Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 34
Morgunblaðið/Hari María Reyndal er leikstjóri oghandritshöfundur hinnarnýju sjónvarpsmyndar, Mannasiða, sem verður sýnd í tveim- ur hlutum á RÚV á páskadag og ann- an í páskum. Handritið byggði hún á útvarpsleikriti sem hún skrifaði og leikstýrði fyrir Útvarpsleikhús Rásar 1 sem flutti verkið í fyrra. Í Mannasið- um segir af 19 ára menntaskólanema sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni. Hann neitar sök en sagan fer eins og eldur í sinu um skól- ann því stúlkan segir frá hinni meintu nauðgun á samfélagsmiðlum. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Ey- steinn Sigurðarson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Álfrún Laufeyjardóttir, höfundur tónlistar er Úlfur Eldjárn og nokkur lög eftir Loga Pedro Stefánsson hljóma einnig í myndinni. Tvö til frásagnar „Við vitum ekki hvað gerðist og áhorfendur eru, eins og svo oft í svona málum, að reyna að átta sig á hvað hefur raunverulega gerst milli þeirra því þau eru bara tvö til frá- sagnar og hafa ólíka upplifun af því sem gerðist,“ segir María um umfjöll- unarefni myndarinnar og að sjónum sé beint að afleiðingum ásökunar- innar á báðar aðalpersónurnar, hinn meinta geranda og þolanda og nán- ustu ættingja og vini beggja. Löng vinna lá að baki útvarpsverk- inu sem nú er orðið að sjónvarps- mynd og segist María hafa byrjað að skrifa árið 2012. „Ég ætlaði að hafa þetta sviðsverk en fékk ekki uppsetn- ingarstyrki. Ég var búin að vera hrædd um að ég væri of sein með þetta því mér fannst umræðan alltaf vera í hápunkti öll þessi ár. En svo þegar ég var búin að gera útvarps- verkið fóru hjólin að snúast hratt og RÚV ákvað að kýla á sjónvarpsmynd í tveimur hlutum,“ segir hún. Þetta var áður en #metoo-byltingin hófst og var María byrjuð að skrifa handrit sjónvarpsmyndarinnar þegar boltinn fór að rúlla. „Við þurftum að aðlaga okkur aðeins að því en öll sú umræða sem er í gangi á mjög vel heima í myndinni,“ segir María. Hver er upplifun drengja? En hvers vegna ákvað hún upp- haflega að skrifa verk um þetta efni? „Nokkur kynferðisbrot voru mikið í umræðunni þá og mér fannst umræð- an um þau mjög undarleg og tregðan í kerfinu. Ástæðan fyrir því að ég fór af stað var að mig langaði að vita hver væri upplifun drengja, langaði að kafa ofan í hana af því hún var ekkert til umræðu og er eiginlega bara að byrja núna. Við heyrum sögur stúlkna og kvenna af þessum málum og erum sem betur fer farin að skilja og átta okkur á því hvað gerist þar en hinum megin er þetta svolítið lokuð bók. Og þar liggur kannski vandinn í þessum málum,“ segir María. –Er þetta tabú? „Já, það vill enginn gangast við því að vera gerandi og ekki heldur að- standendur og við erum með mjög brenglaða sýn á gerendur, einhverjar hugmyndir um þá sem óþekkt skrímsli,“ svarar María og að fólk verði að reyna að átta sig á því hvaða drengir og karlar séu á bak við allar þessar #metoo-sögur. Tók fjölda viðtala María vann mikla rannsóknarvinnu fyrir útvarpsverkið á sínum tíma. „Ég tók fullt af viðtölum við fórnar- lömb kynferðisbrota og fjölskyldur gerenda og meintra gerenda,“ segir hún. Hún hafi reynt eftir fremsta megni að fá viðtöl við gerendurna sjálfa en enginn hafi þorað það og segir María að þessi ótti sé hluti af vandamálinu. Einn maður hafi stigið fram opinberlega hér á landi, Tom Stranger, sem gekkst við því að hafa nauðgað rithöfundinum og leikskáld- inu Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þeg- ar þau voru á unglingsaldri. Hann axlaði sína ábyrgð og kom fram með Þórdísi og ræddi með opinskáum hætti um brot sitt og afleiðingarnar af því. „Ég held að það sé hrikalega erfitt að vera yfirlýstur nauðgari og ég held að hluti af vandamálinu hjá okkur sé að við eigum svo erfitt með að gangast við þessum glæp, reyna að skilja hann og átta okkur á hvað ligg- ur að baki honum. Við viljum