilega ekki en
kannski þau yngri.“
Varðstu fyrir vonbrigðum þegar
þau vildu ekki sérstaklega skreytt
egg?
„Bæði og. Ég var fegin að losna
við fyrirhöfnina en fannst samt
páskahátíðin svolítið öðruvísi af því
að ég hafði ekki skreytt eggin. Mér
fannst þetta eitthvað tómlegra.“
En hvað með manninn þinn?
„Nei, hann fékk aldrei skreytt
egg. Hann bað heldur ekki um það.
Ég sjálf hef heldur aldrei skreytt
egg fyrir mig – þetta var bara „dek-
ur“ fyrir börnin.“
Ertu mikil páskakona?
„Ósköp venjuleg. Mamma mín er
hins vegar algjör páskakona. Ég ólst
upp við að hún skreytti mjög mikið,
bæði með páskaungum, eggjum,
greinum og fleiru, hún setti raunar
heimilið allt í „páskabúning“. Hún
gerir þetta ennþá, skreytir mikið.
Hún hefur aftur á móti aldrei
skreytt páskaegg sérstaklega svo ég
muni.“
Er páskahátíðin trúarlegt atriði
hjá þér?
„Já, hún er það. Ég á mína
barnatrú, fer með krakkana mína í
sunnudagaskólann. Þar læra þau
bænir. Mér voru kenndar bænir sem
barni og á það til að taka undir með
stelpunni minni þegar hún þylur
bænirnar sínar.“
gudrunsg@gmail.com
Frumlega skreytt páskaegg fyrir börnin
Elena Einisdóttir lætur
sig ekki muna um að
skreyta páskaegg
barna sinna með marg-
víslegum hætti. Hún
lætur hugmyndaflugið
ráða og útkoman er
sannarlega flott, eins
og glöggt má sjá á
meðfylgjandi myndum..
Dóra! Sigurrós Ásta Þórisdóttir með páskaegg skreytt af mömmu. Ekki er annað
að sjá en hún sé alsæl með eggið, sem skartar Dóru landkönnuði á toppnum.
Ánægður Aðalsteinn Einir Þórsson, 6 ára, með flotta páskaeggið
sitt. Augljóst er hvaða liði hann heldur með í enska boltanum!
Skrautlegt Þarna eru tvö páskaegg frá árinu 2012, annað árið sem
Elena skreytti páskaegg fyrir börnin; Hello Kitty og Toy Story.
Latabæjaregg Fyrstu skreyttu páskaeggin frá 2011. Elena notaði
hugmyndaflugið og útkoman sló svo sannarlega í gegn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páskakonan Elena Einisdóttir býr til allra handa egg fyrir börnin sín. Hún segir
páskaeggjagerðina ekki svo mjög erfiða en hún taki engu að síður sinn tíma.