Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 37
Þegar fyrsti þátturinn fór í loftið í
Ríkissjónvarpinu kom lista- og
skemmtideild sjónvarpsins, sem
valdi erlent efni til sýningar, því
skýrt á framfæri að hún hefði ekki
mælt með þáttunum við útvarpsráð.
Og útvarpsráð var heldur ekki ein-
huga um að þættirnir skyldu sýndir,
fjögur atkvæði í útvarpsráði féllu
þáttunum í vil en þrír greiddu á móti.
Útvarpsráð keypti 29 þætti og þegar
þeim lauk urðu aftur deilur í útvarps-
ráði um hvort halda ætti innkaup-
unum áfram. Væg-
ast sagt varð allt
vitlaust, les-
endabréf hrúguðust
inn, flest frá aðdá-
endum Dallas en
einnig nokkur bréf
frá þeim sem öm-
uðust við þáttunum.
„Ég á ekki nógu
sterk lýsingarorð til
að tjá viðbjóð minn
á þeirri dæmalausu
ósvífni útvarpsráðs að hafa af okkur
Íslendingum Dallas-þættina. Með
þessu fólskulega örþrifaráði hafa
þeir hreinlega kippt tilverugrund-
vellinum undan þjóðinni. Enda sést
það bezt á ástandinu í þjóðfélaginu:
Menn ráfa eirðarlausir um götur
borgarinnar og vita ekki hvað þeir
eiga að gera,“ skrifaði Guðmundur
nokkur í einu lesendabréfinu en les-
endabréf voru frá fólki á öllum aldri,
8 ára krökkum upp í eldra fólk og
jafnvel var safnað í undirskriftalista
þáttunum til stuðnings, svo sem á
Akureyri, og þeir sendir til blaðanna.
Kommúnistar á bak við
Þá lét DV framkvæma skoðana-
könnun á því hvort landsmenn vildu
þættina áfram og meirihluti lands-
manna játti því. Í einu lesendabréf-
inu var skrifað um ástæður þess að
Dallas stóð í útvarpsráði:
„Eins og lesa hefur mátt um í blöð-
um undanfarið urðu einhverjar deil-
ur í útvarpsráði um hvort sýna ætti
Dallas-þættina í sjónvarpinu. Voru
menningarvitar þar með að sýna
klærnar, rétt einu sinni. Settu þeir
aðallega á oddinn að „hlutur kon-
unnar kæmi ekki of vel fram í þess-
um þáttum“. Auðvitað hrein sýnd-
armennska eins og svo oft áður þegar
sjálfskipaðir menningarvitar eru
annars vegar. Dallas-þættirnir eru
vinsælir hjá öllum
almenningi sem vill
umfram allt horfa á
vel gerðar afþrey-
ingarmyndir.“
En staðalímynd
kvenna og siðgæði
þáttanna stóð ekki
aðeins í útvarpsráði
því lesendabréfin
sem gagnrýndu
Dallas voru til
dæmis á þessa leið:
„Ekki nóg með að í þessum fram-
haldsmyndaflokki safnist saman hin
mestu hrakmenni heldur virðist
myndatakan og innihald þáttanna
vera tekið frá vægast sagt undarlegu
sjónarhorni. Eins og í síðasta þætti
þegar rass einnar leikkonunnar var
sýndur vendilega þegar hún var að
dansa,“ skrifaði Guðný og bað sjón-
varpið um að hætta að sýna slíka lág-
kúru. Þá fjallaði eitt lesendabréf um
að Dallas væri framleitt af komm-
únistum og viðkomandi vildi frekar
sjá þætti um Snorra Sturluson eða
„erlendar myndir með listrænt
gildi.“
Íslendingar fengu ekki alveg að
horfa á Dallas óslitið næstu árin, þeir
voru á og af dagskrá og það var oft
sérstök frétt í blöðunum þegar út-
varpsráð ákvað að skella í kaup á
„enn einum Dallaspakkanum“.
Árið 1985 tók Olís sig til og bauð Dallas til
leigu á vídeóspólum, á tímabili þegar þættirnir
voru ekki sýndir í Ríkissjónvarpinu.
Lesendabréf í dag-
blöðum vegna ágætis
eða slæmsku Dallas
voru daglegt brauð.
’
Þá fjallaði eitt
lesendabréf um
að Dallas væri fram-
leitt af kommúnistum
og viðkomandi vildi
frekar sjá þætti um
Snorra Sturluson eða
erlendar myndir með
listrænt gildi
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
TÓNLIST Söngleikur byggður á ævi og starfi Tinu Turner,
The Tina Turner Musical, var frumsýndur á dögunum á West
End í London. Turner aðstoðaði sjálf hinn margverðlaunaða
handritshöfund Katori Hall við gerð handritsins en í viðtali
við The Times sagði Turner að það hefði á stundum verið
sársaukafullt ferli, þar sem hún hefði farið yfir erfiðar
stundir lífs síns; „hluti sem þig langar ekki að hugsa um og
þegar þú ferð að muna er það eins og að kasta upp, meira
og meira kemur upp og þú spyrð þig hvenær nóg sé
komið“, sagði Turner. Í viðtalinu við Times fer Turner
ítarlega yfir líf sitt og segir m.a. að þegar hún sá
Jackie Kennedy Onassis fyrst hafi það haft mikil áhrif
á sig. Þegar hún sá forsetafrúna fyrrverandi langaði
hana til að verða dama.
Jackie O fyrirmynd
Tina Turner segir
Jackie Kennedy hafa
verið áhrifavald.
KVIKMYNDIR Kevin Bacon mun leika að-
alhlutverkið í nýrri spennumynd með yfir-
náttúrlegum blæ, You Should Have Left, en
leikarinn framleiðir einnig myndina. Mynd-
in er byggð á skáldsögu þýska rithöfund-
arins Daniels Kehlmanns að því er The
Hollywood Reporter greinir frá, en tökur
hefjast á næsta ári. Myndin gerist í gisti-
húsi í Ölpunum en Bacon leikur rithöfund
sem dvelur þar með eiginkonu og dóttur og
missir smám saman vitið. Þótt söguþráð-
urinn minni í fljótu bragði örlítið á Shining
Stephens Kings er framvindan víst allt
önnur.
Missir vitið í Ölpunum
Kevin Bacon leikur aðalhlutverkið í og fram-
leiðir You Should Have Left.
AFP
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
frá Innovation Living Denmark
S V E F N S Ó F A R
FRODE
kr. 179.800
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu