Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 14
MANNLÍF 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018 sóknir í skóla, enda vilja þau að öll börn eigi kost á að hlýða á hvað þau hafa fram að færa, hvort sem skóli hafi mikil fjárráð eða lítil. Þau semja hins vegar ætíð við skólastjórn- endur um að nemendur aðstoði fjölskylduna við að tína rusl. Þannig gefi þau af sér í staðinn, sem sé mikilvægt. Af nógu er að taka í þeim efnum hvar sem stungið er niður fæti og börn hvarvetna verið fús til að taka þátt í slíkum hreinsunarverkefnum. Til þessa hafa hóparnir tínt alls 55 tonn! Ekki kom annað til greina en ferðast á sem umhverfisvænstan hátt strax frá byrjun. Fyrsti hluti leiðangursins fólst í því að ganga á hæsta fjall í hverri einustu hinna 26 kantóna heima í Sviss og þau gengu raunar ekki bara á fjöllin heldur um landið. Voru sem sagt fót- gangandi allan tímann! „Við fórum frá hæsta toppi einnar kantónu til hæsta fjalls þeirrar næstu og þannig kom nafn leiðangursins til; Top to Top.“ Í leiðinni komu þau við í 54 skólum og ræddu við börn um loftslagsmál, og í hverri kantónu leituðu hjónin til fyrirtækja eða háskóla í von um að komast yfir einhvers konar umhverf- isvæna tækni sem kæmi þeim til góða í ferða- laginu. Dæmi um slíkt eru sólarsellur. „Í framhaldi þess ákváðum við að ganga á hæsta fjall hverrar heimsálfu og hefur tekist það, nema hvað við komumst ekki alla leið til Suðurskautslandsins vegna mikils íss. Við eig- um þar af leiðandi eftir að ganga á Vinson en stefnum enn að því.“ Að göngutúrnum um Sviss loknum voru reiðhjólin dregin fram og haldið niður til Kró- atíu þar sem skútan beið þeirra við Adríahafs- ströndina og haldið til hafs. Siglt af stað segl- um þöndum. Frá ströndu á hæsta tind Ævintýrið kostar að sjálfsögðu sitt. Margir kunna að velta því fyrir sér hvernig í ósköp- unum þau dragi fram lífið. Stutta svarið er að nokkur fyrirtæki styðja við bakið á þeim og al- menningur einnig, með framlögum í gegnum heimasíðu leiðangursins - www.toptotop.org. Þá hafa þau getað starfað tímabundið hér og þar, við hjúkrun og leiðsögn, en hafa að auki tekið að sér ýmiskonar störf önnur. Margt smátt gerir eitt stórt og þau segjast þakklát öllum sem aðstoða þau. Bátinn fengu þau strípaðan ef svo má segja; skrokkinn, mastur og þrjú segl. Skútan var svo búin undir ferðina eftir að vinveittur maður veitti þeim vaxtalaust lán sem greitt er niður á löngum tíma. Dario og Sabine hafa þegar farið á hæsta tind hverrar heimsálfu, nema hvað fyrsta til- raun mistókst á Suðurskautslandinu sem fyrr segir. Síðast gengu þau á Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku. Það er í Alaska og gekk lengi undir nafninu Mount McKinley. Fjölskyldan var þá vetrarlangt í Ameríku. Skútan fór í viðgerð og í sex mánuði hjólaði hópurinn um og gisti í tjöldum. „Við fórum á hæsta topp álfunnar og einnig að lægsta punkti hennar, í Dauðadalinn í eyðimörkinni í austur- hluta Kaliforníu,“ segir Sabine. Fjölskyldan hefur fyrir sið, þegar gengið er á fjall, að fara alltaf fyrir eigin afli alla leið frá sjávarmáli. „Okkur var alls staðar sagt að það hefði ekki verið gert áður. Margir keyra alveg að fjallsrótum eða jafnvel töluvert lengra en það gerum við aldrei. Upplifunin er allt önnur og tengingin miklu meiri við náttúruna þegar gengið er eða hjólað alla leið; maður skynjar náttúruna ólíkt betur,“ segir Dario. „Mikið er talað um hve erfitt sé að ganga á hæstu tinda veraldar en okkar reynsla er sú að fjallgangan sjálf sé auðveldasti hluti leið- arinnar. Leiðin að fjalli er miklu meiri áskorun að okkar mati.