Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 9
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
ÖRUGG ENDURNÝJANLEG ORKA FYRIR ÞIG
KYNNING Á DRÖGUM AÐ KERFISÁÆTLUN 2018-2027 OG UMHVERFISSKÝRSLU
Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2018-2027 um uppbyggingu flutningskerfis
raforku á Íslandi. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við
raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög
nr. 105/2006. Kerfisáætlun allar m.a. um grunnforsendur fyrir áætlun,
niðurstöður valkostagreininga, áætlun um uppbyggingu meginflutningskerfisins
til næstu 10 ára og lýsingar á framkvæmdaverkum á tímabilinu 2019-2021.
Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu,
ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til. Tillaga að kerfisáætlun og
umhverfisskýrsla eru aðgengilegar á vefsíðu Landsnets, www.landsnet.is og
hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b.
Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og um umhverfisskýrsluna skal
senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt Athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar
er til og með 15. júlí 2018.
Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.
Landsnet stendur fyrir opnum
kynningarfundum á:
Egilsstöðum 12. júní á Icelandair Hótel Héraði, kl. 15:00-17:00
Akureyri 13. júní á Hótel KEA, kl. 15:00-17:00
Ísafirði 19. júní á Hótel Ísafirði, kl. 14:00-16:00
Hellu 26. júní á Stracta Hotel, kl. 15:00-17:00 Verið
velkomin
Ísland nýtur mikillar velvildar um þessar mundir. Landið þykir áhugavert og eftirsótt á svo marg-
an hátt; fólk hefur áhuga á að heim-
sækja Ísland og segja frá upplifun
sinni. Þetta skapar sóknarfæri fyrir
íslenskar afurðir úr sjó og af landi til
frekari verðmætasköpunar.
Nýir drifkraftar í kauphegðun
Það er fróðlegt að rýna í breytingar á
gildismati og viðhorfi neytenda til að
átta sig á breytingum á kauphegðun
og eftirspurn. Þróunin hefur verið
í þá átt að fólk sækist síður eftir að
eignast hluti og deilir frekar eða sam-
nýtir. Á sama tíma sækjast neytendur
í vaxandi mæli eftir upplifun.
Samkvæmt nýlegri greiningu
Deloitte endurspeglast þessi viðhorf
hjá stórum hluta neytenda við val á
matvælum. Meðvitaðir neytendur
hugsa um hvaða áhrif hegðun þeirra
hefur á umhverfi og samfélag. Þeir
vilja vita hvar vörur sem þeir kaupa
eru framleiddar eða jafnvel hannaðar,
og það skiptir þá jafnvel meira máli
en atriði eins og verð, tegund eða gerð
vörunnar. Eftirspurn eftir lífrænum
matvælum fer vaxandi, ár frá ári. Holl-
usta og hreinleiki skipta máli. Alda-
mótakynslóðin er tilbúin að greiða
meira fyrir ferskan og heilsusamlegan
mat og leggur töluvert á sig til að finna
slíkar afurðir.
Tækniþróun er sterkur drifkraftur
og leikur stórt hlutverk í kaupákvörð-
un neytenda sem og möguleikum
framleiðenda til að ná til neytenda.
Notkun farsíma og samfélagsmiðla
vex hratt og innkaup í gegnum inter-
netið verða auðveldari. Áskorunin
fyrir framleiðendur felst í að nýta sér
þetta í markaðssetningu á erlendum
mörkuðum og til að ná til erlendra
ferðamanna á Íslandi.
Fólk deilir upplifun sinni og miðlar
upplýsingum um vörur og þjónustu
til vina sinna með einum smelli. Það
treystir í minna mæli á skilaboð selj-
enda og gerir kröfur til þeirra sem
selja vörur og þjónustu um að nýta
sér þessar boðleiðir.
Getur áhugi á Íslandi
aukið eftirspurn?
Ímynd Íslands fellur vel að kröfum
neytenda um umhverfisvæna og
ábyrga framleiðslu. Hér eru sóknar-
færi fyrir íslenska matvælafram-
leiðslu og þá sem selja hreinar afurðir
úr hafi eða af landi.
