Fréttablaðið - 06.06.2018, Side 16
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Arthur Irving yngri, fyrrverandi forstjóri kanadíska olíufélagsins Irving Oil, býður sig
fram í stjórn Heimavalla á hluthafa
fundi félagsins sem verður haldinn á
föstudag. Irving er hluthafi í íbúða
leigufélaginu en félag hans, Nilock
Capital Corporation, fór með eins
prósents hlut í Heimavöllum í lok
síðasta árs.
Irving yngri er afabarn Kenneths
Colins Irving heitins sem byggði
fjölskylduveldið upp frá grunni en
hann opnaði fyrstu bensínstöð Irv
ing Oil árið 1924, þá 25 ára að aldri.
Fjölskyldan er vellauðug og
kemur víða við. Á ættarveldið ráð
andi hlut í hundruðum fyrirtækja í
olíuiðnaði, olíuhreinsun, smásölu
verslun, iðnaði og fjölmiðlum, svo
eitthvað sé nefnt. Mest eru umsvifin
í héraðinu New Brunswick í Kanada
þar sem Irving yngri býr.
Faðir hans, Arthur Irving eldri,
er einn ríkasti maður Kanada en
auður hans er metinn á bilinu 5,8 til
9,5 milljarða dala. Hann á að fullu
olíufélag fjölskylduveldisins, Irving
Oil, en þar starfaði sonurinn sem
forstjóri til fjölda ára.
Samkvæmt heimildum Markað
arins nýtur Irving stuðnings nokk
urra stærri hluthafa Heimavalla
og eru taldar sterkar líkur á því að
hann verði kjörinn í stjórn íbúða
leigufélagsins á hluthafafundinum
á föstudag.
Átta bjóða sig fram í fimm sæti í
stjórnarkjöri félagsins. Þrír stjórnar
menn, Anna Þórðardótt ir, Hall dór
Kristjáns son og Hild ur Árna dótt ir,
bjóða sig fram til áfram hald andi
setu, en auk þeirra gefa kost á sér
þau Irving, Björk Þórarinsdóttir, Ein
ar Sím on ar son, Erlend ur Magnús son
og Vil hjálm ur Bergs. – kij
Kanadískur auðmaður á eitt prósent í
Heimavöllum og gefur kost á sér í stjórn
Bátasmiðjan Rafnar
hættir rekstri á Íslandi
Öllu starfsfólki Rafnars hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið
flytur til útlanda. Framkvæmdastjóri Rafnars segir erfitt að standa í rekstrinum
hér á landi og glíma við íslensku krónuna. Markaður fyrirtækisins sé erlendis.
Fyrirtækið hefur hannað byltingarkenndan skrokk sem vakið hefur heilmikla athygli erlendis. Fréttablaðið/SteFán
Bátasmiðjan Rafnar ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og flytur fyrirtækið til útlanda. Í rúman áratug hefur fyrirtækið þróað,
hannað og smíðað nýja tegund báta
og hefur skrokkhönnun þeirra náð
athygli erlendra aðila. Björn Jóns
son, framkvæmdastjóri Rafnars,
segir þetta erfiða en nauðsynlega
aðgerð í þróun fyrirtækisins.
„Það má segja að fyrirtækið sé að
slíta barnskónum og er að verða að
fullvaxta einstaklingi. Markaður
fyrirtækisins er erlendis og það er
erfitt að standa í þessum rekstri hér
á landi og eiga við íslenskan gjald
miðil,“ segir Björn í samtali við
Markaðinn.
Síðustu ár hafa frumgerðir báta
fyrirtækisins verið smíðaðar á
Kársnesi í Kópavogi og í framhaldi
hafa bátarnir verið kynntir og seldir
innlendum aðilum á borð við Land
helgisgæslu Íslands og til ýmissa
björgunarsveita, og til erlendra
stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
„Við höfum fengið afar góðar við
tökur erlendis og þessi nýja hönnun
okkar hefur reynst afar vel. Því eru
núna uppi viðræður um að smíði
þessara skipa verði fram haldið
erlendis fyrir erlendan markað,“
segir Björn.
ekki samkeppnishæft um verð
Ástæður þess að fyrirtækið hættir
rekstri sínum hér á landi eru að
mestu vegna erfiðra skilyrða í
íslensku efnahagslífi, að sögn
Björns. „Það umhverfi sem við
búum við hér á landi, með sterku
gengi krónunnar og að vera svona
langt frá okkar meginmörkuðum,
veldur því að við erum ekki sam
keppnishæfir um verð,“ bætir Björn
við. „Þessir þættir sem og og óhag
stæð viðskiptakjör birgja fyrir lítinn
íslenskan markað valda því að við
þurfum að endurskoða fyrirtækið.“
Björn segir það þyngst að þurfa að
segja upp því góða starfsfólki sem
hefur starfað hjá fyrirtækinu. „Það
er auðvitað sárast að þurfa að segja
öllum upp og loka starfsstöðinni hér
í Kópavogi. Hér munu allir starfs
menn hætta að mér meðtöldum.
En því miður teljum við þetta skref
óhjákvæmilegan hlut í þróun fyrir
tækisins.“
Rafnar tapaði tæpum 436 millj
ónum króna árið 2016 en tapið var
um 513 milljónir árið áður. Félagið
hefur ekki skilað inn ársreikningi
fyrir síðasta ár. Eignirnar námu
rúmlega 663 milljónum króna í lok
árs 2016 en á sama tíma var eigið fé
um 368 milljónir og eiginfjárhlut
fallið 56 prósent. Alls starfaði 21
starfsmaður hjá fyrirtækinu í lok
síðasta árs.
