Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 14
Laufey með föður sínum, Bjarna
Ólafssyni, við útskriftina í maí.
Ljúffeng, litfögur og spicy vegan súpa.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
minni um að komast á samning
og tveimur dögum síðar hringdi
síminn þar sem ég var beðin um
að taka prufuvakt. Í kjölfarið fór ég
síðan á samning hjá staðnum.“
Færir ýmsar fórnir
Laufeyún segir námið hafa verið
afar skemmtilegt og lærdómsríkt en
um leið oft erfitt. „Það þarf nefni-
lega að sinna miklu fleiri verkefnum
á veitingastað en að elda mat og þar
finnst mér hreinlæti við matreiðslu
skipta mjög miklu máli. Sjálf get ég
ekki eldað í skítugu umhverfi enda
fer fátt meira í taugarnar á mér.“
Hún segir mikinn aga þurfa til að
geta unnið á kokkavöktum þar sem
vinnudagurinn sé oft 12-15 klukku-
stundir á dag. „Svona starf er ekki
fyrir alla og sumir gefast því hrein-
lega upp. Ég hins vegar elska þessar
vaktir því mér finnst geggjað að
vera í fríi í miðri viku og fá stundum
þriggja daga helgarfrí. Venjulegur
vinnudagur er 14 klukkustundir
á virkum dögum en um helgar fer
hann oft í 15 klukkustundir en mér
finnst það ekkert mál.“
Fyrir vikið þarf hún að vera til-
búin til að fórna ýmsu í lífinu. „Ég
hef misst af mörgum afmælum og
boðum því ég var á vaktinni. Það
tók tíma fyrir fólkið í kringum mig
að skilja að það er ekki alltaf auð-
velt að skipta á vöktum en það er
að síast inn.“
Gaman í vinnunni
Kopar er ekki bara vinnustaður í
huga Laufeyjar heldur hefur hún
eignast marga nýja vini þar. „Það
var og er alltaf gaman í vinnunni
með öllu skemmtilega fólkinu
mínu. Ég hef unnið víða en aldrei
fundið fyrir eins góðum starfsanda
eins og í þessum bransa. Margir
sem hafa hætt störfum hér eru enn
vinir mínir þannig að Kopar er og
mun alltaf vera stór partur af lífinu
mínu.“
Veitingastöðum hefur fjölgað
hratt undanfarin ár hér á landi
og finnst Laufeyju framtíðin vera
nokkuð björt fyrir hana og annað
ungt fólk í greininni. „Það hafa aldr-
ei starfað jafn margir í greininni og
núna auk þess sem útskriftarhóp-
urinn frá MK var sá stærsti í sögu
námsins, eða um 35 nemendur.“
Langar að skoða heiminn
Sem fyrr segir tók Laufey nýlega við
stöðu vaktstjóra á Kopar en þeirri
stöðu hafði Alfreð Pétur Sigurðsson
gegnt frá stofnun. „Alfreð var vakt-
stjóri minn í langan tíma og kenndi
mér margt af því sem ég kann í dag.
Ég er ótrúlega spennt fyrir nýja
starfinu en ég er annar neminn af
Kopar sem er ráðinn í starfið.“
Hún á sér þann draum að ferðast
um heiminn sem kokkur og
kynnast fleiri matreiðsluhefðum
en íslenskum og læra um leið að
vinna með erlend hráefni sem eru
ekki þekkt hér á landi. „Mig langar
mikið til Danmerkur og þá helst til
Kaupmannahafnar. Þar eru margir
mjög flottir veitingastaðir sem ég
hef augastað á. Það eru líka fleiri
lönd í myndinni en ég ætla að byrja
á því að koma mér til Danmerkur
og sjá svo til hvað gerist í fram-
haldinu.“
Uppáhaldsáhaldið í eldhúsinu?
Beittur og góður hnífur.
Hvert er uppáhaldskryddið og
hráefnið?
Ég elska kúmin vandræðalega
mikið og er óhrædd við að prufa að
setja það í rétti. Annars eru uppá-
haldshráefnin mín rjómi og smjör
því það er aldrei nóg af því.
Er einhver réttur eða hráefni sem
þú ætlar að prófa í ár?
Markmiðið er að baka meira
og prufa mig áfram í eftirréttum.
Ég fékk KitchenAid hrærivél í
útskriftargjöf sem verður mikið
notuð í tilraunastarfsemi.
Hvaða matreiðslumaður, inn-
lendur og erlendur, er í mestu uppá-
haldi?
Ég gæti talið þá endalaust upp.