Uppruni vöru getur orðið eins
konar táknmynd sem neytendur
sækjast eftir og vilja tengja sig við.
Ekki bara vegna hins eiginlega upp-
runa, heldur getur uppruni vísað til
lífsgilda, svo sem hugmyndafræði
við framleiðslu og meðferð hráefna,
eða afstöðu til mannréttinda og sjálf-
bærni.
Við erum skammt á veg komin
við að nýta okkur almennan áhuga
á Íslandi og kröfu neytenda um að
þekkja uppruna þeirra matvæla
sem þeir kaupa í markaðssetningu
erlendis. Við þurfum að fjárfesta
meira í markaðsstarfi, segja áhuga-
verðar sögur og fara nýstárlegar leiðir
til að byggja upp vörumerki. Mark-
miðið ætti að vera að skapa hughrif
hjá neytendum svo þeir sækist eftir
íslenskum afurðum og verði tilbúnir
til að greiða hærra verð fyrir þær.
Umhverfið og almenn þróun er okkur
Íslendingum því hagstæð.
Uppruni er mikilvægur aðgrein-
ingarþáttur í samkeppni, sem tengist
ekki bara staðreyndum heldur líka
tilfinningatengslum við uppruna
vörunnar.
Hvers virði er ímynd
Íslands fyrir sjávarútveg
og landbúnað?
Guðný
Káradóttir
forstöðumaður
sviðs matvæla,
sjávarútvegs og
landbúnaðar hjá
Íslandsstofu
Ég verð að játa að nú þegar heimsmeistaramótið í knatt-spyrnu nálgast er ég meira
og meira að fara úr jafnvægi. Ég
er fáránlega spenntur yfir þessu.
HM í fóbolta hefur alltaf skipað
virðingarsess í sálinni, alveg síðan í
bernsku. Ég var aðdáandi Brass-
anna. Ég fór að gráta þegar Zico,
Eder, Junior og Sókrates töpuðu
fyrir Paolo Rossi og ítalska lands-
liðinu þegar ég var tíu ára. Ég man
ennþá hina sáru tilfinningu. Þetta
hafði djúpstæð áhrif á barnssálina.
Kannski markaði þetta áfall í raun
upphaf fullorðinsáranna.
Ég hef alltaf horft á HM og EM,
og sokkið inn í spennuna. Á annan
fótbolta horfi ég varla neitt. Ég
held ég deili því hugarástandi með
fjölmörgum Íslendingum, að finn-
ast hálfóraunverulegt og skrítið
að núna skuli Ísland vera með í
þessum áhrifamikla stórviðburði.
Hvaða þýðingu hefur það? Þetta
þarf að ræða.
Flóðbylgja skellur á
Heimsmeistaramótið mun skella
á þessu samfélagi í lok vikunnar
eins og flóðbylgja. Það mun engu
máli skipta hverrar skoðunar við
erum innbyrðis, hvað við gerum,
hver við erum, hvaða stétt við
tilheyrum. Við fáum öll sama hlut-
verkaspjaldið afhent frá umheim-
inum: Víkingar frá litla Íslandi.
Hvort þú heitir Eyþór Arnalds eða
Dagur B., Bjarni Ben eða Sanna
Magda lena, Kata Jak. eða Björg-
ólfur Thor. Hvort þú ert kvótaeig-
andi eða verkalýðsforkólfur. Með
eða á móti Reykjavíkurflugvelli.
Ekkert svoleiðis mun skipta máli.
Við verðum bara Íslendingar. Það
er flóðbylgjan. Allt annað verður
máð burt. Við verðum kraftaverkið
á stórmótinu, örþjóðin sem reynir
sig við hið ómögulega. Krúttlegt
fólk sem öskrar húh. Þetta verða
vikur hinnar íslensku staðal-
myndar. Þeim hjálmi verður troðið
á okkur öll.
