Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegn hátt gefur sér að sé ósómi. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringar- ríkari og búfé er heilbrigð- ara. Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heil- mikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrir- tækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðu- neytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssamband- ið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila. Kemst peningurinn til skila? Bjarni Gíslason framkvæmda- stjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dög- unum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan mál- verkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessi stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarleg að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta mann- eskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk lát- ins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra lista- menn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppá- haldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðn yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektar- myndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegn hátt gefur sér að sé ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Ritskoðun Stefnumóta-Twitter Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf inn- reið sína á Twitter um helgina en ekki er langt um liðið frá því að hann sneri aftur úr sjálf- skipaðri Facebook-útlegð. Þessu fagna auðvitað allir sem hafa gaman af umræðum enda hefur Brynjar lag á því að hleypa lífi í slíkar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, flokkssystir Brynjars, aðstoðaði hann við að koma aðganginum á fót. Fyrsta tíst hans snerist reyndar um að þar hefði orðið misskilningur þar sem hann ætlaði sér víst á stefnumótaforritið Tinder en ekki Twitter. Vonbiðlum Brynj- ars er því bent á Twitter. Upp við vegg Sem dæmi um áhrif Brynjars á umræðuna má nefna status hans um helgina sem hann beindi að „baráttufólki fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis“. Brynjar taldi flest stök í mengi þess hóps eiga það sameigin- legt að hafa aldrei unnið ærlegt handtak og vera klædd eins og niðursetningar. Klykkir hann út með að segjast hafa farið öfugum megin fram úr þann daginn. Spurning er hvort það sé ekki ráð að Brynjar nýti tæki- færið og setji rúm sitt upp við vegg enda landsréttardómarinn hinum megin í því eflaust upp- tekinn af stefnumótabrölti hans. joli@frettabladid.is 1 1 . j ú n í 2 0 1 8 M Á n U D A G U R8 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð SKOÐUN 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -4 6 5 C 2 0 1 8 -4 5 2 0 2 0 1 8 -4 3 E 4 2 0 1 8 -4 2 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.