Ylfa Helgadóttir, meistari minn,
er náttúrlega fyrirmyndin mín
sem kokkur og lít ég mikið upp til
hennar. Einnig lít ég mikið upp til
Georgs Arnars Halldórssonar, mat-
reiðslumanns á Óx. Hann er bara
svo flottur og klár kokkur. Uppá-
halds erlendi kokkurinn minn
er Grant Achatz, eigandi Alinea í
Chicago, sem er drauma Michelin
staðurinn minn.
Hvaða snilligáfu hefur þú í eld-
húsinu sem fáir vita um?
Það er eflaust eitthvað sem ég
veit ekki sjálf. Ég er hins vegar
góður leiðtogi og finnst góð liðs-
heild skipta máli og passa alltaf að
hún sé til staðar.
Áttu þér uppáhaldsmatreiðslu-
þátt?
Það eru Chef’s Table og Hell’s
Kitchen með Gordon Ramsay.
Hvað eldar þú helst þegar þú ert
heima?
Súpur, því ég veit ekkert betra en
góða og bragðmikla súpu.
Hvers konar mat finnst þér spenn-
andi að prófa þegar þú borðar úti?
Ég borða mikið á veitingastöðum
og panta mér yfirleitt nokkra smá-
rétti til að deila með öðrum. Svo
finnst mér mjög spennandi að velja
smakkseðilinn svo hægt sé að prófa
sem mest úr eldhúsinu, ég mæli svo
sannarlega með því.
Grillar þú mikið og þá hvað helst?
Ég var einmitt að eignast grill og
Le Creuset grillpönnu þannig að ég
mun grilla mikið í sumar. Grillaðar
lambakótelettur eru í miklu uppá-
haldi ásamt grilluðum fiski.
Laufey gefur hér lesendum upp-
skrift að vegansúpu sem allir ættu
að ráða við. „Sjálf elska ég súpur og
um leið að gefa fólki sem er vegan
að borða því það er svo þakklátt
fyrir góðan mat. Ég á eina vinkonu
sem heitir Eva Dröfn og er veganisti
sem er klikkuð í þessa súpu.“
Spicy vegan súpa
Fyrir 4
2 sætar kartöflur
3 hvítlauksgeirar
1 lítill engifer
1 rauður chili
5 gulrætur
½ lítri appelsínusafi, t.d. Trópí
1 lítri vatn
1 krukka kókosmjólk
1 msk. karrí
1 tsk. túrmerik
1 tsk. kúmin
1 tsk. timían
1 tsk. paprikukrydd
½ tsk. cayenne-pipar (má sleppa)
Salt og pipar eftir smekk
Ofan á súpuna:
Smátt skorinn vorlaukur
Saxaður ferskur kóríander
Muldar salthnetur
Límónubátar
Skerið sætar kartöflur, gulrætur,
engifer, hvítlauk og chili í bita. Sjóðið
vel í potti með vatni, appelsínudjús
og kókosmjólk. Á meðan þetta sýður
er kóríander saxaður og vorlaukur
skorinn smátt. Skerið límónu í báta
og myljið salthneturnar. Allt sett í
sér skálar. Maukið grænmetið í pott-
inum með matvinnsluvél eða töfra-
sprota. Kryddað með karríi, kúmini,
timíani, paprikukryddi, cayenne-
pipar og salti og pipar. Súpan er
borin fram og hver og einn fær sér
kóríander, vorlauk, salthnetur og
límónu ofan á eftir smekk.
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil-
helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson,
olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
„Svona starf er ekki fyrir alla og sumir hreinlega gefast því upp. Ég hins vegar elska þessar vaktir því mér finnst geggjað
að vera í fríi í miðri viku og fá stundum þriggja daga helgarfrí,“ segir Laufey. MYND/STEFÁN
Þann 14. júní n.k. mun stórglæsilegt sérblað um HM í knattspyrnu fylgja Fréttablaðinu.
Áfram Ísland
Blaðið kemur út sama dag og flautað er til leiks á mótinu.
Fyrsti leikur Íslands er tveim dögum síðar, gegn ljón sterku liði Argentínu.
Í blaðinu er að finna eitthvað fyrir alla. Gallharðir fótboltaáhugamenn fá sinn
skammt af áhugaverðum viðtölum og fróðleik. Auk þess er slegið á léttari strengi
fyrir þá sem hafa almennt minni áhuga á boltanum en eru að sjálfsögðu gallharðir
stuðningsmenn íslenska liðsins. Í blaðinu verður einnig að finna stórt leikjadagatal
sem auðvelt er að kippa út úr blaðinu og færa inn úrslit leikja jafnóðum á meðan á
mótinu stendur.
Áhugasamir auglýsendur geta fengið
nánari upplýsingar í síma 512 5402
eða með því að senda póst á netfangið
serblod@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
1
8
-1
9
E
C
2
0
1
8
-1
8
B
0
2
0
1
8
-1
7
7
4
2
0
1
8
-1
6
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K