Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
É
g hlakka jafnan til páskahá-
tíðarinnar og þess að geta
notið hennar í rólegheitum
með mínum nánustu og þá
gjarnan yfir góðum mat,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir, formað-
ur bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það
færist einhver sérstök kyrrð yfir
sem er okkur flestum mikils virði.
Nálægðin við vorið er líka allt um-
lykjandi, dagarnir lengjast hratt og
örugglega, krókusar farnir að stinga
upp kollinum og náttúran að und-
irbúa sig fyrir nýju árstíðina. Þessi
einstaka tilhlökkun yfir vorinu og
sumrinu liggur í loftinu,“ bætir hún
við.
Eggin í uppáhaldi – beint
úr garðinum heima
„Mér finnst gaman að bjóða upp á
morgun- eða hádegismat á páskahá-
tíðinni þar sem egg eru í aðal-
hlutverki. Enda eru þau tákn
páskanna og frjóseminnar og auk
þess stútfull af góðri næringu. Ég
borða mikið af eggjum og er svo
heppin að geta sótt fersk egg á
hverjum degi út í hænsnakofann í
garðinum.“
Rósa sem hefur skrifað nokkrar
matreiðslubækur gefur lesendum
páskablaðsins hér hugmyndir að
nokkrum eggjaréttum sem tilvalið
er að bjóða upp á um páskana. Rétt-
irnir eru allir úr bókinni hennar
,,Hollt nesti, morgunmatur og milli-
mál“ sem kom út haustið 2016.
jonagnar@mbl.is
Girnilegir eggjaréttir í páskabrönsinn
Rósa Guðbjartsdóttir hlakkar til páskahátíðarinnar nú sem endranær. Hennar páskaegg eru þó ekki eingöngu úr súkkulaði heldur
eru þau líka hænu egg – hún heldur nefnilega hænur og hæg heimatökin að ná í fersk egg þegar elda skal ljúffengan páskabröns.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimilislegt Rósa gefur hænunum
kálblöð í svanginn. Hún býr jafnan
til páskabröns þar sem eggin eru í
aðalhlutverki, nema hvað.
Fyrir 4
8 egg
½ dl mjólk eða rjómi
salt og grófmalaður pipar
2 handfylli spínat, saxað
300 g reyktur lax, i bitum
2-3 msk. vorlaukur eða graslaukur, smátt saxaður
2 msk. rifinn ostur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður.
2. Hrærið vel saman egg og mjólk eða rjóma.
Saltið og piprið.
3. Bætið spínati, lax og lauk saman við.
4. Stráið osti út í hræruna.
5. Hellið í eldfast mót og bakið í um 20 mínútur.
Eggjabaka með
reyktum laxi og
spínati
Fyrir 4
1 msk. ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1-2 stk. rautt chillí, fræhreinsað og saxað smátt,
eða 1-2 tsk. chillíduft
2 hvítlauksrif, marin
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 tsk. broddkúmen
salt og grófmalaður pipar
1 dós nýrnabaunir
1 msk. rifinn ostur
4-6 egg
steinselja, fersk og söxuð
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður.
2. Mýkið rauðlauk, chillí og hvítlauk í ólífuolíu við
meðalhita á pönnu.
3. Bætið niðursoðnum tómötum út á og látið
malla í um 5 mínútur.
4. Kryddið með broddkúmeni, salti og pipar.
5. Sigtið safann af nýrnabaununum og bætið þeim
út á pönnuna.
6. Látið malla áfram í um 5 mínútur eða þar til
blandan hefur þykknað.
7. Hellið réttinum í stórt eldfast mót og stráið osti
yfir.
8. Búið til fjórar til sex dældir í réttinn og hellið
eggi varlega í hverja og eina þeirra.
9. Stráið saxaðri steinselju yfir og bakið í ofni í um
15 mínútur.
10. Berið fram með límónusneiðum.
Bökuð egg með
chillí – mexikósk-
ur morgunverður
Fyrir 2
1 avókadó
2 egg
2-3 sneiðar beikon, steikt og saxað
1-2 msk gras- eða vorlaukur, smátt saxaður
grófmalaður pipar eða sítrónupipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður.
2. Skerið avókadó í tvennt og takið steininn úr.
3. Skafið varlega með teskeið í holurnar þar sem
steinninn var til að stækka þær og búa til betra
pláss fyrir eggin.
4. Setjið avókadó í lítið eldfast mót og tryggið að
þau standi upprétt og hallist ekki.
5. Hellið síðan eggjum varlega í holurnar.
6. Stingið í ofninn og bakið í um 15 mínútur.
7. Kryddið með pipar og stráið söxuðu beikoni og
gras- eða vorlauk yfir réttinn.
Bökuð egg
í avókadó
Hleypt egg eru ljúffeng og góð tilbreyting frá
hefðbundnum soðnum eggjum eða spæld-
um. Þau eru líka falleg á diski, ekki síst ofan
á salöt eða smurt brauð. Það er einfaldara
en mann grunar að hleypa egg.
Aðferð:
1. Byrjið á að sjóða vatn í litlum potti og
bæta út í það um 1 msk. af ediki, helst hvít-
vínsediki.
2. Lækkið hitann og hrærið aðeins í vatninu
með gaffli þannig að vatnið sé enn ,,sjóð-
andi“.
3. Brjótið egg ofan í bolla og hellið því var-
lega ofan í pottinn, látið hvítuna fara fyrst í
vatnið.
4. Haldið áfram að hreyfa vatnið með gaffl-
inum á meðan hvítan lokast í kringum rauð-
una. Látið sjóða svona í um 3 mínútur.
5. Takið varlega upp úr pottinum og þerrið
aðeins eggið með eldhúspappír áður en sett
er ofan á salat eða smurt brauð.
Hleypt egg –
ofan á brauð
eða salat