Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 39
Í ráðgjöfinni leggj- um við áherslu á að styrkja stjórnendur og efla starfsfólk í sínum hlutverkum með því að skapa vettvang og færa því í hendur tól til umbóta. KPMG hefur ráðið til sín sérfræðinga og þjálfað starfsfólk í rafvæðingu ferla. Starfið og verkefnin í straum­línustjórnun eru ótrúlega fjöl­breytt og skemmtileg,“ segir Lilja Erla, sem er með MBA­gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur á undanförnum árum starfað við straumlínustjórnun, sjálfvirkni­ væðingu ferla og breytingastjórn­ un. „Í straumlínustjórnun er rík áhersla lögð á að setja viðskipta­ vininn í fyrsta sætið og markmiðið að það haldist í gegnum alla starf­ semina, til dæmis með því að virkja starfsfólk í virðisskapandi umbót­ um. Í ráðgjöfinni leggjum við áherslu á að styrkja stjórnendur og efla starfsfólk í sínum hlutverkum með því að skapa vettvang og færa því í hendur tól til umbóta auk þess að bæta ferla, vera með markvissa markmiðasetningu og mælikvarða. Vettvangurinn skapar gott tækifæri til að tengja starfsfólkið við stefnu fyrirtækisins, brjóta niður múra milli skipulagsheilda, auka upp­ lýsingaflæði og efla liðsheild.“ Lárus, sem er rekstrarverk­ fræðingur og hefur starfað sem framleiðslustjóri og býr yfir mikilli þekkingu af framleiðsluferlum, bætir því við að teymið fylgi inn­ leiðingum ávallt vel eftir. „Það gerum við til dæmis með kennslu og þjálfun starfsfólks. Við viljum gjarnan viðhalda langtímasam­ bandi við viðskiptavini en fyrst og fremst að þeir verði sjálfbjarga í frekari umbótavinnu og haldi áfram að vinna með hugmyndafræðina.“ Bæði starfa þau Lilja og Lárus sem ráðgjafar í straumlínustjórnun sem oft er einfaldlega kallað lean og hafa staðið á bak við farsæl umbótaverkefni bæði innanhúss hjá KPMG og með viðskiptavinum. Umbætur skili raunverulegu virði fyrir viðskiptavini Steinþór Pálsson stýrir nú rekstrar­ ráðgjöf á ráðgjafarsviði KPMG en hann er margreyndur í rekstri innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja auk þess að hafa teksist á við mörg krefjandi verkefni á sviði stefnu­ mótunar og breytingastjórnunar. Hann segir að það hafi komið sér ánægjulega á óvart hversu breiður og fjölhæfur hópurinn á ráðgjafar­ sviði KPMG sé. „Teymið í straum­ línustjórnuninni er framúrskarandi og við erum sterk í stefnumótunar­ ráðgjöfinni en styrkurinn liggur líka á svo mörgum öðrum sviðum.“ Í því sambandi nefnir hann áhættustjórnun og innra eftirlit, verðmats­ og áreiðanleikamatsráð­ gjöf sem og upplýsingatækniráð­ gjöf og það sem henni fylgir. „Þetta ásamt virkri alþjóðlegri tengingu er okkar helsti styrkur og þar liggur samkeppnisforskotið.“ Lárus tekur undir með Stein­ þóri og lætur þess einnig getið að alþjóðatengingin sé sannarlega til staðar. „Við höfum til dæmis átt farsælt samstarf við KPMG í Finnlandi og fengið sérfræðinga þaðan til að vinna verkefni tengd netöryggi (e. cyber security). Þá hefur viðskiptagreindarteymið unnið með KPMG í Þýskalandi og sterkt samstarf hefur verið við KPMG í Bretlandi og Danmörku hvað varðar verðmöt og áreiðan­ leikamöt á fyrirtækjum í fjármála­ geiranum aðallega en einnig víðar í atvinnulífinu,“ segir hann. Steinþór bætir því við að starfs­ fólk KPMG hafi að sama skapi verið á faraldsfæti og verið bætt við teymi í mörgum löndum til að leysa þar flókin og krefjandi verkefni. Nýting skrifstofuþjarka og straumlínustjórnun fara vel saman Þróun við rafvæðingu hefur verið hröð á umliðnum árum og skrif­ stofuþjarkar nýtast nú við að auka skilvirkni, meðal annars með betri nýtingu starfsfólks og minni líkum á mannlegum mistökum og skýrari ferlum. „Við teljum að þarna liggi gríðarleg tækifæri fyrir viðskiptavini KPMG og við erum með nokkur verkefni í gangi, til dæmis fyrir fyrirtæki í fjarskipta­ og tryggingageiranum. Þá hefur KPMG ráðið til sín sérfræðinga og þjálfað starfsfólk í rafvæðingu ferla til að takast á við slík verkefni með nýtingu á nýjustu tækni og þetta er þegar farið að skila árangri hjá viðskiptavinum og einnig hér innanhúss hjá KPMG en við höfum lagt áherslu á að nýta tæknina við að rafvæða ferla að hluta eða öllu leyti,“ segir Steinþór. Lilja Erla segir að ráðgjöf í straumlínustjórnun og innleiðing skrifstofuþjarka geti farið ótrúlega vel saman þótt það sé kannski ekki augljóst í fyrstu. „Hvort tveggja snýst um að bæta ferla og nýta starfskrafta fólks á skynsamlegan máta.“ Þá bendir Lárus á að fókus­ inn sé alltaf á að hjálpa viðskipta­ vininum við að leysa vandamál og gera honum lífið auðveldara. „Við komum ekki endilega með tilbúnar lausnir heldur greinum vandamál og tækifæri og veljum réttu tólin til að vinna úr þeim með viðskiptavinum okkar. Þar höfum við öflugt teymi sem býr yfir mikilli þekkingu og úr mörgu að velja.“ Steinþór, Lárus og Lilja Erla eru sammála um að mikil gerjun eigi sér stað í viðskiptaumhverfi nútímans, hvort sem er á Íslandi eða á alþjóðavísu. Steinþór telur augljóst að stjórnendur þurfi að vera á tánum nú sem aldrei fyrr og leggja áherslu á viðskiptavininn auk þess að nýta sér tækni og mannauð með skilvirkum hætti. Lilja Erla tekur undir með Stein­ þóri en bendir enn fremur á að tækifærin séu mörg og skynsamleg nýting upplýsingatæknilausna og mannauðs sé grundvallaratriði og lykillinn að velgengni. Þau segjast vel í stakk búin til að vinna með viðskiptavinum við að takast á við núverandi áskoranir og undirbúa þá undir framtíðina. Ráðgjöf KPMG styrkir stjórnendur og eflir starfsfólk Ráðgjafarsvið KPMG býður upp á heildstæða ráðgjöf fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnendur sem miðar að því að bæta ferla og gera þá skilvirkari. Þetta eru dagleg viðfangsefni Steinþórs Pálssonar, Lilju Erlu Jónsdóttur og Lárusar Lúðvígssonar, sérfræðinga í straumlínustjórnun eða lean. Lilja Erla Jónsdóttir og Steinþór Pálsson starfa við rekstrarráðgjöf hjá KPMG. MYND/EYÞÓR KYNNINGARBLAÐ 7 M Á N U DAG U R 1 1 . J ú n í 2 0 1 8 BÓKhALDSREKStUR oG RÁÐGJöf 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -2 8 B C 2 0 1 8 -2 7 8 0 2 0 1 8 -2 6 4 4 2 0 1 8 -2 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.