Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 30

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Í huga margra er ómissandi á páskum að gæða sér á vænu lambalæri eða gúffa í sig kynstrunum öllum af mjólk- ursúkkulaði. Hulda B. Waage lætur þessar hefðir alveg vera enda vegan og leggur sér því hvorki dýr né dýraafurðir til munns. Hún gerir samt vel við sig í mat og drykk á páskum, og á ekki í nokkrum vanda með að fullnægja sælgætisþörfinni og fylla veisluborð án dýraafurða. „Síðasta kvöldmáltíðin, frægasta kvöldmáltíð allra tíma, var að öllum líkindum vegan. Jesús var gyðingur og fastaði því á skírdag. Eins og frægt er samanstóð máltíðin af víni og brauði,“ segir Helga. Eins og með marga grænkera til- einkaði Hulda sér vegan-lífsstílinn í nokkrum skrefum. „Þegar ég var fimmtán ára gömul fann ég mat- reiðslubókina Grænt og gómsætt á heimilinu, bók sem mamma hafði keypt til að reyna að auka holl- ustuna í mataræði fjölskyldunnar. Á þeim tíma vissi ég hreinlega ekki að það væri hægt að vera vegan, en mér þóttu réttirnir í bókinni for- vitnilegir og fór að fikra mig áfram í grænmetisátinu. Sem unglingur byrjaði ég að sneiða hjá lambakjöti, nautakjöti og öðrum spendýra- afurðum en hélt áfram að borða kjúkling og fisk þar til fyrir fjórum árum að ég tók skrefið til fulls og ákvað að veganisminn myndi verða minn lífsstíll.“ Hulda er 32 ára gömul og býr á Akureyri ásamt manni sínum og tveimur dætrum. Hún stundar kraftlyftingar af miklu kappi og er án nokkurs vafa ein sterkasta kona landsins. Hulda er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti norður fyrir fimm árum til þess að elta ástina. Manninum sínum kynntist hún í gegnum kraftlyftingasportið en þeg- ar hún er spurð út í mataræði mak- ans segir hún að hann sé „eins og venjulegur maður að því leyti – bara mjög stór maður,“ en hún lætur það ekki trufla sig þó karlinn víli ekki fyrir sér að neyta dýraafurða. Mataræðið breytist ekki mikið hjá Huldu um páskana og segist hún m.a. halda upp á að gera kínóa-salat á tyllidögum. „Ef einhver annar en ég sér um matseldina þá er oft farin sú leið að kaupa tilbúna hnetusteik handa mér. Annars á það við um páskana, rétt eins og jólin og aðrar hátíðir að ég verð hreinlega södd af öllu átinu í kringum mig.“ Galdrar fram kökur og bollur Til að gera grænmetisréttina páska- legri segir Hulda hægt að bæta t.d. við gulu saffran bæði fyrir krydd- keiminn og litinn eða lofnarblómi til að fá fjólublaán lit. Saffranbollur eru t.d. réttur sem Hulda er vís til að baka á páskum. „Á páskadag gerum við okkur dagamun með því t.d. að baka kök- ur, sem er lítill vandi að gera án dýraafurða. Svo reyni ég að hafa næringarríkan og góðan kvöldmat til að vega upp á móti súkkulaði- og sætindaátinu.“ Hulda segist vera mikill sælgæt- isgrís og er hún vön að búa til sín eigin páskaegg úr dýraafurðalausu súkkulaði. „Í fyrra lét ég kaupa sér- staklega fyrir mig vegan-páskaeggið frá Nóa Siríus sem þá var bara selt í Krónunni. Þar sem engin Krónubúð er á Akureyri þurfti ég að fá eggið sent til mín, en fannst það ekki nógu gott þegar á reyndi. Hentar mér betur að kaupa mitt uppáhalds veg- an súkkulaði og búa eggin til heima.“ Notar Hulda þá t.d. Nóa- suðusúkkulaði, sem er án allra dýra- afurða. „Margar aðrar tegundir standa til boða og má finna úrval af vegan-súkkulaði hjá Nettó.“ Að mati Huldu er ekki flókið að vinna með súkkulaðið. „Ég set súkkulaðiplöturnar einfaldlega í pott og hef á lægsta hita. Síðan bíð ég þolinmóð eftir að súkkulaðið bráðni, og helli þvínæst í eggjamót, dreifi um mótið og læt harðna. Þarf þrjú til fjögur lög af súkkulaði til að fá rétta þykkt og hægt að bregða á leik með t.d. rice-crispies eða ís- lenskan lakkrís, sem yfirleitt er dýraafurðalaus.“ Hulda fyllir eggin með vegan- sælgæti, sem hún segir auðvelt að finna í flestum matvöruverslunum. „Vegan-sælgætið er sjaldan haft á sér stað og þarf því að skoða inni- haldslýsinguna. Ég er á Snapchat og ver þar töluverðum tíma daglega í að svara spurningum fólks um hvaða sælgæti er vegan,“ segir hún. Að- Vegan á páskum rétt eins og Jesús Hulda B. Waage gerir páskaegg úr sínu uppáhalds vegan-súkkulaði og fyllir með vegan-lakkrís og vegan-hlaupi. Bollur og snúðar með saffran eiga vel við á páskum. Hollusta Hulda B. Waage í eldhúsinu með dóttur sinni. Hún hefur það fyrir sið að steypa eigin páska- egg úr sínu uppáhalds dýraafurðalausa-súkkulaði. Góðir gestgjafar gæta þess að taka tillit til þess ef gestir þeirra eru á sérstöku mataræði. Getur þó stundum vafist fyrir fólki hvað skal til bragðs taka ef veg- an-gestur er væntanlegur. Hulda segir alls ekki erfitt að matreiða ofan í vegan-gesti, og sjálfsagt að spyrja þá einfaldlega hvað þeir gætu hugsað sér að borða. Grípur Hulda stundum til þess ráðs að fá sér létta máltíð fyrir matarboð, og taka með sér nesti til öryggis, en oft sé hægt að búa til prýðilegan vegan rétt úr því meðlæti sem er á boðstólum. „Þeir sem vilja gera fallegan vegan veislurétt geta t.d. gert salat með saffranbollum og soðnu kínóa, með skornu grænmeti og ávöxtum. Til að gera réttinn enn betri má strá hollum fræjum yfir og vegan salat-dressingu.“ Hulda segir að oft megi finna á veisluborðinu meðlæti sem vegan fólk borðar með bestu lyst, t.d. grillaðar kartöflur eða vorlegt salat. „En það er þá gott að hafa salatið dýraafurða laust og geyma t.d. rifinn ost eða feta- teninga í sérstakri skál, og sósur úr mjólkurvörum einnig svo fólk geti valið að bæta þeim út í sal- atið eða sleppa þeim. Bæði þykir veganfólki það ágætt, en líka þeim sem þola illa mjólk- urvörur.“ Er von á grænmet- isætu í páskaboðið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.