Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 2
Hvernig ganga fermingar í Stafholts- prestakalli? Ég fermi níu börn í fimm fermingum í þremur kirkjum. Þannig er líf sveitaprestsins. Hvernig gengur að kristna börnin? Þau eru auðvitað kristin þannig að ég þarf ekkert að kristna þau. Þetta eru góðir krakkar og áhugasamir. Fer einhvern tímann eitthvað úrskeiðis við fermingar eða páskamessu? Nei, það fer aldrei neitt úrskeiðis! Auðvitað hafa komið upp atvik, t.d. hefur liðið yfir fermingarbörn. Ef það gerist eitthvað óvænt reynir maður að gera gott úr hlutunum á þann hátt að engum líði illa með það. Maður þarf að vera fljótur að hugsa, kannski eins og leikari á sviði. Hvað ætlarðu að leggja áherslu á í þinni predikun á páskunum? Að lífið sé gott og það sé alltaf von þótt á móti blási. Þó að maður lendi í áföllum, mótlæti eða hremm- ingum og sjái enga útgönguleið er fegurðin og kær- leikurinn oft nær en við höldum. Það óvænta er að krísur og áföll geta orðið til blessunar. Hvað er það besta við páskana? Páskarnir og bænadagarnir eru svo innihaldsríkir og það má nota þá sem speglun á mannheima. Að lifa sig inn í sögu dymbilvikunnar er alveg magnað. Á skírdegi, þegar lærisveinarnir borðuðu síðustu kvöldmáltíðina, má hugleiða gildi vináttunnar og freistingarinnar að svíkja fólk eða hugsjónir. Við get- um öll upplifað að verða svikin eða vera svikarar. Svo kemur föstudagurinn langi með sínum djúpu skugg- um og vanlíðan. Stundum er lífið bara mjög erfitt. Það hafa allir upplifað. Síðan kemur þessi gleði á páskadegi með veislum og góðum mat. Mér finnst páskarnir dásamlegur tími og vorið sem er í lofti kallast á við páskaboðskapinn. Mér finnst það trúarupplifun að lifa sig inn í hvern dag bænadagana, því þá tekur maður á móti páskagleðinni af meiri einlægni. SR. ELÍNBORG STURLUDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Lifi mig inn í páska- dagana Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Sigurðsson helgis@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Mér skilst að fólk úti um allan heim sé í uppnámi og jafnvel á harðakani undan fyrirbrigði sem á útlensku kallast Facebook. Fésbókheitir það hér í fásinninu; ég hef aldrei skilið hvers vegna bóka- þjóðin vandi sig ekki frekar á Snjáldru. Það tekur því ekki einu sinni að bera þessi tvö nöfn saman. En það er önnur saga. Skilji ég þetta rétt þá hefur mannkyn dælt upplýsingum um sjálft sig og aðra inn á fyrirbrigðið sem reyndist svo mígleka. „Huldri sé nú,“ eins og kerlingin orðaði það forðum. Til að gera langa sögu stutta þýðir þetta að Vladimír Pútín gæti hæglega setið núna á skrifstofu sinni í Kreml og lesið brandara sem Baddi og Gilli á Tálkna- firði sögðu um hann í hálfkæringi haustið 2011. Sín á milli. Þá er bara að vona, Badda og Gilla vegna, að hálfkæringur skili sér vel úr íslensku yfir á rússnesku. Annars er líklega best að opna ekki grunsamlegan sniglapóst á næstunni. Alltént ef marka má vini okkar Breta. Þetta minnir mig á það, þegar Dagur heitinn Sigurðarson skáld kom í opinbera heimsókn á Nýja-Garð, þar sem ég bjó, snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í spjalli hans við vistmenn kom fram að hann talaði hin ýmsu tungumál og væri til að mynda „mellufær“ á rússnesku. „Og hvernig segir maður mella á rússnesku?“ gall þá í einum sambýlingnum. Kom þá sem snöggvast á skáldið sem játaði að það myndi það hreinlega ekki. Eftir reki- stefnu var niðurstaðan sú að það hlyti að vera „prostitjútska“. Hvað sem því líður skrifa ég auð- vitað af algjöru þekkingarleysi um Snjáldru enda hef ég aldrei haldið þar úti síðu. Ég er stundum spurður hvað ég hafi á móti Snjáldrunni og svarið er afskaplega einfalt: Ekki neitt. Ég hef bara aldrei fundið fyrir þörf til að skella mér í samkvæmið; sé bara ekki tilganginn í því að upp- lýsa heiminn um það hvenær ég fer út að borða eða hvernig hægðirnar eru þann daginn. Sjálfsagt er það bara misskilningur en mér finnst tíma mínum betur varið í athafnir af öðru tagi. Þess utan er líklega nóg að ég ónáði fólk á síðum þessa blaðs! Hafandi sagt það þá er líklega rétt að taka fram að ég var um tíma sett- ur á Snjáldruna, að mér forspurðum. Að þeim gjörningi stóðu svokallaðir vin- ir mínir en spaugið snerist um það hversu langan tíma það tæki mig að átta mig á því að ég væri þarna inni. Hrekkurinn heppnaðist afar vel, í þeim skiln- ingi að margir mánuðir liðu uns einhver missti út úr sér: „Þú ert kominn á Facebook!“ Ha, nei. „Jú.“ Nei. „Víst, sjáðu bara!“ „Vera mín“ á Snjáldrunni olli tómum misskilningi; einhverjar hræður freistuðu þess að vingast við mig en mættu algjöru fálæti. Sumir eru ekki farnir að tala við mig ennþá eftir höfnunina. Það varð til þess að aðstand- endur síðunnar komu sér upp sjálfvirku svari og upplýstu fyrirspyrjendur og vinbiðla um að ég hefði alls enga aðkomu að síðunni sjálfur og betra væri að senda mér tölvupóst á netfangið sem fylgir þessum pistli. Já, margt er skrýtið í kýrhausnum. AFP Féleg Fésbók Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Þá er bara að vona,Badda og Gilla vegna,að hálfkæringur skili sérvel úr íslensku yfir á rússnesku. Annars er lík- lega best að opna ekki grunsamlegan sniglapóst á næstunni. Stefán Ingólfsson Ég er búsettur í Noregi, þannig að ég er hér í heimsókn um páskana. Ég er að fara norður á Sauðárkrók. SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera um páskana? Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir Ég er í fríi á Íslandi, en ég vinn sem fyrirsæta og er mikið á flakki. Ég ætla á Hellu með kærastanum og fara á hestbak og skoða landið. Sigurður Sigurðsson Ég ætla að taka frí úr vinnunni og hafa það rosa notalegt. Kannski keyri ég austur að túristast. Anna Björg Björnsdóttir Bara vera heima og njóta lífsins. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Skapti Hallgrímsson Sr. Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur í Stafholti, mun hafa nóg fyrir stafni um páskana. Hún verður með guðsþjónustur alla helgidagana í þremur sveita- kirkjum; í Stafholti, í Hvammi í Norðurárdal og í Norðtungu í Þverárhlíð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.