Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 12
MANNLÍF 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018 Æ vintýraför svissnesku hjónanna, Sabine og Dario Schwörer, síðustu 18 ár er lyginni líkust. Þau héldu af stað, ungt par, í ferðalag sem upphaflega stóð til að yrði sennilega fjög- ur ár en heldur betur hefur teygst úr. Börnin eru orðin sex, fædd hér og þar um heiminn og alin upp í skútunni Pachamama; nafn bátsins þýðir Móðir jörð á máli indíana í Suður- Ameríku. Jörðin og velferð hennar er Sabine og Dario einmitt hugleikin, leiðangurinn helg- aður náttúrunni og ferðamátinn vistvænn. Eftir að hafa kynnst hjónunum, rætt mikið við þau og börnin, skoðað ljósmyndir og kvik- myndir sem þau hafa tekið á síðustu 18 árum, lesið dagbækur þeirra og skýrslur, er ómögu- legt annað en heillast. Ferðalagið hefur ekki alltaf verið dans á rósum; veður eru oft válynd, sannarlega ekki alltaf gott í sjóinn og margir þrautir þurft að leysa en þolinmæðin og sam- staðan er með ólíkindum. Þrautseigjan mikil og sannarlega aðdáunarverð. Sumum þykir hjónin reyndar ansi fífldjörf að þvælast með þessum hætti um heiminn með börn sín en þau Dario og Sabine segjast þvert á móti hvergi upplifa sig öruggari en á hafi úti eða á litlum, afskekktum stöðum. Fjölskyldan er meira og minna utandyra allt árið um kring og vert að vekja sérstaka athygli á því að þau ferðast eins vistvænt og kostur er. Lítil dísilvél er í skútunni en einungis gangsett þegar færa þarf skútuna innan hafnar eða þeg- ar þangað er komið og lagt er að bryggju. Að öðru leyti er siglt fyrir vindi. Eru þau með þeim hætti vissulega lengur á milli staða en mögulegt er, en hafa nægan tíma. Sólarsellur og vindmyllur eru á skútunni til þess að fram- leiða raforku og í landi er gengið og hjólað. Þau þáðu reyndar bíl að láni á Akureyri, eftir að skútan skemmdist í slæmu veðri í haust, en fjölskyldan hefur vetursetu í höfuðstað Norð- urlands. Höfðu ekki áður sest upp í bíl á ferða- laginu, nema stutta stund í Norður-Afríku og hafa einnig nýtt sér almenningssamgöngur. Pachamama er nú í viðgerð hjá Slippnum á Akureyri, fjölskyldan hefur ekki getað búið um borð í nokkra mánuði en hefur fengið inni hér og þar; í vikunni fluttu hjónin sig um set með börnin í sjötta sinn á einum mánuði. Gert er ráð fyrir að viðgerð á skútunni verði lokið í lok apríl og þá stefna þau að því að bjóða til veislu öllum þeim sem lagt hafa hjálparhönd á plóginn. Sabine er menntuð hjúkrunarkona en Dario loftslagsfræðingur og alþjóðlegur fjallaleið- sögumaður. Bæði unnu við sitt fag heima í Sviss þegar hugmynd kviknaði um ferðalagið. Fjöllin voru vinnustaður Darios og vegna hlýn- unar jarðar og augljósra loftslagsbreytinga langaði þau að leggja sitt af mörkum til að heimsbyggðin áttaði sig á þróuninni. „Ráðstefnur eru haldnar reglulega og marg- ar mjög góðar – til dæmis í Reykjavík, þar sem mér bauðst að flytja erindi síðastliðið haust. Á ráðstefnum víða um heim er mikið er talað en mér fannst þurfa að taka til hendinni; að sýna þyrfti í verki væntumþykju fyrir náttúrunni og hvetja fólk til dáða varðandi loftslagsmál,“ segir Dario. Sabine var 24 ára þegar ævintýrið hófst, Dario um þrítugt. „Við vorum mikið úti við og jöklarnir í raun heimili okkar. Við fylgdumst með þeim bráðna og fannst mikilvægt að vekja athygli sem flestra á þróuninni,“ segir hún. „Við vorum viss um að besta leiðin væri að ná til unga fólksins, ekki endilega með því að benda á það sem miður fer heldur hvað sé hægt að gera ástandið enn betra. Möguleik- arnir eru margir og við vorum sannfærð um að besta leiðin væri að hvetja ungt fólk til dáða.“ Stefnt var að því að fara í skóla sem víðast í heiminum og breiða út boðskapinn og nú þeg- ar hafa þau hitt um 120.000 börn í meira en 100 löndum. Hjónin þiggja aldrei greiðslu fyrir heim- Á ævintýraslóðum í 18 ár Átján ár eru síðan Sabine og Dario Schwörer lögðu upp í langferð tvö saman. Fararskjótarnir voru tveir jafnfljótir, reiðhjól og skúta. Síðan hafa þau búið um borð, siglt um öll heimsins höf, hjólað mörg þúsund kílómetra, klifið hæstu tinda allra heimsálfa nema einnar og frætt um 120.000 börn í skólum víðs vegar um heim um umhverfismál. Að auki hafa þau eignast sex börn sem alin eru upp um borð í skútunni. Yngsta barnið kom í heiminn í ágúst á Akureyri þar sem fjölskyldan hefur vetursetu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fjölskyldan hefur gengið á fjöll hér og þar um heiminn. Dario hér í einni ferðinni með tvö barnanna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svissnesku hjónin Dario og Sabine Schwörer ásamt börnum sínum sex og kennaranum Mirjam sem er með í för, á Norðurslóðasetri Arngríms Jóhannssonar á Akureyri þar sem þau borða jafnan í hádeginu. Frá vinstri: Mirjan með Miu í fanginu. Alegra og Noé glaðbeitt framan við Sabine móður sína, þá Salina sem heldur á Vital, yngsta barninu, sem fæddist á Akureyri í haust, og loks feðgarnir Dario og Andri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.