Fréttablaðið - 11.06.2018, Blaðsíða 20
Markmið Basic Markaðsstofu er að veita framúrskarandi þjónustu fyrir sanngjarnt
verð í vefsíðugerð og hönnun. Við
aðstoðum einnig félög með staf-
ræna markaðssetningu, þar með
talda samfélagsmiðla,“ upplýsir
Kjartan Geirsson, framkvæmda-
stjóri Basic Markaðsstofu.
Hann segir rekstur og velgengni
Basic fyrst og fremst snúast um
mannauð fyrirtækisins.
„Eftir að hafa unnið í fjölda frum-
kvöðlaverkefna á undanförnum
árum hef ég kynnst einstaklega
kláru og flottu fagfólki sem er frá-
bært að vinna með. Upp frá því varð
Basic Markaðsstofa til,“ útskýrir
Kjartan um tilurð fyrirtæki síns sem
hann stofnaði síðastliðið haust.
„Teymið okkar er með fjölbreytt-
an bakgrunn og það er gríðarlegur
styrkur fyrir alla hugmyndavinnu.
Eins og nafnið Basic gefur til kynna
reynum við ávallt að einfalda hlut-
ina fyrir notandann, þó að verk-
efnin geti verið flókin, því ef fólk
pælir í því eru skýrar og skilvirkar
lausnir mun líklegri til árangurs en
þær sem innihalda meira flækjustig.
Það á svo sannarlega við í okkar
fagi,“ bætir Kjartan við.
Skýrar og skilvirkar lausnir
Basic Markaðsstofa sérhæfir sig í traustum vef- og markaðslausnum. Aðalsmerki fyrirtækisins
eru framúrskarandi þjónusta, sanngjarnt verð, áreiðanleiki og ánægja viðskiptavina.
Að ýmsu þarf að huga þegar fyrirtæki er stofnað og því er mikilvægt að gefa sér góðan
tíma í undirbúning. Í upphafi er t.d.
mikilvægt er að kanna þörf fyrir þá
þjónustu eða vöru sem stefnt er á
að bjóða og um leið að bera hana
saman við það sem fyrir er á mark-
aðnum segir Sigurður Steingríms-
son, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands. Hann segir lykilinn
að árangri vera að þjónustan eða
varan sé einver nýjung eða hafi
sérstöðu, hafi eitthvað umfram það
sem í boði er eða verður í boði í
framtíðinni. „Í þessu sambandi er
mikilvægt að horfa frá sjónarhóli
væntanlegra kaupenda en ekki bara
Að ýmsu þarf að huga
Sigurður Steingrímsson er verk-
efnisstjóri hjá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands.
Kjartan
Geirsson,
framkvæmda-
stjóri Basic
Markaðsstofu,
ásamt Manuel
Rodriguez
hönnuði.
MYND/STEFÁN
Fiat eða Porsche?
Að sögn Kjartans þurfa nánast öll
fyrirtæki í dag að vera aðgengileg
á vefnum, bæði með góðri vefsíðu
og að mörgu öðru leyti.
„Val á samstarfsaðila getur
verið mjög snúið, einkum fyrir
minni aðila. Það getur verið erfitt
fyrir rekstraraðila eða frum-
kvöðla að átta sig á því hvert þau
eiga að leita eftir aðstoð og hvað
þau megi búast við að fá fyrir
peninginn. Einmitt þess vegna
lítum við á þarfagreiningu sem
Þegar fyrirtæki er
stofnað þarf að
huga að mörgum
þáttum. Góður
undirbúningur
skiptir miklu máli
auk þess sem
kynna þarf sér
lög og reglur sem
snúa að rekstr-
inum.
mikilvægan lið í okkar starfi. Við-
skiptavinurinn á rétt á því að vita
hvort hann er að kaupa Fiat eða
Porsche. Við leggjum því mikla
áherslu á að okkar viðskipta-
vinir fái raunhæfa kostnaðar- og
tímaáætlun í hendurnar áður
en hafist er handa. Þess vegna
er skilningur á rekstri og mark-
miðum viðkomandi aðila svo
mikilvægur.“
Kjartan er alsæll yfir þeim góða
árangri sem Basic hefur náð á
þeim stutta tíma síðan fyrirtækið
var stofnað.
„Hópur viðskiptavina okkar
er fjölbreyttur og verkefnin eru
krefjandi og skemmtileg. Við
erum nýbúin að klára flottan
ferðavef fyrir Visitor’s Guide
útgáfuna og er sá vefur að
blómstra. Við horfum nú björtum
augum til framtíðar og hlökkum
mikið til að takast á við fleiri
krefjandi verkefni með áreiðan-
leika, hreinskilni og ánægju við-
skiptavina okkar að leiðarljósi.“
Basic Markaðsstofa er í Sunda-
borg 9. Sími 537 6700. Sjá nánar á
basic.is
Við leggjum áherslu
á að viðskiptavinir
fái raunhæfa kostnaðar-
og tímaáætlun áður en
hafist er handa.
frá sjónarhóli
frumkvöðulsins.
Jafnvel þótt
frumkvöðull-
inn telji að
ávinningur
væntanlegs
viðskiptavinar
sé umtalsverð-
ur getur verið
að viðskipta-
vinurinn líti
öðruvísi á málið.
