Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Qupperneq 35
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 21.-27. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Í nafni sannleikansViveca Sten
2 Leikskólaföt 2Ýmsir höfundar
3 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson
4 Köld slóðEmelie Schepp
5 ÞorstiJo Nesbø
6 Dagar höfnunarElena Ferrante
7 Flúraða konanMads Peder Nordbo
8 KrítarmaðurinnC. J. Tudor
9
Risasyrpa – Sögufrægar
endur
Walt Disney
10
Hulduheimar 4
– Hafmeyjarif
Rosie Banks
1
Risasyrpa – Sögufrægar
endur
Walt Disney
2 Hulduheimar 4 Rosie Banks
3
Stóra bókin um
Hvolpasveitina
Mary Tillworth
4 Víti í VestmannaeyjumGunnar Helgason
5 Hin illa arfleifðThomas Enger
6 Hulduheimar 3 – SkýjaeyjanRosie Banks
7 Hvolpasveitin Litabók
8
Fuglar
Hjörleifur Hjartarson/
Rán Flygenring
9
Lói þú flýgur aldrei einn
Styrmir Guðlaugsson/
Sigmundur Þorgeirsson
10 Óvættaför 30 AmiktusAdam Blade
Allar bækur
Barnabækur
Ein athyglisverðasta bók sem ég
hef nýverið lesið heitir, Hafbókin
eða Listin að veiða risaháfisk á
gúmmíbát fyrir
opnu hafi árið um
kring, eftir norska
blaðamanninn og rit-
höfundinn Morten A.
Strøknes. Bók sem
opnar fyrir lesendum
ríkidæmi hafsins, veiða, goðsögur
og ævintýri en sögusviðið eru djúp-
in við eyjuna Skrova í Lofóten en
þangað verð ég að komast fyrr eða
síðar. Næst ber að
nefna bók sem ég
glugga töluvert í,
Nesti og nýir skór.
Úrval úr íslenskum
barnabókum. Bók
sem hver ættmóðir
þarf að kunna skil á eða lesa upp úr.
Þá hef ég verið að glugga í ansi
merka umdeilda danska bók sem
heitir, Stå fast. Et
opgör med tidens
udviklingstvang,
eftir heimspekinginn
Svend Brinkmann,
prófessor í Álaborg.
Hann vil meina að
þessi stöðuga krafa
um framvindu, breytingar og
sjálfsþróun sem einkenni nútímann
geri okkur blind fyrir því mikilvæg-
asta í lífinu. Skyldurækni, mann-
virðingu og ræni hugarró.
ÉG ER AÐ LESA
Friðbjörg
Ingimarsdóttir
Friðbjörg Ingimarsdóttir er fram-
kvæmdastýra Hagþenkis.
Napolí-kvartett Elenu Ferrante vakti mikla at-
hygli víða um heim fyrir ekki svo ýkja löngu og
eins hér á landi þegar bækurnar fjórar komu út á
íslensku. Fyrir stuttu gaf Bjartur úr nýja bók eftir
Ferrante og nú kemur út bókin Dagar höfnunar
sem Benedikt gefur út í bókaklúbbnum Sólinni. Í
bókinni, sem Halla Kjartansdóttir þýddi, segir frá
Olgu, tveggja barna móður á fertugsaldri, sem
eiginmaður hennar yfirgefur eftir fimmtán ára
hjónaband. Í ástarsorg og leit að skilningi upplifir
hún eins konar endurfæðingu og samskipti henn-
ar við umheiminn taka stakkaskiptum.
Fyrir fallið heitir skáldsaga eftir Noah Hawley.
Bókin hefst þar sem einkaþota með ellefu manns
innanborðs leggur upp í stutta flugferð frá
Martha’s Vineyard áleiðis til New York. Átján
mínútum síðar hrapar vélin og þeir einu sem
komast af eru listmálarinn Scott Burroughs og JJ,
fjögurra ára drengur sem er erfingi ótrúlegra
auðæfa. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með
felldu, þetta var ekkert venjulegt slys, og í fjöl-
miðlafárinu sem skellur á myndast tengsl milli
drengsins og málarans. Ísak Harðarson þýddi,
JPV gefur út.
