Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Qupperneq 16
MANNLÍF
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
Óhjákvæmilegt er að hjónin hafi lent í erf-
iðleikum til sjós á svo löngum tíma. Þau voru
sem betur fer bara tvö á ferð – Sabine reyndar
ólétt að fyrsta barninu – þegar stefnan var tek-
in á Suðurskautið á sínum tíma. Þau urðu frá
að hverfa sem fyrr segir vegna mikils íss og á
leiðinni til baka til Suður-Ameríku urðu þau
fyrir því óláni að sigla á stóran gám sem fallið
hafði útbyrðis af flutningaskipi og skútan
skemmdist töluvert.
Kom ekki til greina að gefast upp
„Radarinn skemmdist, ýmislegt brotnaði inn-
anstokks og það sem verst var; skútan fór að
leka. Við gripum til þess ráðs, til að stöðva lek-
ann, að fylla sokka af sílikoni og troða í götin og
það dugði til að við kæmumst heilu og höldnu á
leiðarenda, eftir þrjár vikur á siglingu.“
Báturinn fór í viðgerð í Patagóníu í Chile.
„Staðan var satt best að segja ekki góð; bát-
urinn stórskemmdur, konan ólétt og við áttum
enga peninga,“ segir Dario og hlær. „Allir
sögðu okkur að leggja árar í bát; ekkert vit
væri í að halda áfram, við skyldum gleyma leið-
angrinum og koma heim. Það kom hins vegar
ekki til greina; áður en við lögðum af stað lof-
uðum við Sabine hvort öðru því að við myndum
reyna að minnsta kosti 20 sinnum að yfirvinna
vandræði sem upp kæmu áður en við gæfumst
upp.“
Viðgerðin í Chile tók óratíma. „Þar var eng-
inn Slippur eins og á Akureyri!“ segir Dario.
„Fólkið var samt frábært og hjálplegt, eins og
við höfum reyndar upp-
lifað alls staðar.“
Dvölin suður þar varð
því mun lengri en þau
ætluðu í fyrsta. Elsta
barnið, Salina, fæddist í
Chile í apríl 2005 og þau
voru enn á staðnum þeg-
ar Andri fæddist í októ-
ber 2006
Dario tekur þannig til orða að þegar þrengi
að verði að hugsa stórt. Út fyrir boxið eins og
það er stundum kallað.
„Við ákváðum að reyna allt hvað við gætum.
Skype var nýtilkomið og við hófumst handa við
að ná sambandi við háskóla og fyrirtæki bæði í
Evrópu og Bandaríkjunum; vildum nota tæki-
færi og gera bátinn eins umhverfisvænan og
kostur væri og buðumst til þess að prófa nýj-
ustu tækni ef skólar og fyrirtæki væru tilbúin
að láta okkur hana í té. Margir tóku okkur vel
og okkur gafst tækifæri til að reyna vörur
þeirra við raunverulegar aðstæður.
„Flest hafði verið prófað í rannsókn-
arstofum. Fyrirtæki sem framleiðir sólarsellur
sagðist til að mynda, eftir sínar prófanir, lofa
því að sellurnar myndu duga í 40 ár á hafi úti.
Við okkar öfgakenndu
aðstæður dugðu þær
hins vegar aðeins í eitt
og hálft ár, við gáfum
framleiðandanum góð
ráð í kjölfarið, bún-
aðinum var breytt og
hefur nú dugað okkur
í 15 ár án vandræða.“
Með þessum hætti
unnu þau sig út úr vandanum. „Það eru líkleg-
ast mikilvægustu skilaboð okkar til þeirra
barna sem við höfum rætt við í skólum víðs
vegar um heim – að gefast ekki upp, enda erum
við lifandi dæmi um slíkt. Margir eru farnir að
velta fyrir sér framtíðinni eftir skóla, sögðu
okkur frá frábærum hugmyndum og við vonum
að saga okkur verði til þess að enginn gefist
upp þótt dæmið gangi ekki upp í fyrstu eða
annarri tilraun.
Við gengum í gegnum mikla erfiðleika fram-
an af, höfðum til að mynda enga styrktaraðila
en lögðum hart að okkur.“
Fyrsta fyrirtækið sem ákvað að styrkja
hjónin fjárhagslega var hið svissneska Victor-
inox, sem framleiðir frægan, fjölnota vasahníf;
Schweizerkniv, sem kallaður hefur verið Swiss
Army knife upp á ensku.
Ástæða þess var að þegar Salina fæddist
fyrst barnanna í Chile notaði Dario hníf af
nefndri tegund til að skera á naflastrenginn.
Ljósmóðirin var indíáni og aðstæður frum-
stæðari en Evrópubúar eiga að venjast.
Svissneski sendiherrann í Chile bauð hjón-
unum í heimsókn eftir að þau gengu á Aconaca-
gua, hæsta fjall Suður-Ameríku, heyrði söguna
um hnífinn og boltinn fór að rúlla. Þannig vildi
til að hann þekkti hnífaframleiðendurna per-
sónulega og sagði þeim frá. Tilviljanir geta haft
mikil áhrif.
Ánægð á Akureyri
Elstu börnin, Salina og Andri, kunna bæði afar
vel sig á Akureyri. Andri segir Ísland þriðja
besta stað sem hann hafi dvalið á; land feðr-
anna, Sviss, setur hann í fyrsta sæti og síðan
Alaska.
Salina sagði blaðamanni að í raun og veru
Skútan á Norðvestur-leiðinni, frá Kyrrahafi að Atlantshafi.
Á Atlantshafi, á leiðinni frá Asóreyjum til Vestmannaeyja
Á þeim góða stað, Jólaeyju í Indlandshafi 2011. Eyjan er á milli Ástralíu og Indónesíu.
Alegra, þá sex ára, gerir að fiski um borð í bát frá Siglufirði í júlí í fyrra. Heima í Sviss 2015 þegar Mia fæddist og Dario var á spítala.
Fljótlega eftir komuna til landsins í fyrra. Fjölskyldan glöð á skútunni og stutt í að sjötta barnið komi í heiminn!
’Sumum finnst það fáránlegtog telja okkur algjörlega gal-in en aðrir líta á ferðalag okkarsem ómetanlega reynslu, sem
það að sjálfsögðu er. Mér finnst
við heppin að fá þetta tækifæri.
.
Salina fyrir nokkrum árum í góðum félagsskap suður í höfum. Salina og Andri með Dario föður sínum við glóandi hraunefli á Hawaii.