Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
VETTVANGUR
Ríkisstjórn Íslands hefurákveðið að taka þátt í sam-stilltum aðgerðum vest-
rænna ríkja vegna efnavopnaárásar
í enska bænum Salisbury í upphafi
mánaðarins. Árásin er alvarlegt
brot á alþjóðalögum og ógnun við
öryggi og frið í Evrópu. Efnavopn-
um hefur ekki verið beitt í álfunni
frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við
árásinni hafa hingað til verið
ótraustvekjandi og yfirlýsingar
þeirra ótrúverðugar.“
Svona er upphafið á fréttatilkynn-
ingu frá Stjórnarráði Íslands í vik-
unni. Annars staðar hefur verið tal-
að um að Íslendingar fylgi
„vinaþjóðum“ í þessu máli, það er
NATÓ-ríkjum og – svo enn sé vitn-
að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,
„helstu aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins“.
Ríkisstjórn Íslands segir enn
fremur viðbrögð Rússa við ásök-
unum bresku stjórnarinnar um að
rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á
banatilræði við rússneskan gagn-
njósnara í Bretlandi nú nýlega, vera
„ótraustvekj-
andi“. Maðurinn
hafi, sem áður
segir, orðið fyrir
„efnavopnaárás“
og sé það „ógnun
við öryggi og frið
í Evrópu.“
Það má segja
að óþarfi sé að
staglast á þess-
um texta frá rík-
isstjórn Íslands.
Mér finnst engu
að síður ástæða
til að vekja at-
hygli á hve sver-
ar yfirlýsing-
arnar eru.
Auðvitað má til sanns vegar færa
að morð á einum manni geti ógnað
„öryggi og friði“ í heilli heimsálfu,
jafnvel í heiminum öllum. Morðið á
Franz Ferdinand, hertoga og rík-
isarfa í austurríska keisaraveldinu í
Sarajevo á Balkanskaga í júní 1914,
er almennt talið vera kveikjan að
heimsstyrjöldinni fyrri, sem felldi að
minnsta kosti fimmtán milljónir
manna.
Ófriðarbál hafði að sönnu þá verið
í gerjun um skeið og var morðið á
ríkisarfanum kornið sem fyllti mæl-
inn. En það fyllti mælinn vegna þess
að þann skilning vildu ýmsir valda-
aðilar leggja í þann atburð.
Einstakir atburðir eru þannig
eitt, túlkun þeirra annað. Rík-
isstjórn Íslands kýs að fylgja „vina-
þjóðum“ í túlkun þeirra á „efnavop-
naárásinni“ í enska bænum
Salisbury.
Nú er það náttúrlega svo, að þess
eru dæmi að logið hafi verið að ís-
lenskum stjórnvöldum og þau látið
blekkjast. Það þekkjum við því mið-
ur allt of vel. En þá er spurningin
hvort engu máli eða litlu skipti hvað
sé satt og hverju er logið svo lengi
sem réttum aðilum er fylgt að mál-
um?
En jafnvel þótt við gæfum lítið
fyrir sannleikann en þeim mun
meira fyrir fylgispektina, þá hljóta
ýmsir atburðir í okkar samtíma
engu að síður að koma til saman-
burðar við morðið á rússneska
gagnnjósnaranum. Þannig leita nú á
minn huga, nýkominn frá vitna-
leiðslum í París, voðaverk framin á
Kúrdum allt
fram á þennan
dag og það innan
landamæra
bandalagsríkis í
NATÓ, sama
ríkis og þessa
dagana stráfellir
fólk í landvinn-
ingastríði í Sýr-
landi. Ríkið er að
sjálfsögðu Tyrk-
land.
Hægt er að
tala upp frið-
arviljann á ná-
kvæmlega sama
hátt og hægt er
að tala hann nið-
ur, jafnvel svo langt niður að úr
verði stríðsæsingatal. Erum við ef
til vill að nálgast slíkt tal nú?
Íþróttir og listir geta sameinað
fólk, oft þvert á hagsmuni ríkja. Nú
er okkur sagt að íslenskir ráðherrar
hafi fallið frá fyrri áformum um að
fylgjast með heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu. Það séu táknræn
mótmæli gegn tilræðinu í Salisbury
á sama hátt og viðvera þeirra á leik-
unum átti að vera tákn um velvilja
og samhug.
En nú gengur það ekki lengur –
ef menn á annað borð vilja halda
hópinn með öllum „vinaþjóðunum“.
Þá gengur ekki að sýna friðarhug og
velvilja í Rússlandi þar sem keppnin
fer fram. Þar býr nefnilega Pútín,
en vel að merkja 145 milljónir ann-
arra Rússa líka.
Skyldu „vinaþjóðir“ Íslendinga
líta allar þessar milljónir illu auga?
Ef til eru „vinaþjóðir“, eru þá líka til
„óvinaþjóðir“?
Eða hvað?
Eru þá líka til óvinaþjóðir?
’Íþróttir og listir getasameinað fólk, oftþvert á hagsmuni ríkja.Nú er okkur sagt að ís-
lenskir ráðherrar hafi fall-
ið frá fyrri áformum um
að fylgjast með heims-
meistarakeppninni í
knattspyrnu. Það séu
táknræn mótmæli gegn til-
ræðinu í Salisbury á sama
hátt og viðvera þeirra á
leikunum átti að vera tákn
um velvilja og samhug.
Pistill
Ögmundur Jónasson
ogmundur@-
ogmundur.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Una Sighvatsdóttir fjölmiðla-
kona var stödd nýlega í Suður-
Ameríku og tísti
þessu: So far í
Suður-Ameríku
hafa ókunnugar
konur undið sér
upp að mér til að:
Minna mig á að passa veskið mitt,
minna mig á að passa myndavélina
mína, benda mér á að toga pilsið
upp úr nærbuxnastrengnum svo
rassinn á mér sé ekki í allra augsýn.
(Mikilvægt) Konur eru konum
bestar.
Hugleikur Dagsson listamað-
ur hefur selt boli
með Hú-áletrun
en fékk um daginn
lögbann þar sem
annar maður hafði
tryggt sér einka-
leyfi á orðinu. Hann skrifar langa
facebookfærslu og segir meðal
annars: Ég skil ekki afhverju hann
er að gera ves. Mitt HÚ! þarf ekki
að trufla hans HÚH! Við ættum öll
að geta HÚ!að saman. Er það ekki
það sem HÚ(H)! gengur útá?
Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir
leikkona leggur
orð í belg og spyr
Hugleik:
En má þá ekki
bara segja who?
Lóa Pind Aldísardóttir fjöl-
miðlakona tekur nú þátt í Allir geta
dansað á Stöð 2 og lýsir á Face-
book hversu erfitt getur verið að
læra dans: Kannski
voða einfalt fyrir
fólk sem hefur æft
samkvæmisdansa
frá barnæsku. Ekki
fyrir fólk sem þarf í
daglegu lífi ekki
þróaðri samhæfingu höfuðs, búks
og útlima en að geta teygað kók
light, tuggið nikótíntyggjó og haldið
fókus á tölvuskjá. Ég er voða flink í
því.
AF NETINU
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Tilvalin fermingarg jöf
aHEAD
Þráðlaus heyrnatól í
nýjum litum 14.990 kr.
aFUNK
Þráðlaus hátalari þar
sem hljóðið heyrist allan
hringinn 15.990 kr.
aCHARGE
Nýr og öflugur hleðslusteinn
sem hleður símann hraðar
6.990 kr.
aGROOVE
Þráðlaus hátalari
í nýjum litum
8.990 kr.
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af