Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 24
Það er siður á flestum heimilum, sem á annað borð halda páskana hátíðlega,
að gera vel við sig og sína í mat yfir páskahátíðina. Sumir hrista dýrindis bröns
fram úr erminni á meðan aðrir vilja hafa sparilega köku með síðdegiskaffinu.
Flestir kjósa þó myndarlegan og hátíðlegan kvöldverð þar sem lambasteik er
oftar en ekki í aðalhlutverki. Hér er að finna nokkrar vel valdar og hátíðlegar
uppskriftir sem eiga það sammerkt að koma af uppskriftavef MS, Gott í matinn
eða www.gottimatinn.is. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að
gæða sér á í dymbilvikunni eða um páskahelgina sjálfa. Verði ykkur að góðu!
Páskakrásir fyrir
alla páskahelgina
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Botn:
350 g hveiti
400 g rifnar gulrætur
200 g sykur
100 g púðursykur
4 stk. egg
2 dl matarolía
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
1 tsk. múskat
1 bolli heslihnetumulningur
1 tsk. salt
1 msk. vanilludropar
Krem:
100 g íslenskt smjör
250 g rjómaostur frá Gott í matinn
5 dl flórsykur
3 tsk. vanilludropar
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og
smyrjið 2 kringlótt form. Setjið egg,
sykur og púðursykur í hrærivélina
ásamt matarolíunni og vanilludrop-
unum. Bætið næst þurrefnunum út í
og hrærið vel saman. Í lokin eru gul-
ræturnar og hneturnar settar út í
blönduna. Skiptið deiginu í formin
og bakið í 45 mínútur.
Gulrótarkaka
Handa 4-6
Lambalæri:
1 stk. meðalstórt lambalæri
Nokkrir grillpinnar úr tré, bleyttir í 30 mín.
Fylling:
200 g Dala Feta í kryddolíu
Fínrifinn börkur af einni sítrónu
50 g steinlausar ólífur, helst grískar í olíu
4 stk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
3 stk. hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
1 handfylli spínat, grófsaxað
1 handfylli steinselja, söxuð
1 handfylli mynta, söxuð
Salt og pipar
Olía
Aðferð: Úrbeinið lambalærið og fitusnyrtið það. Skerið niður
inn með beini og forðist að skera stóra vöðva í sundur. Fletjið
lærið svo út. Skerið grunna skurði í kjötið að innanverðu og
nuddið vel með olíu, salti og pipar. Blandið öllu sem á að fara í
fyllinguna saman í skál. Smyrjið henni svo á kjötið. Brjótið
kjötið saman utan um fyllinguna og gætið þess að loka hana vel
inni. Gott er að festa lærið saman með grillpinnum úr tré sem
hafa verið lagðir í bleyti í a.m.k. 30. mín. Brjótið svo endann af
pinnanum sem stendur út úr kjötinu. Penslið lærið með olíu og
öðru hverju meðan á eldun stendur. Saltið og piprið. Grillið við
óbeinan meðalhita á efri grindinni á grillinu í u.þ.b. 60 mín. Snú-
ið kjötinu við og reynið að fá jafna steikingu á allar hliðar. Fjar-
lægið svo pinnana úr kjötinu áður en það er borið fram.
Fyllt lambalæri með
ólífum og fetaosti
Kaka:
450 g smjör við stofuhita
450 g sykur
450 g hveiti
6 stk. stór egg
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar
Gulur matarlitur
Toppur:
500 g smjör við stofuhita
750 g flórsykur
1 tsk. salt
1 msk. mjólk
1 tsk. vanilludropar
200 g súkkulaði (ljóst eða dökkt)
Lítil súkkulaðiegg
Gulur matarlitur
Aðferð: Ofninn er settur á 160°C blástur
Smjör og sykur er sett í hrærivélina og þeytt þar til
blandan er létt og ljós, þá er eggjunum, hveitinu, vanillu, lyfti-
dufti og tsk. matarlit bætt út í og hrært vel,
Smyrjið kökuform vel með smjöri og setjið deigið í 2 form og
inn í ofn í 35-40 mínútur eða þar til, hægt, gaffall kemur hreinn
upp úr kökunni þegar stungið er ofan í hana.
Á meðan kakan er inni í ofni er fínt að byrja á að gera kremið
Í hrærivélina fer smjör, salt, vanilla, flórsykur, mjólk og mat-
arlitur og hrært þar til
kremið er orðið mjúkt og
fínt.
Ein lúka af súkku-
laðieggjunum er sett í
blandara eða mat-
vinnsluvél og mulin
fínt.
Þegar botn-
arnir eru
komnir út
og þeir
búnir að
kólna að-
eins er
kremið
sett á kök-
una ásamt
súkku-
laðieggja-
mylsnunni á milli
og kakan sett í kæli í
15-20 mínútur áður en
súkkulaðibráðin er sett á of-
an á.
Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og aðeins látið kólna áður
en það er sett á kökuna, það er gott að byrja á að setja súkku-
laðið í miðjuna og dreifa því fram að köntunum með skeið, og
láta það leka aðeins meðfram köntunum.
Kakan er svo skreytt með eggjum og afgangs smjörkremi.
T.d. er hægt að gera toppana með stút frá Wilton sem heitir 2D.
Hann er tilvalinn til að gera rósamynstur.
Páskaleg
kaka