“ Sögulegasti hluti leiðangursins var þegar fjölskyldan sigldi frá Kyrrahafi austur að Atl- antshafi árið 2016; Norðvestur-leiðina sem svo er kölluð og mjög hefur verið í umræðunni síð- ustu ár, en vegna hlýnunar jarðar gæti það orðið helsta siglingaleið á milli Evrópu og Kína í framtíðinni enda mun styttri en hefðbundin siglingaleið. „Við fórum leið sem enginn hafði áður siglt austur um; komumst í gegnum sund kennt við Fury og Hecla, skip landkönnuðarins Parrys, yfir í Hudson sund og út í Atlantshaf, þaðan til Nýfundnalands, Nova Scotia og niður til New York,“ segir Dario. „Þetta var mjög erfitt en við höfðum í raun engan annan kost. Vorum heldur seint á ferð, von var á sterkum austlæg- um vindum og í stað þess að bíða hugsanlega við akkeri í nokkrar vikur, vitandi að báturinn frysi jafnvel inni og við yrðum að vera allan veturinn, töldum við okkur verða að reyna við þessa leið. Í versta falli hefðum við snúið við,“ segir Dario. Engar upplýsingar var að hafa. „Við vorum í hlutverki könnuðarins, leiðin er víða mjög mjó og mikið um ís þannig að við þurftum að vera vel á verði enda vakti ferðin mikla athygli fjölda siglingaklúbba og flutningafyrirtækja. Allir voru mjög spenntir að við segðum frá leið- inni. Flutningafyrirtækjunum er til dæmis mjög í mun að hægt verði að stytta sigl- ingaleiðina til Kína en menn verða að bera gæfu til að vara farlega. Gríðarlegur lífmassi er þarna norður frá og svæðið mjög mikilvægt fyrir líf á jörðinni. Mér finnst afar áhugavert að hér á Akureyri skuli vera kenndur heim- skautaréttur og geri mér vonir um að í framtíð- inni komst á ámóta samkomulag um norð- urslóðir og eru í gildi um Suðurskautið. Það þarf að gæta að svæðinu eins vel og kostur er.“ Ekki er ofmælt að æska barnanna sex sé óhefðbundin. Öll hafa í raun átt lögheimili á skútunni frá fæðingu. „Okkur finnst það eðli- legasti hlutur í heimi enda þekkjum við ekki annað,“ segir elsta barnið, Salina Dija sem verður þrettán ára eftir nokkra daga, við blaðamann. Ótrúlega skýr, lífsreynd og ábyrgðarfull stúlka. „Það er hins vegar mjög mismunandi hvað öðrum finnst um að við skulum búa í bátnum,“ heldur Salina áfram. „Sumum finnst það fárán- legt og telja okkur algjörlega galin en aðrir líta á ferðalag okkur sem ómetanlega reynslu, sem það að sjálfsögðu er. Mér finnst við heppin að fá þetta tækifæri.“ Börnin læra hvaðeina af reynslunni en hefð- Göngutúr ofan Akureyrar stuttu áður en Vital fæddist 23. ágúst í fyrra. Noé, Salina og Andri á toppi Hvannadalshnjúks. Þau fóru með föður sínum á efst tind Íslands fljótlega eftir komuna til landsins. Fjölskyldan stækkaði enn 2011. Þessi mynd er tekin á Indlandshafi það ár, fljótlega eftir brottför frá Singapúr þar sem Alegra fæddist um miðjan maí.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.