Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 2
Veður Hæg suðlæg átt í dag og smáskúrir vestan til en austlægari og lítils háttar rigning eða súld norðanlands, annars skýjað og þurrt. sjá síðu 18 Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Horfið aftur til 1918 HM 2018 Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður lands­ liðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðal­ lega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaða­ maður Fréttablaðsins náði tali af honum. Um 2.000 manns fylgd­ ust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rúss­ landi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelend­ zhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistara­ mótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru ein­ faldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfar­ inn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin upp­ götvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendi­ nefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús. ingvithor@frettabladid.is Kitlar í þjálfaraputtana á æfingum í Rússlandi Magnús Gylfason er þjóðþekktur fótboltaþjálfari. Hann er hins vegar í öðru hlut- verki með íslenska landsliðinu í Rússlandi þar sem hann hefur í nógu að snúast. Magnús segist hálfgerður yfirfararstjóri ferðarinnar. Hann segir aðstæður allar til fyrirmyndar og eins og strákarnir okkar vilji hafa þær. Fréttablaðið/Eyþór Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta. Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar KSÍ KíNA Fyrir árið 2030 verða utan­ landsferðir Kínverja 400 milljónir samkvæmt spá kínversks rann­ sóknaseturs í ferðamálum. Það þýðir að nær fjórði hver ferðamað­ ur sem ferðast um heiminn mun koma frá Kína. Á undanförnum þremur árum hefur Kínverjum sem fengið hafa vegabréf fjölgað um eitt prósent á ári eða um 14 milljónir en fjöldi íbúa í Kína er nær 1,4 milljarðar. Nú hafa eingöngu níu pró­ sent þeirra vegabréf og þeir fara í 154 milljónir utanlandsferða á ári. Yfir helmingur Kínverja fer nú í utanlandsferðir á eigin vegum. Oft er um að ræða unga Kínverja og vel stæða, samkvæmt rann­ sóknum sem norski miðillinn Dagsavisen greinir frá. Norskir markaðsfræðingar ræða nú mögu­ legan ferðamannastraum frá Kína til Noregs. – ibs Fjórði hver ferða- maður frá Kína KópAvogur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Kópa­ vogi hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta fyrir komandi kjörtímabil. Málefna­ samningur verður kynntur fulltrúa­ ráðum flokkanna í kvöld. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi, verður áfram bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson, sem leiðir lista Framsóknar í bæjarfélaginu, verður formaður bæjarráðs. Sjálf­ stæðisflokkurinn hlaut 36,1 prósent greiddra atkvæða í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og þar af leiðandi fimm fulltrúa, en Fram­ sóknarflokkurinn hlaut 8,2 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Gamli meiri hluti Sjálf stæðis flokks ins og Bjartr ar framtíðar hélt eftir kosningarn­ ar í Kópa vogi, þar sem Björt framtíð bauð fram með Viðreisn, en ekki var vilji til þess innan Sjálfstæðisflokks að halda samstarfinu áfram. – ósk Ármann verður áfram bæjarstjóri Það ráku margir upp stór augu sem áttu leið um miðbæinn í gær, en hátt í tvö hundruð manns komu saman fyrir utan Stjórnarráðið, klædd fötum frá árinu 1918, í því skyni að fagna 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga. Gjörningurinn, sem nefnist R1918, er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur sem hæst. Uppátækið vakti mikla athygli, en búningarnir voru fengnir að láni úr leikhúsum og söfnum landsins. Fréttablaðið/sigtryggur ari vIðsKIpTI Ekkert fékkst upp tæp­ lega 165 milljóna kröfur sem lýst var í þrotabú félagsins NFFF ehf. Félagið hét áður Nesfrakt NAV ehf. en það var tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 2016. Fyrirtækið var nokkuð stórhuga á tímabili og gerði meðal annars árið 2013 samning við danska fyrirtækið Blue Water Shipping um flutning á öllum sendingum þess hér á landi sem komu til landsins með Norrænu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að verðmæti samkomulagsins hafi verið rúmlega milljarður króna. Síðar sama ár tók fyrirtækið yfir rekstur flutningafyrirtækisins Austur­ fraktar. Um skeið bauð Nesfrakt upp á daglega flutninga frá Reykjavík til flestra þéttbýlisstaða á landinu. – jóe 165 milljóna þrot Nesfraktar 1 1 . j ú N í 2 0 1 8 M á N u D A g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T A B L A ð I ð 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -0 B 1 C 2 0 1 8 -0 9 E 0 2 0 1 8 -0 8 A 4 2 0 1 8 -0 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.