Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 16
Best er að reyna strax að ná blettum úr fatnaði og áklæði. Ellegar þorna þeir inn í efnið og erfiðara verður og stundum ógjörningur að ná þeim úr. Áður en hafist er handa er skyn- samlegt að lesa vel þvottaleiðbein- ingar. Sumir litir og efni þola ekki þvott og þá er ráðið að fara með flíkina í efnalaug sem oft getur náð erfiðustu blettum úr. Meðal efna sem duga gegn algengustu blettum eru brennslu- spritt, aseton, hreinsað bensín, uppþvottalögur, grænsápa, hvít handsápa, sjampó, klór, glýserín, þvottaefni og teppa- og húsgagna- sápa. Náttúrvæn blettaefni, sem til eru á flestum heimilum, eru sítróna, sem er náttúrulegt bleikiefni, borð- edik, matarsódi, gróft salt, talkúm, mjólk og súrmjólk. Tannkrem og aska eru ágætis hreinsiefni á rispur í gleri, málmi, viði og steini. Soðið kalt vatn betra Best er að þurrka sem mest upp af vökva með eldhúspappír eða klút. Suma bletti þarf svo að skafa ofan af áður en hafist er handa við eiginlega blettahreinsun. Ef uppþvottalögur er notaður á bletti í fatnaði er þessi aðferð áhrifarík: Berið uppþvottalög á blettinn og bleytið aðeins í blettinum ef hann er orðinn þurr. Setjið flíkina í plastpoka, lokið vel fyrir og látið bíða í nokkra klukku- tíma. Bleytið þá upp í blettinum með volgu vatni og þvoið því næst flíkina á venjubundinn hátt. Sé vatn notað til að ná úr blettum er best að sjóða kalt vatn úr krana í stað þess að nota hita- veituvatn sem getur skilið eftir rönd í kringum staðinn þar sem bletturinn var. Algeng blettavandamál l Bananar og ávextir: Nuddið hvíta flík með sítrónusafa, látið bíða smástund og þvoið svo á venjulegan máta. Uppþvottalögur gefur góða raun á ávaxtabletti. l Blek og túss: Brennsluspritt nær flestum tegundum bleks af fatnaði og húsgögnum. l Blóð: Best er að leggja flík með blóðblettum í bleyti í kalt vatn með salti (1dl gróft salt/3 l vatn) í 15 mínútur. Berið síðan lífræna sápu á blettina, látið liggja góða stund, skolið og þvoið. Blóð­ blettum í dýnum er best að ná með því að reisa dýnuna upp Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Litsterkt sinnep getur verið erfitt viðeignar þegar það sullast á föt en til eru góð ráð við flestum blettum. Skínandi hreint sumar Bjartasti tími ársins stendur nú yfir með tilheyrandi grillveislum, grasgrænku og einstaka sulli. En þegar sólin skín, skín líka í bletti og minnstu óhreinindi. Hér gefast góð vopn í blettastríðinu. Sumarið er tími grasgrænku í fötum. Gott er að nota uppþvottalög á erfiðustu blett- ina og sítrónu- safa á fatnað úr hvítu efni. NORDICPHOTOS/ GETTY á rönd, bleyta í blettinum með köldu vatni, gera þykkan graut úr matarsóda og vatni og bera á blettinn. Látið þorna og burstið eða ryksugið af. l Fita: Majónes, matarolía, smjör, lýsi og önnur matarfita leysist best upp með sápu eða uppþvottalegi en lýsisbletti getur þurft að bleikja í lokin með sítrónusafa. l Grasgræna: Uppþvottalögur eða grænsápa eru góð á grasgrænu. Berið á og látið liggja góðan tíma. Skolið og þvoið vel á eftir. Sítrónusafi eða bleikiefni getur dugað vel á grasgrænu í hvítu efni. l Kaffi og kakó: Skolið vel úr volgu vatni. Berið uppþvottalög eða grænsápu á blettinn og látið liggja góða stund. Skolið og þvoið á eftir. l Karrí: Inniheldur litsterkt túrm­ erik sem getur verið erfitt að ná úr. Best er að nudda glýserín­ upplausn á blettinn og láta bíða í hálfa klukkustund. Skolið vel og þvoið. l Kertavax: Auðveldast er að frysta eða kæla vaxblettinn og skafa sem mest af. Gott er að leggja eldhúspappír yfir litlaust vax og strauja með volgu straujárni. Brennsluspritt nær oftast lituðu kertavaxi. Kertavaxleifar leysast upp við 60°C hita. l Kísill: Nota má edik, sítrónu eða matarsóda í kringum blöndunar­ tæki. l Rauðvín: Stráið matarsóda yfir blettinn og látið þorna. Skolið og þvoið á venjulegan hátt. Hella má hvítvíni strax yfir rauðvínsblett eða nota sódavatn og þurrka upp með svampi. l Tómatsósa: Látið kalt vatn renna á blettinn, notið mildan upp­ þvottalög og þvoið síðan. l Tyggjó: Best er að kæla og frysta tyggjóklessuna. Skafið síðan af með hníf og notið hreinsað bensín til að ná restinni af blett­ inum í burtu. l Varalitur: Best er að nota brennsluspritt eða hreinsað bensín. Berið svo sápu á blettinn og látið liggja um stund. Skolið vel úr. Heimild: Leiðbeiningastöð heimil­ anna. Sjá leidbeiningastod.is. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is Kaka ársins 2018 Verð 3200 kr. - 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . j ú N í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -1 4 F C 2 0 1 8 -1 3 C 0 2 0 1 8 -1 2 8 4 2 0 1 8 -1 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.