Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 P áskarnir eru tími blóma. Vorið er að bresta á og margir vilja skreyta hjá sér með plöntum sem bæði fegra heimilið og minna á að náttúran er að vakna til lífs eftir langan vetrardvala. Hrafnhildur Þorleifsdóttir er blómaskreytir og eigandi blómabúð- arinnar Blómagallerí á Hagamel. Hún segir Íslendinga duglega að kaupa sér blóm á þessum tíma árs: „Greinar af kirsuberjatrjám njóta líka mikilla vinsælda og blómstra með fallegum hvítum blómum þeg- ar þeim hefur verið komið fyrir í vatni.“ Langt er síðan sú hefð barst til Íslands að setja trjágreinar í vasa á páskum og hengja á þær páska- skraut. Fyrst varð einkum birki fyrir valinu en síðan varð kirsu- berjatréð ofan á. „Forsythíugreinar eru líka vinsælar á páskum enda blómstra þær gulum blómum. Kirsuberjagreinarnar hafa þó þann kost að endast vel því þegar þær fella blómin byrja þær að laufgast og haldast lengi fallegar.“ Hrafnhildur var unglingur og enn í skóla þegar hún vann sína fyrstu vakt í blómabúð árið 1991. Hún seg- ir blómamenninguna á Íslandi hafa þroskast mikið síðan þá og lands- menn orðnir miklu duglegri að kaupa blóm bæði hversdags og til hátíðabrigða. „Hjálpar líka til að verðið á blómum hefur farið lækk- andi og úrvalið aukist á sama tíma. Þarf alls ekki að vera dýrt að gera fallegan blómvönd sem setur sterk- an svip á heimilið.“ Mjúkir stilkar í kalt vatn Ekki ætti að koma á óvart að túl- ípanar og páskaliljur eru vinsæl- ustu skrautblómin og má fá bæði á lauk í potti og afskorin til að stinga í vasa. Segir Hrafnhildur að hvít og gul blóm seljist best, og algengt að fólk blandi þessum tveimur litum saman í fallegum blómvendi. Landsmenn kaupa blóm bæði til að skreyta híbýli sín og til að lífga upp á veislurnar sem fylgja pásk- unum. Segir Hrafnhildur m.a. al- gengt að keyptur sé veglegur blóm- vöndur eða annað blómaskraut fyrir fermingarveislurnar og veislusal- irnir iðulega skreyttir með blómum jafnt að innan sem utan. Ef keyptur er vöndur af af- skornum túlípönum eða páskaliljum þarf að gæta þess að hafa ekki of mikið vatn í blómavasanum. „Miða ætti við að hafa ekki meira en 4-5 cm af vatni neðst í vasanum og hafa vatnið kalt þegar blómunum er stungið í. Sumir grípa meira að segja til þess ráðs að setja klaka í vatnið til að halda því köldu lengur. Með blóm eins og túlípanann hjálp- ar kuldinn til við að láta blómið springa hægar út svo það endist lengur.“ Hrafnhildur segir það líka góða reglu að skera eða klippa tæpan sentimetra neðan af túlípönunum og páskaliljunum áður en þeim er komið fyrir í vatni, því ef þau hafa verið vatnslaus í einhvern tíma lokast fyrir vatnsinntökuna. Einnig er vissara að klippa neðan af greinunum, en þær á að setja í volgt vatn frekar en kalt. „Þumal- puttareglan er að því harðari sem stilkurinn er, því volgara er vatnið, og því mýkri sem stilkurinn er, því kaldara vatn fer í vasann,“ útskýrir Hrafnhildur. ai@mbl.is Fjölbreytni Fara má margar leiðir við að gera snotran páskablómvönd og setja fleira í vöndinn en bara páskaliljur og túlípana - jafnvel skrautlega fjöður. Grænir og gulir grunntónar passa við margt. Gleði og vor með gulum og hvítum blómum Morgunblaðið/Hari Lífsgæði Hrafnhildur segir alls ekki þurfa að vera dýrt að gera fallegan blómvönd sem setur sterkan svip á heimilið. Vorið Ef veður leyfir má hafa falleg páskablóm utandyra, t.d. á sólpallinum, eða setja á leiði ástvina. Ekki má gleyma, þegar páskaliljum og túlípönum er komið fyrir í vasa, að skera neðan af stilknum, hafa vatnið kalt og ekki of mikið af því. Rætur Páskablóm í potti fegra og skapa heimilislega stemningu. Gróska Gulir túlípanar seljast mjög vel dagana í kringum páska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.