Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Side 19
1.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Auðvitað vil ég græða peninga en mest vil ég skapa. Fá eitthvað til að vaxa. Ég er í þessu öllu, ég sé um allt frá a til ö, alla hönn- un og alla framleiðslu og allar pantanir. Ég sé það að ég þarf að fara að ráða fólk því þetta er að verða of mikið. Ég er með 350 fermetra húsnæði í Litháen og er að flytja alla framleiðsluna þangað. Þá þarf ég ekki að framleiða sjálfur, og þeir munu þá sjá um allar alþjóðlegar pantanir,“ segir Hjörtur sem seldi vörur fyrir 50 milljónir í fyrra og segir hvern mánuð vera betri en næsta á undan. „Ég hef mikla trú á þessu og þarf að hamra járnið á meðan það er heitt. Ég er að vonast til að opna tvær, þrjár rakarastofur í viðbót á þessu ári.“ Ætlar þú í útrás, vera nýr útrásarvíkingur? „Já, engin spurning. Passar líka við nafnið, Fit for Vikings,“ segir hann og hlær. Að öllu gamni slepptu segist Hjörtur ætla að færa út kvíarnar og búa til keðju rakarastofa víða um heim. „Svo sé ég til hvað gerist, en hvað varðar Ísland er leigan hér allt of há og mun hærri en alls staðar annars staðar þar sem ég er að skoða. En ef ég dett niður á skemmtilegt húsnæði á viðráðanlegu verði mun ég opna hérlendis. Ég er að selja mjög vel af vörunum hér, sérstaklega í túristabúð- unum.“ Karlmennskan í skegginu Blaðamaður er farinn að undrast að einn mað- ur skuli sjá um alla þætti starfseminnar og spyr hvort hann sé ekki a.m.k. með starfsmann í markaðsmálum. „Nei, ég sé um allt sjálfur. Ég bý í litlu bæjarfélagi fyrir utan Osló, í fjallshlíð, í svefnbæ. Ég fer út á morgnana um sex-, sjö- leytið og kem heim klukkan ellefu á kvöldin. Ég er búinn að fá nokkur skilaboð frá ná- grönnunum hvort ég þurfi að vera að vekja allt hverfið þegar ég er að koma eða fara. Norð- mennirnir eru allir farnir að sofa um átta-, níu- leytið þannig að þegar ég kem keyrandi heim, og ég er auk þess með hund, þá vakna ná- grannarnir,“ segir hann og hlær. Nú hefur þú verið með skegg í áratugi. Hvað er svona æðislegt við skegg? „Margir karlmenn byrja á að safna skeggi af einskærri leti. Það er hundleiðinlegt að raka sig. Svo verður þetta eitthvað meira, þetta get- ur gert svo mikið fyrir andlitið, breytt útlitinu. Ég er með frekar kringlótt andlit þannig að skeggið gefur andlitinu smá lengingu. Sumir eru með enga höku og fá þá höku með skegg- inu, eða geta falið undirhökuna. Konur geta gert meira með hárið á sér en þetta er okkar leið til að breyta okkur aðeins,“ segir hann. „Við karlmenn eigum að vera mjúkir, sem er gott og vel, en við verðum að fá að halda í karl- mennskuna, og þarna höfum við það sem þið hafið ekki. Þetta verður líka eins og að tilheyra bræðralagi; ef maður sér einhvern með flott skegg þá kinkar maður kolli til hans. Þetta er orðið meira en tíska; þetta eru nánast trúar- brögð.“ Morgunblaðið/Ásdís Rakarastofan í Osló er nútímaleg en jafnframt notaleg. Menn koma þangað til þess að slaka á, fá rakstur og dekur í amstri dagsins. Þar getur kúnninn líka létt á sálu sinni við rakarann. „Þetta er visst afturhvarf til fortíðarinnar. Að láta raka sig hjá okkur tekur 45 mínútur; þar er dekrað við þig. Þetta er eini stað- urinn þar sem ég fer þar sem ég er ekki að tékka á póstinum eða í símanum. Við erum miklu frekar að selja upplifun heldur en nokkuð annað,“ segir Hjörtur Scheving.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.