helst ekki gera það, viljum helst ýta þessu frá okkur,“ segir María. Þó Mannasiðir muni eflaust hafa eitthvert forvarnargildi segir María að hún sé fyrst og fremst höfundur og listamaður að búa til listaverk. Hún sé ekki að predika í myndinni heldur reyna að skilja. „Eins og myndin er sett fram vitum við ekki alveg hvað gerist og erum að reyna að skilja það,“ útskýrir hún. Blanda lærðra og ólærðra Í Mannasiðum má sjá marga unga leikara og María segist hafa haldið leikprufur fyrir hlutverkin og prófað í þeim fjölda ungra karla og kvenna. „Þetta er blanda, bæði krakkar úr menntaskóla og svo krakkar sem eru nýútskrifaðir og í leiklistarnámi,“ segir hún um þá sem urðu fyrir valinu en með hlutverk hins ásakaða fer Ey- steinn Sigurðarson sem er nýlega út- skrifaður leikari og Ebba Katrín Finnsdóttir leikur stúlkuna sem sak- ar hann um nauðgun og er hún á loka- ári í leiklistardeild LHÍ. María segist með slíkri blöndu hafa sóst eftir því að ná fram trúverðugleika. María er spurð að því hvort hlutverkin hafi ekki tekið á hina ungu leikara og seg- ir hún þau vissulega hafa gert það. „Þau stóðu sig frábærlega og það var ótrúlega gaman að vinna með þessum aldurshópi og þau eru auðvitað komin mjög langt í allri umræðu, sem betur fer. Ég held að þeim hafi líka þótt þetta áhugavert málefni.“ María segir að sér hafi einnig þótt gaman að fara inn í menntaskóla- heiminn, kynnast lífinu þar, tísku- straumum og því sem brennur á unga fólkinu. „Og það kemur sér vel að ég á dóttur á þessum aldri sem getur frætt mig um hvað er „in“ og hvað er „out“. En svo er mjög stressandi að það sem er „in“ í dag er orðið „out“ eftir tvo mánuði þannig að við urðum að vinna myndina hratt,“ segir María og hlær. Á réttri leið Sögur kvenna eru áberandi þegar lit- ið er yfir þau verk sem María hefur komið að hin síðustu ár og má þar nefna leikritið Sóleyju ræstitækni sem hlaut Grímuverðlaun í fyrra sem leikrit ársins og fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki, Sólveigu Guðmunds- dóttur, og sjónvarpsþættina Ástríður og Stelpurnar. „Þau verk sem ég hef framleitt sjálf hafa flest verið um konur,“ segir María þegar blaðamað- ur ber þetta undir hana. –Nú hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri hversu lítið hefur ver- ið fjallað um konur í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en slíkum sögum fer þó blessunarlega fjölgandi, er það ekki? „Jú, veistu, þetta er bara allt ann- að. Það er bara allt annað að mæta á fundi og ræða um hugmyndir núna en fyrir tveimur árum,“ svarar María. María kom að skrifum handrita Ástríðar og Stelpnanna og segist oft hafa fundið fyrir mótspyrnu framleið- anda gagnvart efni sem snýst fyrst og fremst um konur. „En þetta er búið að breytast sem betur fer og fram- leiðendur eru farnir að átta sig á því að konur eru miklu meiri neytendur menningar en karlmenn,“ segir María. Hún segir allar fullyrðingar um að karlmenn séu svo lokaðir að þeir geti ekki sett sig inn í sögur kvenna algjörlega út í hött. „Eins og það sé ekki áhugavert líka þegar kon- ur eru í aðalhlutverki?! Það er mjög undarlegt.“ Enginn vill gangast við glæpnum Páskamynd RÚV í ár, Mannasiðir, fjallar um 19 ára pilt sem er sak- aður um nauðgun. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar byggði hana á eigin útvarpsleikriti. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ’Eins og myndin er settfram vitum við ekkialveg hvað gerist og erumað reyna að skilja það. Stilla úr Mannasiðum, páskamynd RÚV sem sýnd verður í tveimur hlutum. María Reyndal að leggja lokahönd á sjónvarps- mynd sína Mannasiði í nýliðinni viku. LESBÓK Jónas Sig og hljómsveit hans Ritvélar framtíðarinnar halda tónleikaá Græna hattinum á Akureyri laugardaginn 31. mars og á páska- dag, 1. apríl, kl. 22. Flutt verða lög og textar Jónasar. Jónas Sig og hljómsveit nyrðra 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.