Stofnun fyrirtækis
og rekstur þess kallar
að jafnaði á mikla vinnu
og þrautseigju. Til að ná
árangri þarf frumkvöðullinn að
gefa sig allan í verkefnið og ekki er
sjálfgefið að hann „alheimti daglaun
að kveldi“. Flestir frumkvöðlar eru
þó sammála um að þótt frum-
kvöðlastarfið sé erfitt og krefjandi,
þá sé að verulega skemmtilegt og
gefandi.“
Undirbúningur mikilvægur
Fæstir komast hjá því að gera ein-
hver mistök við stofnun fyrirtækis
en hver skyldu vera þau algengustu?
Sigurður nefnir fyrst lítinn eða
ónógan undirbúning. „Það er mjög
mikilvægt að rannsaka vel þörfina
fyrir þá þjónustu eða vöru sem
stefnt er á að bjóða. Skoða þarf
vel hvað þarf til svo unnt sé að
bjóða hana. Einnig þarf að kanna
markaðsumhverfið vel og þá aðila
sem fyrir eru á markaði. Góð rann-
sóknavinna í upphafi hefur mikið
að segja, ekki bara fyrir undir-
búninginn, heldur nýtist hún líka
þegar rekstur er kominn af stað.
Viðskiptaumhverfið breytist og sá
sem hefur kynnt sér það vel er mun
betur í stakk búinn að takast á við
breytingarnar.“
Frumkvöðullinn má þó ekki vera
fastur í núverandi umhverfi eða
stöðu heldur þarf að horfa fram á
veginn og vega og meta hvernig
viðskiptaumhverfið komi til með að
líta út í framtíðinni segir Sigurður.
„Margir gera einnig þau mistök að
kynna sér ekki þau lög og þær reglur
sem snúa að rekstrinum. Fyrir utan
leyfi og þess háttar má nefna lög og
reglur um bókhald, greiðslu launa
og innheimtu virðisaukaskatts. Það
er ekki sjálfgefið að frumkvöðlar
þekki til þessa efnis, en þá er líka
mikilvægt að leita leiðsagnar hjá
viðkomandi stofnunum eða þeim
sem betur þekkja til.“
Netið breytir miklu
Ein leið til að fækka mistökum er
að vera með reynslumikinn mentor
sér við hlið sem þekkir jafnvel
viðkomandi atvinnugrein. „Góður
mentor getur haft mikið að segja
fyrir frumkvöðul. Mjög mikilvægt
er að hver sá sem ætlar að leiðbeina
við stofnun og rekstur fyrirtækis sé
vel með á nótunum varðandi við-
skiptaumhverfi, aðferðir og leiðir
í dag. Umhverfið tekur stöðugum
breytingum og þekking og reynsla
sem hafði mikið að segja fyrir fáum
árum er e.t.v. orðin úrelt í dag.“
Vefurinn og samfélagsmiðlar eru
dæmi um örar breytingar í við-
skiptaumhverfinu sem skipta mjög
miklu máli í rekstri flestra fyrirtækja
í dag. „Hinn stafræni heimur vex
á ógnarhraða og frumkvöðlar og
fyrirtæki þurfa að fylgjast vel með
þróuninni á hverjum tíma. Flestir
nýta stafrænar leiðir með einum
eða öðrum hætti til að kynna sér
vörur og þjónustu og í framhaldi
að ganga frá kaupum. Frumkvöðull
sem er að undirbúa rekstur þarf að
horfa fram á veginn og vega og meta
hvernig stafræna umhverfið verður
eftir nokkur ár þegar þjónustan eða
varan er komin á markað. Flestir
eru sammála um að stafrænar upp-
lýsingar, kynningar og viðskipti vaxi
ört á næstu árum.“
Yfirleitt einfaldar reglur
Lög og reglur sem lúta að stofnun
fyrirtækja á Íslandi í dag eru í flest-
um tilvikum til þess að gera einfaldar
að sögn Sigurðar. Yfirleitt taki mjög
skamman tíma að stofna fyrirtæki.
„Sem dæmi má nefna að það tekur
að jafnaði innan við viku að stofna
einkahlutafélag (ehf.) sem er algengt
rekstrarform. Umsóknarform og
form fyrir stofnsamning, samþykktir
og stofnfundargerð eru á vefnum og
því flestum aðgengileg.“
Það sama á við um skráningu
rekstrar á eigin kennitölu sem tekur
yfirleitt enn skemmri tíma. „Leyfis-
mál eru mjög breytileg eftir því um
hvers konar rekstur er að ræða. Fá
leyfi þarf til reksturs ef starfsemin
hefur lítil áhrif á umhverfi eða heilsu
fólks. Mikilvægt er að kynna sér vel
þau leyfi sem þarf til rekstrar áður en
farið er af stað. Leyfisveitendur gefa
yfirleitt greinargóðar upplýsingar
um þær kröfur sem þarf að upp-
fylla. Oft á tíðum verður kostnaður
frumkvöðla mestur ef þeir hafa ekki
aflað sér upplýsinga fyrir fram og
þurfa síðan að breyta aðstöðu eða
byggingum, sem nýbúið er að byggja
eða lagfæra, til þess að uppfylla við-
komandi kröfur.“
Nýtt öflugt
bókhaldskerfi í skýinu
frá manninum sem færði
okkur Dynamics Ax
Prófaðu
frítt í
30 daga
www.uniconta.is
Lagast að þínum þörfum
Erik Damgaard
Stofnandi Uniconta
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . j ú N Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U RBóKhALDSREKSTUR oG RÁÐGjöF
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
1
8
-3
C
7
C
2
0
1
8
-3
B
4
0
2
0
1
8
-3
A
0
4
2
0
1
8
-3
8
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K