Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Side 22
GettyImages/iStockphoto
Veisla á
páskaborði!
Flest viljum við gera vel við okkur í mat yfir
páskahelgina. Ekki vilja allir hafa hið hefðbundna
lamb og má alveg bregða út af þeim vana. Hér eru
nokkrar góðar hugmyndir að girnilegum aðal-
réttum; og auðvitað þarf að vera kaka í eftirmat!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
MATUR Blandið í skál nokkrum eggjum, smá mjólk, dropa af vanilludropum,pínu kanil, ögn af salti og hrærið. Dýfið góðu brauði í blönduna og
steikið í smjöri þar til gyllt. Berið fram með sírópi og berjum.
Eggjabrauð á páskum
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
Fyrir 3
SÆTKARTÖFLUMÚS
ca. 5-600 g sætar kartöflur, skrældar
og skornar í bita
1-2 kartöflur, skrældar og skornar í
bita
½ rautt chilí, fræhreinsað
safi úr ½ límónu
ca. 1 msk. smjör
salt og pipar
Skrælið og skerið kartöflur og sæt-
ar kartöflur í svipað stóra bita.
Setjið þær í pott og látið vatn rétt
fljóta yfir. Skerið chili í tvennt
langsum, hreinsið fræin úr og bæt-
ið út í pottinn. Til að fá bragð-
sterkari kartöflumús er hægt að
saxa chiliið smátt. Bætið lím-
ónusafa út í pottinn. Látið suðuna
koma upp og sjóðið í 15-20 mín-
útur eða þar til að kartöflurnar eru
orðnar mjúkar. Hellið vatninu af og
chili (ef það er í heilu) er fjarlægt.
Stappið kartöflurnar fínt með
smjöri og bragðbætið með salti,
pipar og jafnvel meiri límónusafa.
Til að skerpa á hitanum á sæt-
kartöflumúsinni er hún sett í pott
og hituð upp við meðalhita, hrært í
á meðan.
ÞORSKUR MEÐ PISTASÍUSALSA
ca. 600 g þorskhnakkar eða þorskflök
salt og pipar
3-4 msk. pistasíuhnetur, saxaðar (má
líka nota furuhnetur)
3 msk. sítrónusafi og rifinn börkur af
½ sítrónu
1 msk. olífuolía
ca. 1 dl fersk steinselja, söxuð
1⁄4-½ rautt chilí, fræhreinsað og fínsax-
að
Hitið ofninn í 220°C. Skerið fiskinn
í bita og raðið í smurt eldfast form.
Kryddið með salti og pipar. Því
næst er blandað saman í skál: pist-
síuhnetum, sítrónusafa, sítrónu-
berki, steinselju, chilí og ólífuolíu.
Dreifið blöndunni yfir fiskinn. Bak-
ið í miðjum ofni við 220°C í ca. 12-
15 mínútur eða þar til fiskurinn er
fulleldaður. Gætið þess að ofelda
hann ekki.
SOJASMJÖRSÓSA
3 msk. smjör
1 skalottlaukur (hægt að nota ½
rauðlauk), saxaður fínt
1 hvítlauksrif, saxað fínt
1 tsk. rautt chilí, saxað fínt
2-3 msk. sojasósa
1 msk. steinselja, söxuð smátt
Bræðið smjör í potti og látið
krauma við fremur vægan hita í ca.
15 mínútur þannig að smjörið
verði brúnt. Veiðið froðuna af
smjörinu. Blandið lauk, hvítlauk,
sojasósu, chili og steinselju saman í
skál og blandið út í smjörið rétt áð-
ur en sósan er borin fram.
Frá eldhussogur.com.
Ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa,
sætkartöflumús og sojasmjörsósu
Fyrir 10-12
ein stór fullelduð skinka, skorin í
sneiðar eða höfð heil (rúm 2 kg)
1 bolli eplasíder (apple cider)
¼ bolli púðursykur
¼ bolli gróft sinnep (með fræjunum)
¼ bolli hunang
Hitið ofninn í 175°C og setjið
grindina neðarlega.
Blandið vel saman í skál epla-
síder, púðursykri, sinnepi og hun-
angi.
Leggið skinkuna í eldfast mót.
Penslið vel með blöndunni. Bakið í
60-70 mínútur. Penslið með meiri
gljáa 15 mínútna fresti.
Ef skinkan er höfð heil í ofni er
nauðsynlegt að eiga afgangs gljáa-
til þess að nota þegar búið er að
skera skinkuna. Gljáinn gerir
gæfumuninn!
Hunangsgljáð skinka