Rafnar er hugarfóstur Össurar
Kristinssonar, stofnanda stoð
tækjaframleiðandans Össurar, en
hann hefur fjármagnað uppbygg
ingu fyrirtækisins frá stofnun árið
2005. Fram kom í Morgunblaðinu í
desember í fyrra að heildarframlag
Össurar til fyrirtækisins næmi um
fimm milljörðum. Össur sagðist í
viðtali við blaðið hafa óbilandi trú
á fyrirtækinu og framleiðslunni sem
það byggir grundvöll sinn á. Hins
vegar væri komið að þeim tíma
punkti að fleiri kæmu að enda væri
það nauðsynlegt til þess að fyrir
tækið gæti þróast áfram.
sveinn@frettabladid.is
kristinningi@frettabladid.is
436
milljónir króna var tap á
rekstri rafnars árið 2016.
Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu að
undangenginni undirskrift trúnaðaryfirlýsingar.
Vel rekið
fjölskyldufyrirtæki
til sölu
Viðskiptatækifæri!
Nánari upplýsingar: Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is
og Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is
Fyrirtækið selur eigin framleiðslu og vörur til
fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið er með
sterk viðskiptasambönd, eigin innflutning
og góðar og stöðugar arðgreiðslur.
Sömu eigendur frá uppha hátt í tvo áratugi
og er í eigin húsnæði á áberandi stað.
Miklir vaxtamöguleikar fyrir rétta aðila.
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop
2,25 milljónir evra, jafnvirði 279
milljóna króna. Flugfélagið getur
breytt láninu í 15 prósenta hlut í
Dohop við lok lánstímans. Þetta
staðfestir Davíð Gunnarsson, fram
kvæmdastjóri Dohop.
„EasyJet á í nánu samstarfi við
Dohop. Flugfélagið býður upp á
vöruna Worldwide by EasyJet sem
aðstoðar viðskiptavini við að finna
tengiflug í gegnum önnur flugfélög.
Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet
lítur á þetta verkefni sem lykilstef í
vexti félagsins til framtíðar,“ segir
Davíð í samtali við Markaðinn sem
bendir á að miðað við farþegafjölda
sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í
heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35.
Að hans sögn liggur tvennt til
grundvallar fjárfestingunni í Dohop.
Annars vegar sé EasyJet að tryggja að
nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhags
legt bolmagn til að takast á við krefj
andi verkefni fyrir flugfélagið. Hins
vegar sé um stórt fjárfestingartæki
færi að ræða sem þeir vilji taka þátt í.
Rætur Dohop liggja í að finna hag
kvæmustu flugfargjöldin fyrir við
skiptavini í gegnum netið. „Á þeim
markaði er hart barist. Í gegnum þá
vinnu bjuggum við til tækni sem
enginn annar í heiminum býður
upp á og hentar vel fyrir lággjalda
flugfélög sem vilja fara í samstarf við
önnur flugfélög um að finna tengi
flug. Dohop stendur frammi fyrir
áhugaverðu tækifæri og er áhersla
fyrirtækisins nú meira á því sviði
þótt áfram verði boðið upp á flug
leit á vefnum okkar. Við erum í við
ræðum við um 100 flugfélög í fimm
heimsálfum um samstarf. Núna
erum við með einn viðskiptavin á
þessu sviði en reiknum með að þeir
verði fjölmargir í framtíðinni.“ – hvj
EasyJet fjárfestir í Dohop
Davíð Gunnarsson, forstjóri Dohop
arthur
irving.
Tveir erlendir kröfukaupendur hafa sýnt áhuga á að festa kaup á kröfu í skaðabótamáli
Datacell og Sun shine Press á hendur
greiðslukortafyrirtækinu Valitor,
samkvæmt heimildum Markaðar
ins.
Wikileaks tók við styrkjum í
gegnum greiðslugátt sem Datacell
og Sunshine Press Production (SPP)
ráku. Hið síðarnefnda félag er að
mestu í eigu Julians Assange, stofn
anda vefsíðunnar. Greiðslugáttin var
opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit
Valitor samningum fyrirvaralaust.
Hæstiréttur sló því föstu með dómi
vorið 2013 að riftun samningsins
væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa
málaferli staðið um skaðabótakröf
ur vegna riftunar og hefur deilan
einkum snúist um þær forsendur
sem leggja eigi til grundvallar við
mat á fjártjóni og þar með fjárhæð
skaðabóta. Dómkvaddir matsmenn
mátu tjónið á 3,2 milljarða.
Heimildir Markaðarins herma að
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Datacell og SPP, hafi að undanförnu
reynt að ná samkomulagi við Vali
tor sem hafi hljóðað upp á um tvo
milljarða króna. – hvj
Fjárfestar skoða kaup á
kröfu á Valitor
Sveinn andri
Sveinsson.
EasyJet lánaði Dohop
2,3 milljónir evra eða tæp-
lega 300 milljónir. Láninu má
breyta í 15 prósenta hlut í
íslenska fyrirtækinu.
6 . j Ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-2
9
0
8
2
0
0
3
-2
7
C
C
2
0
0
3
-2
6
9
0
2
0
0
3
-2
5
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K