Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 28
Líkt og margar borgir státarhöfuðborg Noregs af stóruvísinda- og tæknisafni,
Norsk Teknisk Museum. Af ýmsu
er að taka á safninu sem er alveg
sérstaklega skemmtilegt fyrir
krakka.
Safninu er skipt upp í nokkrar
deildir, eða í raun minni söfn sem
renna saman í eina heild. Fræðast
má um sögu læknisfræði, sögu
fjarskipta og breytingar sem hafa
orðið í þeim geira, vísindin á bak-
við olíuvinnslu, orkunotkun, sam-
göngutækni og tónlistarupptökur
svo stiklað sé á stóru.
Óspennandi hlutir
verða spennandi
Safnið er gott dæmi um hvernig
hægt er að gera nánast hvað sem
er spennandi með réttri framsetn-
ingu. Svona fyrirfram var níu ára
ferðafélagi minn ekkert að kafna
úr spenningi yfir að fræðast um
orkunotkun Norðmanna eða vita
meira um hina ólíku orkugjafa
sem nýttir eru þar í landi. En
þegar upplýsingarnar eru settar
fram sem „Energi Tivoli“ þar sem
hægt var til dæmis að nýta vind-
orkuna til að ná stigum í nokkurs
kona tívólítæki þá varð fyrirfram
óspennandi viðfangsefni skyndi-
lega að spennandi leik.
Þrautir við allra hæfi
Eiginlega er ekki hægt annað en
að stikla bara á stóru þegar rætt
er um safnið. Það er einfalt að
verja allavega hálfum degi í að
kynna sér hin ýmsu smásöfn inni í
safninu.
Í kjallaranum eru skemmtilegar
og fjölbreyttar þrautir sem allar
nýta sér vísindin á einhvern hátt.
Þar má finna ýmiss konar kúlu-
spil, stærðfræðiþrautir, spegla og
ljós sem má hreyfa til, nokkurs
konar kappakstursbílhermi og svo
er líka hægt að reyna eigið afl
með því að spreyta sig á hlaupa-
braut með innbyggðri tímatöku.
Á safninu er sérstakur hluti til-
einkaður tónlist. Þar er að finna
tónlistarupptökutæki og spilara
frá ólíkum tímum og þar er hægt
að prófa hljóðfæri og fara upp á
svið.
Sama er uppi á teningnum í
Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir
Þess er vandlega gætt að yngstu gestirnir hafi nóg fyrir stafni.
Ljósmynd/Teknisk Museum
Leikvöllur
vísindanna
Vísindasafnið í Osló, eða Norsk Teknisk Museum eins og það heitir upp á
norsku, er stórkostlegur leikvöllur. Þangað er gaman að koma á hvaða aldri
sem er þótt margt sé gert þannig úr garði að það höfði til yngri kynslóða
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Í einum hluta safnsins er hægt að
fræðast um það hvernig bíómyndir
verða til og nýta tölvutækni við að
gera sína eigin hreyfimynd.
Ýmsar kúnstir er hægt að gera í þeim hluta safnsins þar sem unnið er með ljós
og skugga. Þar er til dæmis hægt að setjast og prófa sig áfram með spegil mót
sterku ljósi frá ljóskastara og láta endurkastið dansa á veggjunum, eða lýsa
beint í augu foreldranna ... sem virtist vinsælla.
Gaman er fyrir krakka að fá að prófa sjálf hvernig svokölluð „green-screen“
tækni, sem notuð er í kvikmyndagerð, virkar.
FERÐALÖG Tæki frá ýmsum tímum sem ýmist hafa verið notuð tilað spila tónlist eða taka upp tónlist er að sjálfsögðu
að finna á tæknisafninu.
Tæknin bak við tónlistina
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018