Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 19
Auðunn Stefánsson, forstöðumaður sölu á viðskiptalausnum hjá Advania, segir að fyrirtækið sjái um rekstur á kerfunum og viðhald á búnaðinum. MYND/STEFÁN
Þúsundir íslenskra fyrirtækja nota sem stendur bókhalds-lausnir frá Advania og fer
eftirspurnin ört vaxandi. Við-
skiptavinir Advania eru af öllum
stærðum og gerðum, þar á meðal
fjöldi endurskoðunarstofa. Hægt
er að fá áskrift af öllum bókhalds-
kerfum og í ákveðnum tilfellum,
þar sem umfang og flækjustig
er lítið, fá fyrirtæki grunnupp-
setningu frítt. Viðmiðið er að við-
skiptavinurinn geti hafið notkun
bókhaldskerfis 48 klukkutímum
eftir að pöntun er gerð.
Advania rekur bókhaldskerfin
og undirliggjandi vélbúnað auk
þess að annast afritatöku. Með
áskriftunum fylgja hugbúnaðar-
leyfi og uppfærsluréttindi ásamt
tilheyrandi hýsingu á kerfunum.
Auðunn Stefánsson, forstöðu-
maður sölu á viðskiptalausnum
hjá Advania, segir að þrátt fyrir að
hægt sé að kaupa kerfin og setja
upp hafi þróunin verið sú að flest
fyrirtæki velji áskriftarleiðina.
„Þannig losna fyrirtækin við að
reka sinn eigin vélbúnað, við hjá
Advania sjáum um reksturinn á
kerfunum og að viðhalda búnað-
inum undir kerfunum. Með því
móti geta fyrirtækin einbeitt sér að
sinni kjarnastarfsemi.“
Kerfi fyrir öll fyrirtæki
Advania býður upp á mikla breidd
í bókhaldskerfum og innihalda
þau öll möguleika eins og að senda
greiðslur í banka, stofna kröfur
á viðskiptamenn og stemma af
bankareikninga. Kerfin tengjast
líka Þjóðskrá Íslands og bjóða upp
á möguleika á að senda og taka á
móti rafrænum reikningum, og
standa rafræn skil á virðisauka-
skattsgreiðslum. „Við bjóðum upp
á þrjú bókhaldskerfi frá Micro-
soft; TOK, NAV og AX sem henta
fyrir allar gerðir fyrirtækja, allt frá
smáum fyrirtækjum upp í stærstu
fyrirtæki landsins,“ segir Auðunn
og bætir við að kerfin byggist öll á
Microsoft Dynamics umhverfinu
sem hægt er að laga sérstaklega að
þörfum viðskiptavina.
Eitt útbreiddasta bókhaldskerfið
hér á landi er NAV en þar er um
að ræða alhliða viðskipta- og upp-
lýsingakerfi sem hentar bæði milli-
stórum og stórum fyrirtækjum í
öllum atvinnugreinum, t.d. í heild-
sölu, verslun og þjónustu, iðnaði,
smásölu og dreifingu. Auk þess
hefur Advania þróað fjölmargar
viðbætur við NAV sem hjálpa fyrir-
tækjum að ná enn betri árangri.
Microsoft TOK er byggt á NAV
bókhaldskerfinu en er í raun ein-
faldari útgáfa og sniðin að smærri
fyrirtækjum og einyrkjum. „TOK
er fyrir smærri rekstur en NAV
er frekar sniðið að stærri fyrir-
tækjum. Þá erum við að tala um
margþættari rekstur, til dæmis ef
fyrirtæki eru með flókið verk-
bókhald, mikla umsýslu í birgða-
kerfi, ef þau eru í innflutningi
eða eru í innflutningi og þurfa að
toll afgreiða vörur. Fyrir smærri
fyrirtæki í örum vexti er auðvelt að
skipta úr TOK yfir í NAV því við-
mótið er það sama.“
Þá býður Advania einnig upp á
AX en það er kerfi fyrir stærri og
flóknari rekstur. „Fyrirtæki í fjöl-
þættum rekstri eða með alþjóðlega
starfsemi geta reitt sig á Dynamics
AX. Lausnin hentar stórum og
umsvifamiklum fyrirtækjum sem
til dæmis starfa á sviði framleiðslu,
sölu eða þjónustu og eru með
starfsstöðvar í mörgum löndum,“
segir Auðunn og bætir við að fjöl-
mörg sérkerfi séu í boði fyrir Dyna-
mics AX sem gera fyrirtækjum kleift
að laga kerfið að sínum rekstri.
Að auki eru í boði ýmsar lausnir
sem eru samþætt bókhaldskerf-
unum, svo sem greiningartól á
borð við Power BI frá Microsoft,
lausnir frá Microsoft til að halda
utan umsamskipti við viðskipta-
vini og skráningu sölutækifæra,
afgreiðslukerfi frá LS Retail fyrir
fyrirtæki í verslunar- eða veitinga-
rekstri, vefverslanir svo nokkrar
lausnir séu nefndar.
Kennslustofa eða
vefnámskeið
Hjá Advania er boðið upp á nám-
skeið fyrir allar þær lausnir sem
fyrirtækið selur. „Við erum með
kennslustofu hérna hjá okkur og
sömuleiðis gefum við út mynd-
bönd og kynningar. Hægt er
að velja á milli þess að koma til
okkar í kennslu eða skrá sig á vef-
námskeið en þá eru teknir fyrir
afmarkaðir verkþættir og er hvert
myndband um stundarfjórðungur
að lengd,“ segir Auðunn.
Hjá Advania starfa rúmlega sex
hundruð manns á Íslandi og þar af
eru meira en hundrað starfsmenn
sem starfa við bókhaldslausnir
fyrirtækisins. Ítarlegar upplýs-
ingar um bókhaldskerfin og aðra
þjónustu Advania er að finna á
vefsvæði fyrirtækisins, advania. is.
Hægt er að hringja í 440-9000 og
biðja um söluráðgjafa sem hafa
sérhæft sig í því að greina hvaða
lausnir henta mismunandi fyrir-
tækjum.
Breitt úrval bókhaldskerfa
á einum stað hjá Advania
Advania býður upp á bókhaldslausnir frá Microsoft fyrir allar gerðir fyrirtækja. Með því að vera í
áskrift að bókhaldskerfi hjá Advania geta fyrirtæki einbeitt sér að kjarnastarfseminni.
Hjá Advania er boðið upp á námskeið fyrir allar þær lausnir sem fyrirtækið býður upp á.
KYNNINGARBLAÐ 3 M Á N U DAG U R 1 1 . j ú n í 2 0 1 8 BóKhALDSREKSTUR oG RÁÐGjöF
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
1
8
-3
7
8
C
2
0
1
8
-3
6
5
0
2
0
1
8
-3
5
1
4
2
0
1
8
-3
3
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K