Sá sem hefur skipulagt mál-
þing fyrir klukkan fimm næsta
laugardag um til dæmis stöðuna
í ríkisfjármálum, eða alþjóðleg
viðhorf til norrænnar matargerðar,
eða togstreitu mínímalisma og
rókokkó stíls í íslenskum arkitektúr
á árabilinu 1950-70, getur gleymt
því að nokkur mæti. Það er hægt að
afpanta sal og veitingar núna. Kalt
mat: Fótbolti mun yfirtaka allt.
Ráð til áhugalausra
Ég er ennþá að bögglast með að
ákveða hvort ég eigi að kaupa bol á
mig og fjölskylduna. Svoldið dýrt.
Við þyrftum þá að bíða með að
kaupa nýjan ísskáp. Ég á Íslands-
trefil, sem ég fékk, gott ef ekki,
á Laugardalsvelli í ágúst 1981,
þegar Ísland mætti Nígeríu í eina
skiptið hingað til. Ísland vann
3-0. Það var rok. Árni Sveinsson
skoraði af kantinum. Hann ætlaði
að gefa fyrir en boltinn fauk inn,
í stóran sveig yfir kappklæddan
markvörðinn. Það væri skemmti-
legt ef við skoruðum svona mark
á móti Nígeru núna. En hvað um
það. Ég hugsa að ég láti þennan
trefil nægja, og andlitsmálningu.
Ég fagna semsagt HM. Til eru aðrir
hins vegar, og ég þekki þá nokkra,
sem hafa ekki snefil af áhuga á
þessu. Það fólk færi ekki í lands-
liðstreyju nema gegn mjög háu
gjaldi. Hvernig á þetta fólk að haga
sér næstu vikurnar? Verður lífið
óbærilegt?
Ég veit ekki hversu skynsamlegt
það er fyrir þetta fólk að reyna að
vera fúlt á móti. Ég held að það
berjist enginn við þessa flóðbylgju.
Það verður talað um „strákana
okkar“ sem mun sjálfsagt fara í
taugarnar á einhverjum. Réttara
er auðvitað að segja „strákarnir“,
en ég held að enginn muni mæta
á málþing um það. Mín fyrsta
ráðlegging til þessa fólks, sem ég
hef fulla samúð með, er að reyna
að hafa gaman af þessu. Ég sá
kanadískan dansflokk leika rollur
á Listahátíð nú um helgina. Það var
virkilega fyndið og skemmtilegt og
mjög spennandi. Maður velti fyrir
sér hvað rollurnar myndu gera
næst. Maður sökk inn í atriðið.
Fótbolti er ekki ósvipaður. Það má
opna hugann fyrir honum einsog
öðru.
Ýmislegt hægt að gera
Ef þessi nálgun virkar ekki, þá geta
auðvitað líka falist mikil tækifæri
í því að þjóðfélagið verði almennt
upptekið við að horfa á sjónvarpið
og að restin sé í Rússlandi. Það
verða fáir í sundi um miðjan dag
á laugardaginn næsta, til dæmis.
Maður getur æft flugsund eins og
brjálæðingur. Jafnvel á sprellanum.
Ef maður er haldinn þörf til að
ganga um í Kringlunni í Spider-
manbúningi, verður gott tækifæri
þá. Næstu vikur verða líka góðar
til að gera ýmislegt, sem fólk vill
kannski koma í framkvæmd svo
lítið ber á. Koma út úr skápnum,
fá sér húðflúr, hætta á Facebook,
skipta um hárgreiðslu. Í pólitíkinni
geta líka ótal tækifæri skapast:
Ganga úr Nató, taka upp nýjan
gjaldmiðil, samþykkja áfengi í mat-
vöruverslanir, eyða gögnum.
Ísland verður líklega aldrei eins
aftur.
Staðan næstu vikurnar
Guðmundur
Steingrímsson
Í dag
Það verða fáir í sundi um
miðjan dag á laugardaginn
næsta, til dæmis. Maður
getur æft flugsund eins og
brjálæðingur. Jafnvel á sprell-
anum.
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 9M Á n u d a g u R 1 1 . j ú n Í 2 0 1 8
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
1
8
-4
6
5
C
2
0
1
8
-4
5
2
0
2
0
1
8
-4
3
E
4
2
0
1
8
-4
2
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K