Breski rithöfundurinn C.J. Tudor sló í gegn
með sinni fyrstu skáldsögu, Krítarmanninum. Í
bókinni segir frá Eddie. Þegar hann var tólf ára
komu hann og vinir hans leynilegum skilaboðum
hver til annars með krítarteikningum, en allt
breytist þegar fígúrurnar leiða þá að líki ungrar
stúlku. Þrjátíu árum síðar, þegar Eddie hélt að
fortíðin væri að baki, fær hann umslag með krít
og teikningu af krítarmanni og áttar sig á því að
leiknum er hvergi nærri lokið. Bjartur gefur út,
Ingunn Snædal þýddi.
NÝJAR BÆKUR
Bandaríski rithöfundurinn Marilynne Robinsonvakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína,Housekeeping, sem kom út árið 1980. Bókin þótti
frábærlega vel skrifuð og var meðal annars tilnefnd til
Pulitzer-verðlaunanna. Næstu skáldsögu Robinson,
Gilead, sem kom út 2004, var enn betur tekið, hlaut með-
al annars téð Pulitzer-verðlaun og fjölda verðlauna til.
Sú bók er nú komin út á íslensku í þýðingu Karls Sigur-
björnssonar biskups.
Gilead er skrifuð eins og bréf sem prestur í smábæn-
um Gilead í Idaho, John Ames, skrifar sjö ára gömlum
syni sínum. Bókin er hluti þríleiks sjálfstæðra en
tengdra skáldsagna, en Home kom út 2008 og Lila 2014.
Karl Sigurbjörnsson segist hafa rekist á bókina ytra
skömmu eftir að hún kom út og heillast af henni. „Þetta
er skáldsaga sem er fantavel skrifuð og heillandi lýs-
ingar. Sumir kaflarnir eru þannig að maður getur lesið
þá aftur og aftur eins og til dæmis lýsingin á ferðalagi í
leit að gröf afa Ames.
Robinson nær að fanga andrúmsloft, umhverfi og nátt-
úruna og svo eru persónulýsingar hennar magnaðar, það
er svo mikið raunsæi í textanum og þetta er fólk af holdi
og blóði. Maður skynjar líka þá vel krafta sem voru í
gangi í borgarastríðinu í Bandaríkjunum og í kringum
hálfbrjálaðan afann.“
— Nú les maður oft magnaðar bækur, en sest þó ekki
niður til að þýða þær.
„Hún togaði alltaf í mig, lét mig ekki í friði, mér fannst
ég verða að koma henni á framfæri. Það er sjaldgæft að
rekast á svona bók, bók sem segir sögu og fer á dýptina,
en er líka ljúf lesning. Ég ákvað að þýða hana fljótlega
eftir að ég las hana og byrjaði að dunda við það, en hafði
engan tíma fyrr en ég hætti störfum.“
— Það er mjög sterkt trúarlegt inntak í bókinni, þó
það sé ekki verið að predika.
„Mjög svo, það eru miklar pælingar, mikil heimspeki
og guðfræði í þessari bók. Í henni er gamall prestur að
gera upp líf sitt og líf fjölskyldunnar sem tengist átökum
í sambandi við kynþáttahyggju og borgarastríðið í
Bandaríkjunum og svo er náttúrlega þessi gamli maður
sem er að skrifa ungum syni sínum mjög meðvitaður um
að dauðinn sé á næsta leiti sem rekur á eftir honum að
segja frá og litar minningar hans. Hann horfir um öxl
vitandi það að hann sé sjálfur kominn að leiðarlokum.“
— Köllun prestsins er líka snar þáttur í frásögninni,
það hvernig hún sé ekki eitthvað sem menn finna, heldur
kemur hún til þeirra og eins hve erfitt sé að uppfylla
hana.
„Það er alveg rétt, Ames veltir því mjög fyrir sér og
glímir við þá spurningu af hverju hann var þarna eftir, af
hverju situr hann eftir í þessum smábæ þar sem allir eru
farnir í burtu og samtíminn fer framhjá.
Gilead er eiginlega þríleikur og lýsir lífinu í sögu fólks
sem kannski tengist þannig að það er í raun sama sagan
sem er sögð frá ólíkum sjónarhornum í þessum þremur
bókum.“
Fólk af holdi og blóði
Í skáldsögunni Gilead rekur gamall prestur sögu sína og fjölskyldu sinnar
fyrir barnungan son. Þýðari bókarinnar segir að hún hafi ekki látið
sig í friði, honum hafi fundist hann verða að koma henni á framfæri.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Bandaríski rithöfundurinn Marilynne Robinson.
Wikimedia Commons/Christian Scott Heinen Bell
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
ColourFutures2018
Silver Shores
Steel Symphony
Faded Indigo