Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 38
Sænskir kollegar eru frábærir. þar er mikill metnaður og fólk vill ná langt á starfsferl- inum. Fólkið í kringum mig var flest á aldrinum 22-30 ára og tilbúið til að leggja hart að sér. Atli Þór Jóhannsson Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Atli Þór Jóhannsson, löggiltur endur- skoðandi mælir hiklaust með því að sækja sér reynslu erlendis. Lærdómskúrfan er mjög hröð og brött þegar maður fer að starfa erlendis og kemst í dýnamískt umhverfi þar sem við- skiptavinirnir eru svo mun stærri en hér heima. Þá þarf maður að vera snöggur að sigta út upp- lýsingarnar sem eru mikilvægar á móti þeim léttvægari. Það er auðvelt að týnast í tölunum sem eru af allt annarri stærðargráðu en hér heima. Það sem situr þó einna helst eftir er að endurskoðun á Íslandi er mjög framarlega þar sem mikið er um faglega þekk- ingu og auðvelt að beita henni um allan heim,“ segir Atli Þór Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá PwC, en hann stökk á tækifærið þegar honum bauðst að taka þátt í sér- verkefnum í Stokkhólmi. „PwC er alþjóðlegt net fyrir- tækja þar sem er lögð áhersla á að fagþekking starfsmanna flæði óhindrað milli landamæra og öll PwC félög hjálpast að við að búa til alþjóðlega sérfræðinga sem geti starfað vítt og breytt um heiminn. Fyrir um það bil þremur árum óskaði PwC í Svíþjóð eftir aðstoð annarra Norðurlanda eftir reynslu- miklu starfsfólki þar sem þau höfðu fengið endurskoðun Nordea banka á sitt borð og vildu nýta þá frábæru þekkingu sem við á Íslandi höfðum,“ útskýrir Atli. Við tók skemmtilegt tímabil með tíðum ferðum til Svíþjóðar. „Fyrirkomulag þeirra var mjög skemmtilega uppsett þar sem þau vildu fá mig til að taka þátt í verk- efninu í nokkur ár sem kallaði á regluleg ferðalög í stað þess að fara einungis einu sinni til lengri tíma. Ég starfaði í Svíþjóð samanlagt 2-3 mánuði á ári en dreift yfir árið, allt frá því að kíkja í viku upp í að stoppa hjá þeim í heilan mánuð.“ Lítil stórborg „Stokkhólmur er frábær, lítil „stórborg“ þar sem er stutt í allt og auðvelt að komast á milli staða. Þar er mikil flóra veitingastaða sem er gaman að fara á en best var eftir langan vinnudag að rölta um borgina og njóta mannlífsins. Ég var staðsettur á glæsilegri skrif- stofu PwC sem er í göngufjarlægð frá miðbænum með flottu útsýni. Einnig fer vinnan mikið fram hjá viðskiptavinum en höfuðstöðvar Nordea eru í miðborg Stokk- hólms. Helstu verkefni mín fólust í að stýra hluta af alþjóðlegri endurskoðun Nordea banka með sérstakri áherslu á niðurfærslu útlánasafns bankans annars vegar og mat á verðbréfum eignastýr- ingar hins vegar. Hluti af eignastýr- ingarverkefninu fór fram í Dan- mörku í höfuðstöðvum bankans í Kaupmannahöfn. Ég varði því líka nokkrum dögum þar á ári.“ Mikill metnaður Atli segir lítinn mun á vinnuum- hverfinu í Stokkhólmi og hér heima. Hann hafði heyrt sögur af styttri og fjölskylduvænni vinnu- viku en þegar út var komið kynnt- ist hann sama keppnisskapinu og þykir einkenna íslenskt atvinnulíf. Það er í raun lítill munur á vinnuumhverfinu hér heim og ytra – þegar ég kom út í fyrsta skipti að vinna fyrir stóra endurskoðunar- skrifstofu og stóran banka kom í ljós að vinnumenning þeirra er líkari þeirri í Ameríku en þessari hefðbundnu Svíþjóð sem maður hafði heyrt af,“ segir Atli. Hann hafi unnið með skemmtilegu fólki sem setti markið hátt. „Sænskir kollegar eru frábærir. Þar er mikill metnaður og fólk vill ná langt á starfsferlinum. Fólkið í kringum mig var flest á aldrinum 22-30 ára og tilbúið til að leggja hart að sér. Hafði jafnvel útskrifast úr háskóla með hæstu einkunn og einblíndi á starfsferilinn. Það var til dæmis lítið um að yngra fólkið væri með börn. Hér á landi fer fólk að huga að barneignum mjög fljótlega eftir háskólanám að mínu mati en úti var barnafólkið flest komið yfir þrítugt. Þegar ég sagði þeim frá kollega mínum hjá PwC sem eignaðist barn fyrir háskóla- nám göptu flestir og skyldu ekki að hann hefði komist svo langt,“ segir Atli. Hann búi að þessari reynslu. „Ég mæli hiklaust með því fyrir alla þá sem hafa tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann og fara að vinna erlendis til að ná í dýrmæta reynslu.“ Lærdómsríkur tími í Svíþjóð Atli Þór Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, segir lærdómsríkt að kynnast starfsháttum í eigin fagi erlendis. Hann greip tækifærið þegar honum bauðst þátttaka í sérverkefnum í Stokkhólmi. advania.is | advania@advania.is | 440 9000 TOK bókhald Smærri fyrirtæki og einyrkjar TOK er einföld bókhaldslausn sem auðvelt er að sníða eir þínum þörfum og rekstri. TOK er skýjalausn sem fæst með mánaðarlegri áskri Microso Dynamics NAV Stór og miðlungsstór fyrirtæki Alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu notendaviðmóti. Hentar vel fyrirtækjum í heildsölu, smásölu og dreifingu. NAV er skýjalausn sem fæst með mánaðarlegri áskri Microso Dynamics 365/AX Fyrirtæki í umsvifamiklum rekstri AX er alhliðalausn fyrir fyrirtæki í framleiðslu, sölu og þjónustu. Hentar vel fyrirtækjum með rekstur í mörgum löndum. Bókhaldslausnir fyrir alla Lausnir okkar byggja á Microso Dynamics og henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Við förum lé‹ með að laga bókhaldslausnir okkar sérstaklega að þínum rekstri. Sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að finna lausn sem hentar þínum rekstri. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . J ú N í 2 0 1 8 M Á N U DAG U RBóKhALd ReKStuR oG RáÐGJöf 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 1 8 -3 7 8 C 2 0 1 8 -3 6 5 0 2 0 1 8 -3 5 1 4 2 0 1 8 -3 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.