Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Page 29
þeim hluta þar sem fjallað er um
vísindin að baki kvikmyndum. Þar
er hægt að sveipa sig grænu sjali
og horfa á sig verða ósýnilega(n) á
skjá. Sniðug leið til að leyfa
krökkum að reyna sig sjálf í stað
þess að standa hjá og horfa á
dauða hluti. Einnig er hægt að
prófa að gera hreyfimynd með þar
til gerðri tækni.
Skífusíminn löngu
orðinn safngripur
Samgöngur og fjarskipti skipa
veglegan sess á safninu. Hægt er
að skoða gamla bíla og lestir og fá
að prófa að hringja úr gömlum
símum.
Símarnir voru þó engir antik-
munir, bara venjulegir skífusímar.
En breytingar á sviði fjarskipta
hafa verið svo hraðar undanfarin
ár að vitanlega kunni sá níu ára
ekki á skífuna en þótti gaman að
prófa.
Við inngang safns-
ins eru borð með ýms-
um vísindaleikföngum
á borð við segulkubba og
annað sem er gaman að glíma
við.
Kaffiterían er ágæt en heldur
dýr. Flaska af sódavatni kostaði
nærri fimm hundruð krónur ís-
lenskar, þannig að það gæti verið
góð hugmynd að taka nesti. Óhætt
er að mæla með því að gera sér
ferð á safnið fyrir fjölskyldur sem
eiga leið um Osló. Þess er vel
gætt að allur aldur njóti sín og
engum ætti að leiðast.
Trommurnar sem gestir
gátu spreytt sig á voru
kannski engir safngripir,
en það er gaman að geta
sest við trommusett og
fengið útrás áður en
haldið er áfram í næstu
álmu. Einnig var í boði
að prófa hið stórskrýtna
og skemmtilega hljóð-
færi þeramín.
Klassískir skífusímar af ýmsu tagi, sem til voru á hverju
heimili hér áður, fá alveg sérstakan sess á safninu í
nokkurs konar fjarskiptadeild. Símar frá ýmsum tím-
um eru þar settir upp á bása þar sem hver hefur sitt
símanúmer og hægt er að hringja á milli. Fyrst þarf
reyndar að kenna börnunum að nota skífuna, en svo
er hægt að spjalla saman gegnum tólin.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Þessi hipsteralega stofa er
til sýnis á safninu, líklega til
að sýna hvernig tæki voru á
heimilum áður fyrr.
Wikimedia Commons
’Safnið er gott dæmium hvernig hægt erað gera nánast hvaðsem er spennandi með
réttri framsetningu.
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Amino bitar
Í 30 g pokanumer
passlegur skammur af
próteini (26,4 g í poka).
Inniheldur 88%prótei
og engin aukaefni.
88%prótein
100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Einfaldle a hollt
og gott
snakk
Nokkur röð var tekin að mynd-
ast utan við safnið um tíu mín-
útum áður en það var opnað á
sunnudegi, en tæknisafnið er
opið frá 11-18 laugardaga og
sunnudaga og 9-16 virka daga
nema mánudaga, þá er lokað.
Aðgangur kostar 100 krónur
norskar fyrir börn, eða sem
nemur um 1.270 íslenskum
krónum, og 150 krónur norskar
eða 1.900 íslenskar fyrir full-
orðna. Fyrir fjögurra manna
fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö
börn, kostar 450 krónur norsk-
ar eða 5.700 krónur íslenskar.
Um hádegi var safnið orðið
það fullt að þeir sem komu á
bílum áttu erfitt með að fá
stæði, margir hringsóluðu á
bílastæðinu. Þá þurfti líka að
bíða ögn eftir borði á veitinga-
staðnum. En þrátt fyrir að safn-
ið virtist smekkfullt var enginn
troðningur, enda víðáttumikið
og nóg pláss fyrir alla.
Einfalt er að komast á tækni-
safnið í Osló með lest eða spor-
vagni (líka hægt að taka strætó
en það tekur ögn lengri tíma).
Stoppistöðin heitir Kjelsås.
Ferðin tekur um 15 mín með
lest beint frá Oslo S, aðallest-
arstöðinni, og um 20 mín með
sporvagni. Úr sporvagni þarf að
ganga smá spotta, um 200
metra, en lestarstöðin er beint
fyrir framan safnið.
Teknisk Museum er greinilega vin-
sæl afþreying hjá barnafólki í Osló.
FJÖLSKYLDUSAFN OG SKEMMTUN
Komin röð
áður en
opnað var