Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Það mikil-
væga verkefni
að efla traust
á Alþingi er
ekki aðeins
verkefni
ríkisstjórnar.
Það er próf-
raun allra
þingmanna.
Á hverju ári
má gera ráð
fyrir því að
um 37 börn
sem ekki
hljóta við-
eigandi
meðferð verði
út undan og
að náms- og
félagsfærni
þeirra hraki.
Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorð-
insaldri. Hér á landi eru árlega greind yfir 500 börn
með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldr-
inum 0-4 ára. Af þessum tölum má dæma að 40 börn
og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar
afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum
fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri
endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar
heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í
heilbrigðiskerfinu.
Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjöru-
tíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brota-
brot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda.
Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að
fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir
einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í
lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og
líkamleg áhrif á einstaklinginn.
Fá ranga meðferð
Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á
hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem
ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að
náms- og félagsfærni þeirra hraki.
Mörg af þessum börnum fá ranglega greiningu um
AD/HD eða einhverfu og af þeim sökum fá þau ranga
meðferð og jafnvel röng lyf. Þrátt fyrir að einkenni
séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast
ólíkrar meðferðar.
Mikið í húfi
Það er mikið í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum
gleymdu börnum og gefa þeim tækifæri til að taka
þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar.
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur
nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks
með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin
okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og
úr því þarf sannarlega að bæta.
Gleymdu börnin á Íslandi
Stefán John
Stefánsson
verkefnastjóri
Hugarfars
Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla
og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almenn-
ings.
Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði
hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur
er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af
sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar
flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óum-
flýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi
bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að
vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og
öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal.
Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með
stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þing-
maður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum
og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þver-
öfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar
kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja
almannahag.
Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og
afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða.
Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta
og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem
betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun
eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan
sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld.
Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnar-
flokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst
væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um
stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama
hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræða-
gang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi.
Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði
þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson,
hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar
útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjár-
hæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði
Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi:
„Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sam-
bandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er
reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“
Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og
fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablað-
ið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming
lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna.
Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er
ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun
allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu
dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag
þeirra.
Veiðigjöld og
trúverðugleiki
Dimmar stundir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing-
kona Vinstri grænna, hefur ekki
farið leynt með að stjórnarsam-
starf flokks hennar, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks er
henni þvert um geð. Hún flaggaði
þessari skoðun sinni smekklega
á þingi í fyrradag. Þegar þing-
flokksformaður hennar, Bjarkey
Olsen, steig í pontu tók hún upp
bókina Darkest Hour. Bókin,
fjallar ekki síst um baráttu
Winstons Churchill gegn friðar-
samningum Breta við Hitler,
Rósa Björk virtist hafa mun meiri
áhuga efni hennar en boðskap
Bjarkeyjar. Rósa Björk upplýsti á
Fréttablaðið.is í gær að hún væri
komin á 6. kafla og fyndist bókin
góð.
Er fegurðin eldsmatur?
Elísabet Jökulsdóttir stóð fyrir
gjörningi og hélt þrumuræðu við
opnun málverkasýningarinnar
Einskismannsland – Ríkir þar
fegurðin ein? á Kjarvalsstöðum
um helgina. Þar eru sýnd verk
helstu listamanna þjóðar-
innar allt frá árdögum íslenskrar
myndlistar hvar náttúran og
fegurð hennar fá sín notið á strig-
anum. Elísabet setti sýninguna
í samhengi við stóriðju og ekki
síst fyrirhugaða Hvalárvirkjun
og spurði hvort ekki mætti ein-
faldlega eyða og brenna lista-
verkunum af öræfunum. „Er
þetta nokkurs virði nema það sé
eyðilagt?“
thorarinn@frettabladid.is
6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R10 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-1
A
3
8
2
0
0
3
-1
8
F
C
2
0
0
3
-1
7
C
0
2
0
0
3
-1
6
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K